Fréttablaðið - 09.01.2013, Blaðsíða 2
9. janúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SVEITARSTJÓRNIR Samningur um
kaup á hlut Hauka í íþróttamiðstöð
á Ásvöllum sem bæjarráð Hafnar-
fjarðar Hafnarfjarðar samþykkti
28. desember sýnist sniðinn að því
að bænum er óheimilt að skuld-
setja sig vegna bágrar fjárhags-
stöðu.
Viðskiptin eru útskýrð í minn-
isblaði fjármálastjóra Hafnar-
fjarðar, Gerðar Guðjónsdóttur,
degi fyrir bæjarráðsfundinn.
„Ef ekki er gengið til framan-
greindra samninga þá mun Lands-
bankinn leysa til sín eignarhluta
Haukanna og væntanlega leita
samninga við bæinn um kaup eða
leigu eignarhlutans. Með hliðsjón
af nýjum fjármálareglum sveit-
arfélaga er bærinn ekki í stöðu
til að taka ný lán eða gera leigu-
samning til langs tíma. Einnig
má reikna með að
bankinn verði ekki
eins viljugur eða
sanngjarn í samn-
ingsviðræðum en
í ljósi stöðu sinn-
ar getur bankinn
væntanlega stöðv-
að alla starfsemi
hússins,“ skrifar
fjármálastjórinn.
Haukar fengu
20 prósenta hlut
í Ásvöllum á
árinu 2001 og
greiddu fyrir
með íþróttahúsi
í Haukahrauni,
peningum og
t ut t u g u á r a
skuldabréfi.
Í október 2006
og fram í janúar
2007 vildu Haukar að bærinn leysti
til sín eignarhlut félagsins. Óskin
var dregin til baka í mars 2007
eftir að félagið tók 150 milljóna
króna kúlulán í svissneskum frönk-
um til að borga hallarekstur hjá
deildum félagsins. Greiða átti höf-
uðstól lánsins upp í einu lagi í mars
2009 en borga þó vexti mánaðar-
lega. Haukar stóðu í skilum með
vextina fram í október 2008 þegar
fjármálakerfi Íslands hrundi.
Haukar báðu að nýju í september
2008 um að bærinn keypti þá út. Sú
ósk var ítrekuð í júlí 2010. Málið
tafðist vegna óvissu um stöðu sviss-
neska kúlulánsins frá Landsbank-
anum. Í ágúst 2011 stóð lánið í 441
milljón króna en í 252 milljónum án
dráttarvaxta í fyrravor þegar það
var endurreiknað. Að auki námu
önnur vanskil deilda félagsins 13
milljónum. Landsbankinn bauðst
til að afskrifa 57 milljónir af lán-
inu gegn því að bærinn ábyrgðist
lánið en því var hafnað.
Úr varð að bærinn kaupir
fimmtungs hlut Hauka í íþrótta-
miðstöðinni fyrir 271 milljón
króna en Haukar halda eftir félags-
heimilinu. Bærinn á að greiða 1,6
milljónir króna á mánuði næstu 25
árin inn á bankareikning Hauka
sem veðsettur er Landsbankanum.
Spurð hvort bæjaryfirvöld
séu ekki að fara
í kringum fyrr-
nefndar reglur
sem meina hinum
illa stadda bæjar-
sjóði að taka ný
lán eða gera lang-
tímasamninga
um leigu kveður
Gerður svo ekki
vera. Bærinn geti
alltaf bakkað út
úr viðskiptun-
um. „Það er sex
mánaða uppsagn-
arákvæði þann-
ig að við erum
ekki skuldbundin
Landsbankanum,“
segir fjármála-
stjórinn.
gar@frettabladid.is
Í ljósi stöðu sinnar
getur bankinn væntanlega
stöðvað alla starfsemi
hússins.
Gerður Guðjónsdóttir
fjármálastjóri Hafnarfjarðar
Pan, er þetta svalasta hátíðin?
„Já, ég myndi segja það. Það verður
stuð undir jökli.“
Pan Thorarensen er skipuleggjandi tón-
listarhátíðarinnar Extreme Chill Festival á
Hellissandi 12. til 14. júlí næstkomandi. Þar
verður raftónlist í hávegum höfð.
FASTEIGNAMARKAÐUR Um fimmt-
ungi færri leigusamningum var
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í
desember síðastliðnum miðað við
sama mánuð 2011. Þetta segir í
frétt á vef Þjóðskrár.
Alls var 268 samningum þing-
lýst í desember, í samanburði við
334 í desember 2011. Samdráttur-
inn er enn meiri ef miðað er við
nóvembermánuð þegar 444 samn-
ingum var þinglýst.
Á landsvísu nemur samdráttur-
inn milli ára 16,4 prósentum. - þj
Húsaleigusamningar:
Fimmtungi
færri samningar
FJÁRMÁL „Menn hafa gengið allt-of langt án þess að hafa nokkrar forsendur fyrir því,“ segir Gunn-ar Axel Axelsson, formaður bæj-arráðs Hafnarfjarðar sem keypt hefur hlut Knattspyrnufélags-ins Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Skilyrði er að Haukar efni ekki til nýrra skulda í 25 ár.Grundvöllur kaupanna eru mikl-ir fjárhagserfiðleikar Hauka. Þá má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán.
Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut sem Haukar hafa átt á móti bænum í íþróttamiðstöð-inni. Undanskilið er félagsheimili sem Haukar eiga alfarið einir.Bærinn hefur þegar greitt 62 6
Leystir út og settir í
25 ára lántökubann
Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna.
ÁSVELLIR Haukar eiga ekki lengur hlut í íþróttamiðstöðinni en halda félagsheimili sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
:
P
Sniðganga skuldaþak
til að bjarga Haukum
Hafnarfjarðarbær má ekki skuldsetja sig vegna slæmrar fjárhagstöðu og gerði
því óhefðbundinn kaupsamning um hlut Hauka í Ásvöllum. Bærinn borgar 271
milljón fyrir svissneskt kúlulán sem Haukar tóku vegna óreiðuskulda fyrir hrun.
SÝRLAND Ein milljón Sýrlendinga
er við hungurmörk og hjálparvana
eftir 22 mánaða borgarastyrjöld í
landinu. Þetta er mat Sameinuðu
þjóðanna.
Matvælaáætlun SÞ er ætlað að
aðstoða eina og hálfa milljón Sýr-
lendinga en linnulausar skærur í
landinu hafa hins vegar valdið því
að stofnunin getur ekki komið mat
til fjölda fólks. Þannig hefur ekki
verið hægt að koma birgðum í í
gegnum höfnina í borginni Tartus.
SÞ telja að um sextíu þúsund
manns hafi fallið frá því að upp-
reisnin hófst í mars 2011.
Á undanförnum mánuðum hafa
uppreisnarmenn lagt undir sig
stór svæði í norðanverðu landinu.
Eldfimt ástandið hefur orðið þess
valdandi að Matvælaáætlunin hefur
þurft að kalla starfsfólk sitt burt frá
Homs, Aleppo, Tartus og Qamishly.
Við það bætist að árásum á flutn-
ingabíla samtakanna fjölgaði mjög
á síðari hluta ársins 2012. - sh
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á erfitt uppdráttar í Sýrlandi:
Milljón Sýrlendingar svelta
MARGIR HUNGURMORÐA Sameinuðu
þjóðirnar segja hungur mikið vandamál
í Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, ætlar ekki
að gefa kost á sér fyrir flokkinn
í komandi alþingiskosningum.
Jón hefur
setið á þingi
fyrir flokkinn
síðan 1999 og
er nú oddviti
í Norðvestur-
kjördæmi.
„Það hafa
orðið mér von-
brigði hvernig
haldið hefur
verið á mörg-
um stefnumálum VG síðustu
misseri og vikið frá þeim gildum
sem hann var stofnaður um.“
Jón segist þó ætla að leggja
sitt af mörkum áfram fyrir þær
hugsjónir og grunngildi sem
hann hefur verið talsmaður
fyrir. - þeb
Jón Bjarnason þingmaður:
Fer ekki aftur
fram fyrir VG
JÓN BJARNASON
SVÍÞJÓÐ Hjálparsamtök í Gauta-
borg vilja fá stuðning borgaryfir-
valda til þess að setja á laggirnar
leikskóla fyrir götubörn.
Könnun hjálparsamtaka í des-
ember síðastliðnum leiddi í ljós að
15 börn yngri en sex ára væru ekki
í leikskóla. Foreldrarnir, sem flest-
ir eru frá Rúmeníu, hafa börnin
með sér þegar þeir leita að dósum í
ruslatunnum. Börnin hanga einnig
í verslunarmiðstöðvum eða eru í
umsjá eldri systkina, samkvæmt
frétt Göteborgs-Posten.
Ólíklegt er þó talið að foreldr-
arnir skilji börnin eftir í leikskóla.
Þess vegna á að bjóða foreldrunum
handverksvinnu á staðnum. - ibs
Hjálparsamtök í Gautaborg:
Leikskóla þarf
fyrir götubörn
Sverrir Þórð-
arson látinn
Sverrir Þórðarson blaða maður
lést mánudaginn 7. janúar,
níræður að aldri. Sverrir fædd-
ist á Kleppi í Reykjavík 29.
mars 1922.
Foreldrar
hans voru
Ellen Johanne
Sveinsson,
fædd Kaaber,
húsmóðir
og Þórður
Sveinsson,
prófessor og
yfirlæknir á
Kleppi.
Sverrir hóf störf sem blaða-
maður á Morgunblaðinu árið
1943. Þar vann hann til árs-
loka 1992 er hann lét af störf-
um sökum aldurs. Hann var
handhafi blaðamannaskírtein-
is númer 3, útgefins af Blaða-
mannafélaginu.
Sverrir eignaðist þrjú börn
með Petru G. Ásgeirsdóttur og
lifa tveir synir þeirra. Dóttir
þeirra, Ása Steinunn, lést árið
1984. Petra lést árið 1986.
SVERRIR
ÞÓRÐARSON
AKRANES „Það verður tekin
ákvörðun um málalok í vikunni,“
segir Sveinn Kristinsson, forseti
bæjarstjórnar Akraness, um mál
Jóns Pálma Pálssonar, bæjar-
ritara á Akranesi sem um skammt
skeið var þar settur bæjarstjóri.
Honum var vikið frá störfum
vegna meintra brota á starfs-
skyldum. Ekki hefur fengist upp
gefið hvað hann á að hafa unnið
sér til sakar.
„Við erum að bera saman það
sem fram kemur í athugun lög-
manns og endurskoðanda [bæjar-
ins] og svo andsvörum bæjar-
ritarans,“ segir Sveinn. Lausn
Jóns Pálma frá vinnuskyldu hafi
verið framlengd til föstudags og
bæjarfulltrúar hafi einsett sér að
taka ákvörðun fyrir þann dag. - sh
Skoða andsvör bæjarritara:
Botn í mál Jóns
Pálma í vikulok
SJÁVARÚTVEGUR Loðnuskipin
landa nú eitt af öðru fyrstu loðnu-
förmunum og komu tvö skip HB
Granda, Faxi RE og Ingunn AK,
til Vopnafjarðar í gærmorgun
með rúmlega tvö þúsund tonn.
Fékkst sá afli aðallega í flottroll á
togsvæðinu norður af Langanesi.
Að sögn Alberts Sveinssonar,
skipstjóra á Faxa RE, er loðnan
stór og falleg og svo til átulaus.
Vandinn er hins vegar sá að utan
togveiðisvæðisins stendur loðnan
það djúpt að mjög erfitt er að ná
henni í nót, eins og kemur fram í
viðtali við Albert á heimasíðu HB
Granda.
Töluverður fjöldi skipa er nú á
veiðisvæðinu og Albert segir að
flest hafi skipin sennilega verið
sautján talsins og því nokkur
þröng á þingi. Grænlenska skip-
ið Erika kom á miðin í nótt, en
það skip er útbúið til nótaveiða.
Áhöfnin reyndi fyrir sér með
nótina í nótt en Albert var ekki
kunnugt um árangurinn þegar
rætt var við hann.
- shá
Sautján skip við loðnuveiðar norður af Langanesi þegar mest var:
Stór og góð loðna við Langanes
FAXI RE Loðnan veiðist aðallega í flottroll enda stendur hún of djúpt fyrir nótaveiðar.
MYND/HB GRANDI
SPURNING DAGSINS
Þarfnastu meiri orku til daglegra starfa?
Orkulausnir henta þeim sem
glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki
eða svefnvanda. Hentar vel þeim
sem vilja byggja upp orku vegna
vefjagigtar eða eftir veikindi.
• Hefst 15. janúar - 8 vikur
• Þriðjud. og fimmtud. kl. 10:00 eða 15:00
• Þjálfun, fræðsla og einstaklingsviðtal.
• Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari.