Fréttablaðið - 22.01.2013, Síða 4
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins
(SA) og Alþýðusamband Íslands
(ASÍ) munu þegar hefja vinnu að
undirbúningi nýrra kjarasamninga
með það fyrir augum að móta sam-
eiginlega sýn á launamál og kaup-
mátt auk þess að tryggja vöxt og
efnahagslegan stöðugleika.
Þetta er megininntakið í sam-
komulagi SA og ASÍ frá í gær.
Samningunum er ekki sagt upp og
umsamdar launahækkanir upp á
3,25% koma til framkvæmda um
næstu mánaðamót. Gildistími samn-
inganna er hins vegar styttur svo að
þeir munu renna úr gildi í nóvem-
ber næstkomandi, tveimur mánuð-
um fyrr en til stóð, þegar þeir voru
undirritaðir vorið 2011.
Samkomulagið kveður einnig á
um að samtökin reyni að ná sam-
stöðu um atvinnustefnu, sem verði
lögð fyrir stjórnmálaflokkana í
aðdraganda alþingiskosninga. Eftir
kosningar verði svo unnin raunhæf
aðgerðaáætlun til næstu ára.
Þá verði leitast við að ná sam-
stöðu um aðferðir í gengis- og pen-
ingamálum, jöfnun lífeyrisréttinda
og unnið gegn svartri atvinnu-
starfsemi og kennitöluflakki. Jafn-
framt munu samtökin beita sér fyrir
aðgerðum til að lækka verðlag, til
dæmis með „aðhaldi að verðhækk-
unum fyrirtækja og gjaldskrár-
hækkunum opinberra aðila“.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segist í samtali við Fréttablaðið
vera ánægður með samkomulagið,
í ljósi aðstæðna. Um það ríki breið
sátt innan hreyfingarinnar.
„Það tryggir bæði að umsamd-
ar kauphækkanir komi til fram-
kvæmda, sem var ekki sjálfsagt, og
að friður muni ríkja á vinnumarkaði
fram á haustið.“
Gylfi segir að hefði samningum
verið sagt upp að þessu sinni, hefðu
viðræður getað orðið erfiðar við-
fangs.
Spurður hvort hann sé bjartsýnn
fyrir haustið játar Gylfi en kallar
eftir breiðri samstöðu um fram-
haldið.
„Ég verð að vera bjartsýnn, en
það tekst ekki nema að það verði
sameiginlegt átak, og stjórnvöld
verða að koma að borðinu á þeim
nótum.“ thorgils@frettabladid.is
Samningar styttir og
friðurinn tryggður
ASÍ og SA sömdu í gær um að stytta kjarasamninga og hefja undirbúning nýrra
samninga strax. Leggja áherslu á kaupmátt og efnahagslegan stöðugleika. Kenna
stjórnvöldum um að fjárfestingar í atvinnulífi hafi ekki aukist á samningstíma.
SAMKOMULAG Forsvarsmenn SA og ASÍ skrifuðu í gær undir samkomulag um að
stytta kjarasamninga og hefja samráð um framtíðarsýn um kaupmátt og efnahags-
legan stöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Uppsagnarklausa var í kjarasamningunum frá 2011 þar sem kveðið var á
um ýmsar forsendur. Forsendunefnd ASÍ og SA rifjar upp að í samningun-
um var kveðið á um að á árinu 2012 myndi kaupmáttur aukast, verðbólga
skyldi vera innan við 2,5%, gengisvísitala krónunnar yrði innan við 190 í
desember og „stjórnvöld stæðu við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og
félagsmálum“.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að þó kaupmáttur hafi aukist
hafi verðbólga verið 4,2% og gengisvísitala hafi verið 227,4 í desember.
Þá eru tíundaðar ýmsar aðfinnslur við efndir stjórnvalda um ýmis mál. Um
þau mál voru skiptar skoðanir milli stjórnvalda og ASÍ og spunnust af því
harðar deilur undir lok síðasta árs.
Segja forsendur hafa brostið
EVRÓPUMÁL Stefán Haukur
Jóhannesson, aðalsamninga-
maður Íslands í aðildarviðræð-
unum við ESB, kynnti ákvörðun
ríkisstjórnar-
flokkanna um
að hægja á við-
ræðum, fyrir
Evrópumála-
ráðherrum
ESB-landa á
fundi í gær. Frá
þessu segir á
vef utanríkis-
ráðuneytisins,
en á fundinum fjallaði Stefán
Haukur einnig um áherslu
Íslands á gagnsæi í viðræðu-
ferlinu.
Fundurinn fór fram í Dublin á
Írlandi. Meginumræðuefnið var
efling lýðræðis á vettvangi ESB
og var rætt um leiðir til að auka
lögmæti og ábyrgð stofnana
þess í ljósi aukinnar samvinnu
til dæmis í efnahags- og gjald-
miðilsmálum. - þj
Aðalsamingamaður Íslands:
Kynnti stöðuna
fyrir ESB-fólki
STEFÁN HAUKUR
JÓHANNESSON
ÍSRAEL, AP Benjamín Netanjahú og banda-
lagi hægri flokka undir hans forystu er
spáð naumum meirihluta í þingkosningum
í dag.
Enn harðsnúnari flokkar strangtrú-
aðra gyðinga sækja þó hart á Netanjahú.
Þar fer fremstur í flokki Naftali Bennet,
leiðtogi flokks sem heitir Heimili gyðinga.
Hann hafnar algerlega öllum hugmynd-
um um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna.
Samkvæmt skoðanakönnunum virðist
sem sjötti hver þingmaður á nýja þinginu
verði landtökumaður á Vesturbakkanum.
Sjálfur er Netanjahú harðlínumaður
gagnvart Palestínu og hefur til þessa
treyst á litla flokka harðsnúinna strang-
trúargyðinga til að styrkja þingmeirihluta
sinn.
Töluverðar vangaveltur hafa þó verið
í ísraelskum fjölmiðlum undanfarið um
að hann ætli sér frekar að leita til miðju-
flokka fyrir næstu stjórnarmyndun.
Flokkar strangtrúaðra hafa verið með
15 til 20 sæti á 120 manna þjóðþingi Ísra-
els en haft miklu meiri áhrif en þingstyrk-
ur þeirra segir til um vegna hótana um að
slíta stjórnarsamstarfi. - gb
Flokkar strangtrúargyðinga sigurvissir fyrir þingkosningar sem haldnar verða í Ísrael í dag:
Landtökumönnum spáð sjötta hverju sæti
NAFTALI BENNET Leiðtogi strangtrúarflokksins Heimili
gyðinga hafnar algerlega hugmyndum um stofnun sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Sjö helstu umhverfis-
verndarsamtök Noregs leggjast
gegn olíuvinnslu við Jan Mayen
og í suðausturhluta Barentshafs.
Það er mat umhverfisverndar-
samtakanna að stefna norskra
yfirvalda varðandi olíuvinnslu
þurfi að vera í samræmi við
stefnuna í loftslagsmálum.
Benda samtökin á að verði
olíuvinnsla ekki stöðvuð á
norður slóðum muni loftslags-
breytingar af manna völdum
versna. Hætta sé á óafturkræf-
um skemmdum á viðkvæmum
náttúruauðlindum. - ibs
Umhverfisverndarsamtök:
Olíuvinnsla
verði ekki við
Jan Mayen
STJÓRNMÁL Þingflokkur Fram-
sóknarflokksins vill að fulltrú-
ar allra flokka á Alþingi hefji
þegar í stað formlegar viðræður
um stjórnarskrármálið og komi
sér saman um hvaða greinar er
mögulegt að ná samstöðu um og
afgreiða fyrir þinglok, nú þegar
aðeins 23 þingfundadagar eru
eftir á kjörtímabilinu.
Í yfirlýsingu, sem þingflokk-
urinn sendi frá sér í gær, segist
hann leggja áherslu á ákvæði
stjórnarskrárfrumvarpsins um
náttúruauðlindir og beint lýð-
ræði, en sé opinn fyrir því að
skoða fleiri ákvæði í þessu sam-
bandi.
„Þingflokkurinn áréttar að
þegar um er að ræða breytingar
á grundvallarlögum ríkisins er
mikilvægt að Alþingi gangi ekki
þvert á álit sérfræðinga,“ segir í
yfirlýsingunni.
- gb
Framsókn vill samstöðu:
Allir flokkar
ræði saman
232,6618
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,3 128,92
203,58 204,56
170,59 171,55
22,858 22,992
22,855 22,989
19,596 19,710
1,4331 1,4415
196,7 197,88
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
21.01.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
HALDIÐ TIL HAGA
Eftirfarandi ummæli Völundar Snæs
Völundarsonar féllu út úr grein í Frétta-
blaðinu í gær: „Þetta er það sem mig
langaði að gera til að sameina það
líf sem ég á með fjölskyldu minni og
vinnunni. Nú eigum við lítil börn og
það hefði verið gaman að geta eldað
með þeim kvöldmat og kysst þau góða
nótt.“
RÚSSLAND
Færði forseta kettling
Forsætisráðherra Rússlands,
Dmitrij Medvedev, hefur gefið Tarja
Halonen Finnlandsforseta kettling
af tegundinni „neva masquerade“
sem er ættingi Síberíukattarins. Á vef
Hufvudstadsbladet er greint frá því
að rússneski forsætisráðherrann hafi
sjálfur valið kettlinginn.
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
Vaxandi suðaustanátt.
TÍÐINDALÍTIÐ Í dag má búast við strekkingi eða allhvössum vindi sums staðar við
suður- og vesturströndina en hægari vindi annars staðar. Léttir heldur til norðanlands
en skúrir eða slydduél S- og SA-til. Svipað veður á morgun en kólnar lítillega.
1°
5
m/s
1°
10
m/s
2°
9
m/s
6°
15
m/s
Á morgun
Austanstrekkingur syðst, annars
hægari vindur.
Gildistími korta er um hádegi
4°
1°
4°
0°
1°
Alicante
Aþena
Basel
15°
18°
7°
Berlín
Billund
Frankfurt
-4°
-1°
2°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
2°
-2°
-2°
Las Palmas
London
Mallorca
19°
2°
°
New York
Orlando
Ósló
-2°
20°
-12°
París
San Francisco
Stokkhólmur
1°
16°
-8°
2°
7
m/s
5°
7
m/s
1°
3
m/s
1°
6
m/s
0°
5
m/s
1°
6
m/s
-4°
6
m/s
3°
-2°
2°
0°
-1°