Fréttablaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2013, Blaðsíða 10
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 1. febrúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmda. Uppstillinganefnd VR Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR? N R HYUNDAI KEMUR VART 5 RA BYRGÐ - TAKMARKAÐUR AKSTUR Fáir bílaframleiðendur treysta bílum sínum jafnvel og Hyundai sem býður 5 ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur með öllum nýjum Hyundai bílum. Opnunartími Hyundai Kauptúni 1(Beint á móti IKEA) Opið frá kl. 07.45–18.00 virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. ÓKEYPIS LÉTTSKOÐUN fyrir Hyundai viðskiptavini. Viðskiptavinir Hyundai geta komið með bílinn sinn hvenær sem er í Léttskoðun þeim að kostnaðarlausu. Sparneytinn d siljeppi! Sparneytinn d silb ll! Hyundai ix35 – 4x4 2,0 dísil, beinskiptur. Verð: 5.790 þús. kr. Eyðsla 5,7 l/100 km.* Hyundai i30 Classic 1,4 dísil, beinskiptur. Verð: 3.550 þús. kr. Eyðsla 4,1 l/100 km.* Hyundai Santa Fe Comfort - Jeppi ársins 2012 Comfort 2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð: 7.650 þús. kr. Eyðsla 6,6 l/100 km.* Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is www.facebook.com/hyundai.is * M ið as t vi ð bl an da ða n ak st ur s am kv æ m t fr am le ið an da E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 10 5 MALÍ, AP Franskir og malískir her- menn náðu á sitt vald bænum Dia- baly, viku eftir að íslamistar her- tóku bæinn. Íslamistarnir gáfust upp eftir að franski herinn hafði haldið uppi linnulausum loftárás- um dögum saman. „Við erum sannarlega þakklát Frökkum sem skárust í leikinn á síðustu stundu,“ segir Gaoussou Kone, 34 ára íbúi í Diabaly. „Án Frakkanna væri ekki aðeins Dia- baly fallinn, heldur væri brátt ekk- ert Malí til lengur. Þetta lið vildi fara alla leið til Bamako.“ Bamako er höfuðborg lands- ins. Hún er í suðausturhlutanum en herskáir íslamistar náðu á síð- asta ári norðurhluta landsins á sitt vald. Þeir tóku að sækja lengra suður á bóginn nú eftir áramótin og náðu fyrst á sitt vald bænum Konna og síðan Diabaly. Þeir hafa nú verið hraktir á brott frá báðum þessum bæjum. Franski herinn hóf loftárásir á íslamista þann 11. janúar. Stjórn- arherinn í Malí er ekki búinn til þess að takast á við hersveitir upp- reisnarmannanna. Jean-Yves Le Drian, varnar- málaráðherra Frakka, segir að loftárásirnar hafi valdið umtals- verðu mannfalli í röðum uppreisn- arliðsins, en vildi þó ekki segja hve margir hafi látist. Frakkar hafi einungis tekið þátt í minni háttar átökum á jörðu niðri. Frakkar fara nú fram á það að hersveitir frá Afríkuríkjum taki að mestu að sér hernaðinn gegn íslamistunum í Malí, en reiknar með að nokkrar vikur muni líða þangað til lið Afríkuríkja verði tilbúið til átaka. Á meðan muni franski herinn sinna þessi verki. Íbúar hins strjálbýla norður- hluta Malí eru að mestu túaregar, sem margir hverjir vilja stofna sjálfstætt ríki eða í það minnsta fá einhverja sjálfstjórn, því stjórn- völd í suðurhluta landsins láti sig örlög þeirra hvort eð er litlu varða. Íslamistarnir, sem hófu upp- reisn í norðurhluta landsins á síðasta ári, voru margir málalið- ar hjá Múammar Gaddafi, leið- toga nágrannaríkisins Líbíu, sem steypt var af stóli og síðan drepinn árið 2011. gudsteinn@frettabladid.is Íbúar í Diabaly tóku vel á móti Frökkum Franski herinn er kominn til Diabaly í Malí, viku eftir að íslamistar hertóku bæinn. Íslamistarnir hröktust burt eftir linnulausar loftárásir Frakka undanfarna daga. Frakkar vilja að herlið frá Afríkuríkjunum taki við keflinu á næstu vikum. Gíslatakan í Alsír kostaði að minnsta kosti 37 gísla lífið, að því er forsætis- ráðherra landsins fullyrðir. Að gíslatökunni stóðu íslamistar úr samtökum sem kalla sig Grímuklæddu herdeildina. Í yfirlýsingu frá samtökunum í gær segir að lönd, sem styðja hernað Frakka í nágrannaríkinu Malí, geti búist við fleiri árásum: „Við heitum öllum löndum sem tóku þátt í herferð krossfaranna,“ segir í yfirlýsingunni, „að við munum standa að fleiri aðgerðum ef þau snúa ekki við blaðinu“. MALÍSKIR HERMENN Í DIABALY Íbúar bæjarins tóku hermönnunum fagnandi þegar íslamistar höfðu verið hraktir á flótta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Að minnsta kosti 37 gíslar létu lífið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.