Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 1
BANDARÍKIN, AP „Áratugi stríðs- átaka er nú að ljúka. Efnahagsbati er að hefjast,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni í Washington þegar hann tók við forsetaembættinu öðru sinni í gær. Hundruð þúsunda manna komu til að hlusta á forsetann flytja ræðu sína, sem einkenndist af bjartsýni þrátt fyrir harðvítug átök á þingi undanfarið kjörtíma- bil. „Möguleikar Bandaríkjanna eru takmarkalausir,“ sagði Obama. Mikil bjartsýni ríkti fyrir fjór- um árum þegar Obama sór emb- ættiseið sinn til fyrra kjörtíma- bils, en þegar leið á kjörtímabilið tóku vonbrigði að sækja jafnvel að mörgum hörðustu stuðningsmönn- um hans. Á seinna kjörtímabilinu bíða hans erfið verkefni, meðal ann- ars glíma við gríðarháan fjár- lagahalla og áframhaldandi átök við repúblikana á þingi. - gb FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 16 BRAUÐ ER EKKI FITANDISumir telja að brauð sé fitandi. Það er þjóðsaga því brauðið er ekki meira fitandi en önnur matvara. Það er hins vegar fitandi að borða of mikið. Gróf brauð eru með hátt hlutfall trefja sem er gott fyrir meltinguna og dreg- ur úr hungurþörf. Brauðið er kolvetnaríkt og gefur orku. KYNFERÐISLEGUR UNDIRTÓNNLÆKNADAGAR 2013 Óttar Guðmundsson geðlæknir heldur fyrirlesturinn Kynlíf í Íslendingasögum á hádegisverðarfundi á fimmtudaginn F d hluti af dagskrá Læknadaga 2013 í Hör Airfree lofthreinsitækiðGegn myglugró og myglusveppi Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 2 5 569 3100 seirberg.i ÚTSALA Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. 11.00-15.00 • www.friendtex.is • praxis.is • soo.dk 40–70% afsl. Ótrúleg tilboð í gangi SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 22. janúar 2013 18. tölublað 13. árgangur Frökkum fagnað Franski herinn er kominn til Diabaly í Malí eftir að hafa hrakið íslamista úr bænum. Frakkar vilja að herlið frá Afríkuríkjunum taki við keflinu á næstu vikum. 10 Sækýr yfir Ermarsund Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka næsta sumar. 2 Gefa merk landabréf Þýsk hjón ætla að gefa Akureyrarbæ safn hand- málaðra landabréfa af Íslandi. Hjónin segjast ástfangin af Akureyri og því vilji þau að kortasafnið endi þar. 8 Umhverfið njóti vafans Utanríkis- ráðherrar Noregs og Svíþjóðar segja umhverfisvernd alltaf verða í for- grunni þegar ákvarðanir verða teknar á norðurslóðum. 12 Möguleikar Banda- ríkjanna eru takmarkalausir. Barack Obama Bandaríkjaforseti SPORT Vignir Svavarsson var besti leikmaður Íslands á HM í handbolta að mati Fréttablaðsins. 30 HEILSUFRÉTTIR FYLGJA FRÉTTABLAÐINU Í DAG MENNING Endurgerð kvikmyndarinn- ar Á annan veg hlýtur góðar viðtökur á Sundance-hátíðinni. 34 MENNING „Ég gerði aðallega grín að sjálfri mér, en svo tók ég kreppuna á Íslandi líka fyrir og skaut á Icesave. Bretarnir tóku því alls ekki illa og hlógu að bröndurun- um um að við hefðum stolið peningunum þeirra,“ segir Snjólaug Lúð- víksdóttir uppi- standari. Snjólaug, sem vinnur að tökum á stuttmynd ytra, tók á dögunum þátt í uppistands- keppninni Laughing Horse í London þar sem leitað er að besta nýliða ársins. Hún sigr- aði í sínum riðli í undankeppn- inni og er því komin áfram í aðra umferð ásamt rúmlega 350 öðrum, en um 1.500 manns skráðu sig til leiks í upphafi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún reynir sig við uppistand. - trs / sjá síðu 34 Gekk vel í fyrstu tilraun: Heillaði Breta með uppistandi HEILBRIGÐISMÁL Inflúensan er skæðari hér á landi en í flestum öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Evrópu. Aðeins í Noregi er flensan eins kröftug og hér. Þá er flensan einnig fyrr á ferð- inni en undanfarin ár, segir Harald- ur Briem sóttvarnalæknir. Staðfest- um inflúensutilvikum hefur fjölgað og tilkynningar um inflúensulík ein- kenni eru miklu fleiri nú en á sama tíma síðustu ár, þegar faraldurinn hefur náð hámarki undir lok febrú- ar. Haraldur gerir einnig ráð fyrir því að flensan muni ná hámarki fyrr í ár. „Þetta mun ábyggilega ganga yfir allan janúar og langt fram í febrúar.“ Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir stöðu mála á spítalan- um örlítið betri en fyrir helgi, en óvissustig er óbreytt þar. Tæplega fjörutíu manns eru enn í einangrun vegna inflúensu, nóróveiru og RS- veirunnar. „Það er seinni tíma vandamál að glíma við kostnaðinn sem fylgir því að hafa fólk á aukavöktum og eitt- hvað sem við munum bara kíkja á þegar hlutirnir fara að róast,“ segir hann. „Spítalinn hefur leyfi til að gera það sem þarf til að bregðast við þessum aðstæðum og það stoppar ekki á peningum af hálfu ráðuneyt- isins,“ segir Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra. Hann hefur fundað með sóttvarnalækni. „Við fylgjumst daglega með gangi mála og það er ekki fyrirstaða að veita fjármagn eða opna deildir, enda er það allt í gangi.“ „Ráðherra, og fleiri í ráðuneytinu, hafa verið mjög skýrir frá byrjun og okkur hafði ekki einu sinni dottið í hug að fara að blanda peningum inn í þetta strax,“ segir Björn. „Þetta er svo mikið álag af ýmsum ástæðum. Það er ekki þannig að við sjáum mikla aukningu í því að fólk leiti til heilsugæslunnar eða bráða- móttökunnar. Þeir sem koma eru þá veikari, þurfa að leggjast inn og þá byrja erfiðleikarnir,“ segir Harald- ur Briem. - þeb, sv / sjá síðu 6 Flensan skæðust hér á landi Inflúensan er skæðari hér og í Noregi en í öðrum Evrópulöndum. Er fyrr á ferðinni en áður. Um 40 eru í ein- angrun á LSH, meðal annars vegna flensunnar. Allt gert sem þarf til að bregðast við, segir velferðarráðherra. 22 staðfest infl úensutilfelli á veirufræðideild Landspítal- ans í annarri viku ársins. Þeir sem koma eru þá veikari, þurfa að leggjast inn og þá byrja erfiðleikarnir. Haraldur Briem sóttvarnalæknir SKOÐUN Teitur Guðmundsson segir uppfinningar geta verið hættulegar fyrir heilsuna. 17 Bolungarvík 1° A 5 Akureyri 0° SA 5 Egilsstaðir 1° SA 3 Kirkjubæjarkl. 2° SA 7 Reykjavík 2° SA 9 Léttir til norðanlands Í dag má búast við SA-átt, víða 3-8 m/s en heldur hvassara við suður- og vesturströndina. Stöku skúrir eða slydduél S- og SA-til. 4 SNJÓLAUG LÚÐVÍKSDÓTTIR Barack Obama segist bjartsýnn við upphaf seinna kjörtímabils síns: Hvetur þjóð sína til dáða FAGNAR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Dætur Baracks Obama Bandaríkjaforseta, þær Sasha og Malia, tóku ásamt eiginkonu hans, Michelle, þátt í hátíðlegri innsetningarathöfn í Washington í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.