Fréttablaðið - 22.01.2013, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 2013 | SKOÐUN | 17
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Þegar maður horfir um öxl á
tækninýjungar sem hafa orðið á
undanförnum árum er ekki hægt
annað en að dást að elju og upp-
finningasemi okkar mannanna.
Margar af þeim nýjungum hafa
valdið algerum straumhvörfum
í lífi okkar, ekki síst á Vestur-
löndum þar sem lífslíkur hafa
aldrei verið hærri. Möguleikar
læknisfræðinnar aukast ár frá
ári í að takast á við sjúkdóma og
heilsufarsleg vandamál en þar
leika þróun meðferða, lyfja og
tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk
fjölda umhverfisþátta.
En það er hægt að velta þessu
á annan hátt fyrir sér og segja
að þrátt fyrir ótrúleg tækifæri
til að sigrast á sjúkdómum með
tækninýjungum, þá geta þær haft
hættuleg lýðheilsufarsleg vanda-
mál í för með sér. Ef við skoðun
þá hluti sem okkur þykja sjálf-
sagðir í dag og teljast til þæginda
nútímans þá má segja að þar fari
líklega einar hættulegustu upp-
finningar fyrir heilsuna sem við
þekkjum.
Tökum sjónvarpið sem dæmi,
uppfinningin er orðin rúmlega
hundrað ára, en segja má að
almenn notkun hafi byrjað fyrir
nokkrum áratugum og í dag
getum við varla hugsað okkur
að vera án þess. Við eyðum vita-
skuld mismiklum tíma á rass-
inum fyrir framan imbakassann
en rannsóknir í Bandaríkjunum
sýna að meðaláhorf einstaklings
er 34 klukkustundir á viku, en fer
allt að 48 klukkustundum hjá 65
ára og eldri. Notkun tölvuleikja,
spjaldtölva og snjallsíma hefur
svo bæst við hjá yngri kynslóð-
inni og aukist verulega undan-
farin ár.
Faraldur lífsstílssjúkdóma
Það þarf engan lækni til að sjá
samhengið á milli hreyfingar-
leysis, offitu, lífsstílssjúkdóma og
sjónvarpsgláps. Okkur er öllum
ljóst að við erum að fást við far-
aldur lífsstílssjúkdóma sem er
tilkominn að hluta vegna þeirra
nútímalegu þæginda sem við
búum við.
Síminn er eldri uppfinning
sem gjörbylti samskiptum milli
fólks forðum daga og enn frekar
þegar við fengum farsímann
og síðar veraldarvefinn. Nú til
dags þykir ekkert tiltökumál að
hverfa aftur til morslíkra sam-
skipta með nýyrðum í SMS-send-
ingum unglinga sem kalla mætti
afturhvarf þróunarinnar. Streita
og álag sem fylgir því að vera
stöðugt „online“, svara texta-
skilaboðum og tölvupóstum ýtir
líklega undir félagslega einangr-
un, vanlíðan og gervinánd frekar
en hitt og eykur örugglega ekki
samskiptahæfni einstaklinga.
Fjarlægðin sem Internetið veitir
getur ýtt undir lægri hvatir, ein-
elti og dómgreindarleysi í nafn-
lausri umræðu hinna huglausu.
Þá má ekki gleyma þeirri þörf
okkar nútímafólksins að sýnast á
Facebook og eyða tíma í að „hnýs-
ast“ í málefni náungans á áður
óþekktan máta.
Virðing fyrir líkamanum
Misvísandi upplýsingar um skað-
semi notkunar gera okkur enn
erfitt fyrir en ljóst er að allar
þær rafsegulbylgjur sem umlykja
okkur allan liðlangan daginn ýta
ekki undir heilbrigði okkar nema
síður sé. Þá hafa umhverfis áhrif,
reykingar, áfengi, mataræði,
hreyfing, almennur aðbúnaður
og aðgengi að heilbrigðisþjónustu
sitt að segja. Tíðni krabbameina á
heimsvísu samkvæmt World Can-
cer Research Fund er algengara
í þróuðum löndum, en meðaltal
allra meina er 1,7 sinnum hærra
þar en í vanþróuðum ríkjum án
þess að vitað sé um fullnægjandi
skýringar. Sé horft til dauðsfalla
á heimsvísu telur Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin að rúmlega
60% þeirra megi rekja til svokall-
aðra lífsstílssjúkdóma og eru þær
tölur vaxandi.
Það má því með nokkurri kald-
hæðni segja að uppfinningarnar
létti okkur daglegt líf og geri það
þægilegra, en á sama tíma ýta
þær undir leti, ofát og hreyfing-
arleysi sem drepur okkur í meiri
mæli en við höfum áður þekkt.
Þess vegna eru þetta hættuleg-
ar uppfinningar fyrir heilsuna.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
mikilvægt að við séum meðvit-
uð um jafnvægi og það að nýta
uppfinningarnar okkur til góðs.
Hugsaðu um heilsuna og eigið
líf, þú fékkst einn líkama, berðu
virðingu fyrir honum svo hann
endist þér vel og lengi.
Hættulegar uppfi nn-
ingar fyrir heilsuna
Það má því með
nokkurri kaldhæðni
segja að uppfinningarnar
létti okkur daglegt líf og
geri það þægilegra, en á
sama tíma ýta þær undir
leti, ofát og hreyfingarleysi
sem drepur okkur í meiri
mæli en við höfum áður
þekkt.
Hugsjónin um jafnrétti
kynjanna er einn af horn-
steinum ríkisstjórnarinn-
ar. Til að tryggja að jafn-
réttismálin séu jafnan til
umræðu í breiðum hópi
ráðherra úr báðum stjórn-
arflokkunum er starfrækt
sérstök ráðherranefnd um
jafnrétti kynjanna undir
forystu forsætisráðherra.
Aldrei áður hefur jafnrétt-
ismálum verið gert jafn
hátt undir höfði af nokk-
urri ríkisstjórn hér á landi. Einstök
frammistaða Íslands á þessu sviði
— og vaxandi árangur ár frá ári
— hefur verið staðfestur af fjölda-
mörgun alþjóðastofnunum. Þeirra
þekktust er Alþjóða efnahagsráðið
sem hefur skipað Íslandi fjögur ár
í röð í efsta sæti í mælingum sínum
á jafnrétti í heiminum.
Fallnir múrar– brotin glerþök
Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara
um lagabókstaf og formleg réttindi
heldur ekki síður um hvort konur
eigi jafnan aðgang að völdum og
hafi jöfn áhrif á mótun samfélags-
ins. Þar höfum við þurft að fella
múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta
skipti í Íslandssögunni gerðist
það á þessu kjörtímabili að hlutur
kynjanna í ráðherraembættum varð
jafn og í fyrsta skipti gegna konur
embættum fjármálaráðherra og
forsætisráðherra.
Með lagabreytingum á árinu 2010
var konum ruddur vegurinn að stór-
auknum hlut í stjórnum hlutafélaga
og lífeyrissjóða með lögum um 40%
kynjakvóta sem taka gildi í sept-
ember á þessu ári. Áhrifa
þessarar lagabreyting-
ar er þegar farið að gæta
og konum í fararbroddi í
atvinnulífinu fer fjölgandi.
Núverandi ríkisstjórn er sú
fyrsta í sögunni sem nær
lögbundnum hlut kynjanna
í nefndum og ráðum á
vegum stjórnvalda.
Launamunur kynjanna
Þó dregið hafi úr launa-
mun kynjanna á kjörtíma-
bilinu er þar mikið verk óunnið.
Búið er að taka á kynbundnum
launamun í öllum ráðuneytum og
nýlega var samþykkt ítarleg fram-
kvæmdaáætlun um launajafnrétti
kynjanna sem inniheldur enn fleiri
róttækar aðgerðir á sviði launa-
jafnréttis. Starfandi er aðgerða-
hópur á vegum stjórnvalda og aðila
vinnumarkaðarins sem samræmir
aðgerðir í þeim efnum og vinnur að
innleiðingu jafnlaunastaðals sem
nú er tilbúinn, en unnið hefur verið
að á undanförnum árum.
Ný sókn er hafin
Með skýrri forgangsröðun ríkis-
stjórnarinnar var staðinn vörður
um almannaþjónustuna og atvinnu
kvenna og nú er það efnahagslega
svigrúm sem skapast hefur nýtt til
nýrrar sóknar m.a. til að hækka
aftur fæðingarorlofsgreiðslur,
barnabætur og lengja fæðingaror-
lofið í tólf mánuði. Þá hafa styrk-
veitingar hafist að nýju úr Jafn-
réttissjóði, sem var tímabundið
lagður til hliðar í kjölfar krepp-
unnar.
Gegn kynbundnu ofbeldi
Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi
hefur frá fyrsta degi verið á for-
gangslista ríkisstjórnarinnar.
Unnið hefur verið eftir fyrstu
aðgerðaáætlun Íslands gegn man-
sali, alþjóðlegir samningar gegn
mansali og gegn kynferðislegri
misnotkun á börnum hafa verið
fullgiltir og Evrópuráðssamningur
gegn kynbundnu ofbeldi undirrit-
aður af Íslands hálfu. Ákvæði sem
heimila brottflutning ofbeldis-
manna af heimili, hin svokallaða
austurríska leið, hafa verið leidd í
lög. Kaup á vændi hafa verið gerð
refsiverð og nektarstaðir bann-
aðir. Stutt hefur verið fjárhags-
lega við aðgerðir grasrótarsam-
taka, s.s. stofnun Kristínarhúss
og kaup Kvennaathvarfs á stærra
húsnæði og á þremur árum verð-
ur 114 milljónum króna varið til
vitundarvakningar um kynferðis-
legt ofbeldi gegn börnum. Þá eru
aðeins fáeinir dagar síðan ríkis-
stjórnin setti á fót samráðshóp til
þess að sporna gegn kynferðislegu
ofbeldi gegn börnum.
Þannig vinnast sigrarnir í jafn-
réttismálum, hver á fætur öðrum,
undir forystu okkar jafnaðar-
manna.
Jafnaðarstjórn í fjögur ár:
Sigrar í jafnréttismálum
JAFNRÉTTI
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
Fyrsta grein
➜ Þeirra þekktust er
Alþjóða efnahagsráðið sem
hefur skipað Íslandi fjögur
ár í röð í efsta sæti í mæl-
ingum sínum á jafnrétti í
heiminum
Flóttatúristar
Auðvitað má ræða misnotkun á kerfinu. Spurningin er hinsvegar hver á að
gera það, á hvaða vettvangi og í hvaða samhengi. Reiði almennings í garð for-
stjóra Útlendingastofnunar stafar ekki af því að fólk sem misnotar kerfið sé
tabú, heldur af því að undantekningar eru notaðar sem réttlæting fyrir seina-
gangi og vondum vinnubrögðum. Þau vandamál eru á ábyrgð stofnunarinnar
en stafa ekki af því að mikill fjöldi ævintýramanna sé í heimsreisu á kostnað
skattgreiðenda. Það er einnig smekkleysa að setja þá sem flýja örbirgð í sama
flokk og svikahrappa.
http://blog.pressan.is/evahauks/
Eva Hauksdóttir
Myrkur af mannavöldum
Í kosningunum í vor verður kosið um myrkur af mannavöldum. Þögull meiri-
hluti þjóðarinnar á þá kost á að hleypa pólitískum bófaflokkum að völdum.
Þeim sem settu okkur á hausinn með trylltri einkavinavæðingu fjármála,
eftirlitsleysi með gæludýrum þeirra í bönkunum og furðulegri stjórn Seðla-
bankans. Næst munu bófaflokkarnir ryðjast með stórvirkar vinnuvélar á
Reykjanesskagann og eyða fegurstu stöðum á mesta ferðamannasvæði
landsins. Þeir munu stöðva tilraunir til gegnsæis í stjórnsýslu, svo ekki verði
hróflað við gamalkunnu gerræðinu. Stjórnarskráin verður fryst af sömu
ástæðu. Myrkur verður af mannavöldum.
http://www.jonas.is/
Jónas Kristjánsson
AF NETINU