Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 2
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Við ætlum að sanna að mið- aldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum,“ segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sæ- kúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjó- sundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spell- ing, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sund- rétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið,“ útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbú- in á kantinum að stökkva út í. Erm- arsundið er Mount Everest sund- manna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir,“ segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Eng- landi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarn- ir gera það að verkum að það er synt í S,“ segir Guðrún sem kveð- ur sundið yfir Ermarsund að jafn- aði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka,“ segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir.“ Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drang- eyjarsund, Hríseyjarsund, Við- eyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjó- sund er áttatíu prósent hugarfar,“ segir Guðrún, sem aðspurð upp- lýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows“,“ spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS- félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á,“ segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir. gar@frettabladid.is Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Sex íslenskar konur hyggjast synda boðsund yfir Ermarsund og til baka í júní. Þær nefna hópinn Sækýrnar. Liðsstjórinn kveður þær þrautreynda „dísilmótora“. Gera á heimildarmynd um sundið sem gæti varað 30 tíma. „Leynivinir“ styrkja hópinn. SÆKÝRNAR Sundkonurnar í Sækúnum eru seigar og láta slæmt veður og öldugang lítil áhrif á sig hafa segir liðsstjórinn Guðrún Hlín Jónsdóttir, sem er efst til hægri á myndinni. MYND/SÆKÝRNAR Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera mið- aldra konur né að vera „bloody cows“. Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna. Kjartan, þannig að þetta var ekki bara hannað fyrir Ísland? „Nei, þetta var hannað fyrir Noreg, Svíþjóð, Finnland, Danmörku, Bret- land og Írland til að byrja með.“ Kjartan Þór Þórðarson er framkvæmdastjóri Saga Film. Fyrirtækið hefur selt sniðið að þáttunum Hannað fyrir Ísland til útlanda. ALÞINGI Meirihluti stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar stefn- ir að því að taka frumvarp um nýja stjórnarskrá úr nefnd í dag. Málið er á dagskrá Alþingis á fimmtudag. Fulltrúar frá Samfylkingunni funduðu með stjórnarandstöð- unni um málið í gær, en vegna forfalla mætti enginn fulltrúi Vinstri grænna á fundinn. Val- gerður H. Bjarnadóttir, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, segir málið ekkert hafa breyst á fundinum. Menn hafi þó náð að skiptast á skoðunum. En verður málið tekið úr nefnd í dag? „Já, við höfum stefnt að því. Við þurfum að sjá hvernig staðan er í fyrramálið [í dag]. Það vant- ar einhver nefndarálit.“ Það er einmitt það sem Illugi Gunnarsson, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn í gær, gagnrýnir harð- lega. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd hafi fengið nefndir til að skila áliti, sem séu ekki öll fram komin. „Þrátt fyrir það er meiri- hlutinn búinn að ákveða hvaða breytingartillögur hann leggur fram og að taka málið úr nefnd á morgun [í dag].“ Illugi segir þetta í takt við annað í málinu og svona vinnu- brögð hefðu ekki verið viðhöfð við lagafrumvarp, hvað þá um breytingu á sjálfri stjórnar- skránni. Hann segir ekkert hafa komið fram á fundinum í gær í sjálfu sér. „Þar kom ekkert nýtt fram, annað en það að staðfest var að það væri vilji meirihlutans að gera allsherjar breytingar á stjórnarskránni.“ - kóp Minnihlutinn ósáttur við að ekki sé beðið eftir álitsgerðum: Stjórnarskrármálið úr nefnd SVEITARSTJÓRNIR Jón Pálmi Pálsson, sem látið hefur af störfum bæjar- ritara á Akranesi, fær greidd laun út þetta ár samkvæmt samkomulagi um starfslok hans. Í yfirliti sem lögmenn tóku saman um greiðslur til Jóns Pálma frá árinu 2010 kemur fram að hann rukkaði ítrekað tvo aðila fyrir sama aksturinn. Hann sat í stjórnum Heilbrigðiseftirlits Vest- urlands og Menningarráðs Vest- urlands og rukkaði oft þessa aðila fyrir sama aksturinn og hann rukk- aði Akranesbæ fyrir. Jón Pálmi viðurkenndi að hafa gert mis- tök að þessu leyti og endurgreiddi bæjarsjóði. „Jón Pálmi álítur að sú leiðrétting feli í sér farsæla lausn málsins,“ segir í bréfi lögmanns sem gætti hagsmuna bæjarritarans. Jón Pálmi hafnaði hins vegar ásökunum um að það hafi verið brot á starfsskyldum að þiggja laun fyrir setur sínar í fyrrgreindum nefndum „enda afar óréttlátt og órökrétt að nefndarmenn séu látnir gjalda fyrir það í launum sínum fyrir nefndirn- ar að vera starfsmenn sveitarfélags sem hefur aðkomu að starfi nefnd- arinnar,“ sagði lögmaður bæjarrit- arans. „Eðlilegt er að það sé tekið til skoðunar innan hverrar stofnun- ar fyrir sig hvaða þóknanir sé eðli- legt og rétt að greiða en það er starfi Jóns Pálma sem bæjarritara alger- lega óviðkomandi.“ - gar Bæjarritarinn á Akranesi sem rukkaði fleiri en einn fyrir sama aksturinn: Látinn hætta með laun út árið JÓN PÁLMI PÁLSSON Þrátt fyrir það er meirihlutinn búinn að ákveða hvaða breytingar- tillögur hann leggur fram og að taka málið úr nefnd á morgun [í dag]. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins NOREGUR Fylgi Hægri flokksins í Noregi hefur aukist um 5,4 pró- sentustig frá því í september, sam- kvæmt könnun Aftenposten. Fylg- ið er nú 40,1 prósent. Yrði kosið nú myndi þingmönnum flokksins á Stórþinginu fjölga úr 30 í 76. Leiðtogi hægrimanna, Erna Sol- berg, segir fylgisaukninguna til marks um að norska þjóðin vilji stjórnarskipti í haust. Fylgi Verkamannaflokksins dróst saman um 1,7 prósentustig og er nú 26,5 prósent. - ibs Norska þjóðin vill breytingar: Aukið fylgi Hægri flokksins INDÓNESÍA, AP Yfir hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Flóðin hafa kostað að minnsta kosti 26 manns lífið. Flóðin náðu hámarki síðastliðinn fimmtudag eftir að stífla brast í miðborg Jakarta. Nærri þriðjungur borgarinnar fór undir vatn, sem varð allt að tveggja metra djúpt. Lögreglan segir að flestir hinna látnu hafi annað hvort drukknað eða látist af völdum raflosts. - gb Flóð í Indónesíu hafa kostað tugi manns lífið: Tugir þúsunda flýja flóðin Á KAFI Í VATNI Vörubílstjórar í Jakarta bíða þess sem verða vill. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Hluthafar í Bakka- vör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórn- arformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til með- ferðar í dómskerfinu. Frá þessu sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins með 40 prósenta hlut, en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu og vilja, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, að nýr stjórnarformað- ur komi úr þeirra röðum. Lýður er ákærður fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukn- ingu hjá Exista. - þj Hluthafar í Bakkavör: Vilja Lýð á brott vegna ákæru LÖGREGLA Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um fjórar vikur yfir karlmanni á sextugsaldri, sem handtekinn var í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á barnsaldri. Lögregla hefur hins vegar kært aðra ákvörðun héraðsdóms, sem í gær hafnaði gæsluvarðhalds- kröfu yfir öðrum manni sem nam á brott tvær sjö ára stúlkur fyrir utan verslun í Árbæ. RÚV skýrði frá þessu í gær. Á morgun rennur svo út gæslu- varðhald yfir Karli Vigni Þor- steinssyni, sem hefur viðurkennt að hafa brotið gegn tugum barna. - gb Gæsluvarðhald framlengt: Níðingur situr áfram í haldi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.