Fréttablaðið - 22.01.2013, Page 18

Fréttablaðið - 22.01.2013, Page 18
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Vissir þú að fleiri en átta milljón- ir nemenda hafa tekið þátt í verk- efnum gegnum Fransk-þýsku ung- mennaskrifstofuna, og að fleiri en 61.000 tóku þátt í nemendaskiptum milli Frakklands og Þýskalands bara á árinu 2011? Það vita ekki allir að nú til dags er það hefðbundin iðja hjá þýskum og frönskum ráðuneytum að taka á móti opinberum starfsmönnum frá hinu landinu í starfaskipti. Þeir vinna eins og næsti starfsmaður og oft á æðstu stigum, t.d. á skrifstofu ráðherra í þýska eða franska utan- ríkisráðuneytinu. Fransk-þýska sjónvarpsstöðin Arte hefur frá stofnun, árið 1990, boðið upp á sjónvarpsefni af mikl- um gæðum og af fjölbreyttu tagi, frá báðum löndunum. Hún er í dag viðmið annarra í framúrskarandi sjónvarpsframleiðslu. Sameiginleg hersveit landanna tveggja var sett á laggirnar árið 1989 og er í dag fordæmi annarra í náinni samvinnu milli landa í öryggis- og varnarmálum. Hver er grunnurinn að þessari farsælu samvinnu? Fyrir nákvæm- lega 50 árum, 22. janúar 1963, ein- settu Charles de Gaulle og Konrad Adenauer sér að ganga veg sátta Frakklands og Þýskalands. Þetta var söguleg stund, þrungin tilfinn- ingum. De Gaulle og Adenauer gerðu sér fulla grein fyrir því að þeir væru að móta framtíðarsam- skipti landanna tveggja, sem og Evrópu allrar. Síðan 1963 hafa bönd þjóða okkar vaxið og dafnað á öllum sviðum: stjórnmálum, öryggis- og efna- hagsmálum, ungmennaskiptum og menningartengslum. Á öllum stigum Samskiptin eiga sér stað á öllum stigum: skólar okkar hafa t.d. sameiginlegt próf, sambærilegt menntaskólapróf, AbiBac-próf- ið, sem tryggir að stúdentar tala tungumál hins landsins. Við höfum m.a.s. sameiginlega námsbók í sögu, með sama efni og sömu upp- setningu, um sögu Evrópu frá forn- öld til nútímans. Héruð okkar og bæjarfélög eru tengd saman með 2.200 vinabæjartengslum, sem er ein besta leiðin til að styrkja sam- bandið milli einstaklinga. Á efnahagslega sviðinu eru þó nokkrir snertipunktar. Sem dæmi hittast, á hverju ári, um það bil 50 forstjórar fyrirtækja á sameigin- legum fundum í borginni Evian, til að ræða málefni sem snerta bæði löndin og til að styrkja tengslin. Samvinnan nær á hæstu stig: rík- isstjórnir landanna eiga sameigin- legt ráð þýskra og franskra ráð- herra, þar sem forseti Frakklands og kanslari Þýskalands hafa haft forsæti tvisvar á ári síðan 2003. Þetta er tækifæri fyrir ráðamenn beggja landa til að skiptast á skoð- unum og bera saman stefnu sína. Élysée-samningurinn ruddi brautina fyrir uppbyggingu Evr- ópu eins og hún leggur sig, en lagði einnig línurnar í tvíhliða samvinnu og setti markmið fyrir áratugina fram undan. De Gaulle og Adenauer voru framsýnir og lögðu áherslu á að byggja upp traust og brúa bilið milli ungu kynslóðarinnar í báðum löndunum. Angela Merkel kanslari og Francois Hollande forseti munu hittast í dag, ásamt þingmönnum og ráðherrum beggja landa, til að fagna þessum merka degi og halda upp á vináttu Frakklands og Þýska- lands. Í september á síðasta ári ýttu leiðtogarnir úr vör sameiginlegu ári Þýskalands og Frakklands, sem skartar mörgum litríkum viðburð- um og nær hápunkti í 50 ára afmæli Fransk-þýsku ungmennaskrifstof- unnar (frekari upplýsingar á www. elysee50.de og www.elysee50.fr). Af þessu sérstaka tilefni vilj- um við gera hátt undir höfði styrk og dýpt sambands Frakklands og Þýskalands. Söguleg mynd kemur oft upp í hugann í þessu samhengi: franski forsetinn Francois Mitt- erand og þýski kanslarinn Helmut Kohl, standandi hönd í hönd, 22. september 1984 í Douaumont, nálægt Verdun, 70 árum eftir upp- haf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þýskaland og Frakkland eru stofnmeðlimir Evrópusambands- ins. Á síðustu mánuðum höfum við unnið saman, ásamt öðrum Evrópu- löndum, við að koma á markvissum aðgerðum til að yfirstíga erfiðleika evrunnar, þannig að lönd sem eiga í erfiðleikum geti minnkað halla sinn. Að auki voru Frakkland og Þýskaland í fremstu línu þegar kom að samþykkt aðgerða til að koma hagvexti, fjárfestingu og atvinnu- lífi aftur af stað, sem og að gera Evrópulöndin samkeppnishæfari. Elysée-samningurinn 50 ára Málefni flóttafólks og hæl- isleitenda hafa verið í deigl- unni að undanförnu. Alls- konar fólk leggur á flótta frá heimalandinu vegna allskonar ástæðna. Sumir eiga beinlínis ekkert rík- isfang og eiga því hvergi heima. Aðrir eru að flýja stríðsátök eða ofbeldi. Málaflokkurinn er við- kvæmur eins og sagt er. Það var því með ólíkindum að heyra viðtal við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, þar sem hún gaf í skyn að sumir sem leituðu hælis á Íslandi væru einhverskon- ar túristar sem væru að „kynnast landi og þjóð og fá frítt uppihald“. Þessi ummæli Kristínar Völund- ardóttur, forstjóra Útlendingastofn- unar, bera vott um fordóma og eru ósæmileg manneskju sem gegn- ir forstjórastöðu innan stjórnsýsl- unnar. Ummælin eru greinileg vís- bending um hugarfar mismununar. Góður prófsteinn á að meta slíkt er að taka hópinn sem um ræðir út og setja annan inn í staðinn. Hvað þætti ykkur t.d. um ef þessi setn- ing kæmi frá yfirlækninum á Vogi: „Margir sem leita til okkar vilja kynnast fólki og fá frítt uppihald.“ Óþægilegar spurningar Þótt málflutningur Kristínar Völ- undardóttur, forstjóra Útlendinga- stofnunar, veki upp óþægilegar spurningar er ljóst að hann er í anda fyrrverandi dómsmálaráð- herra, Björns Bjarnasonar, sem hefur opinberað skoðun sína að hlutverk Útlendingastofnunar sé að „bægja flóttafólki frá landinu“. Við Íslendingar getum gert miklu betur þegar kemur að því að veita flóttafólki og hælisleit- endum landvistarleyfi. Við eigum að miða okkur við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum og taka þátt í því að lina þjáningar þeirra þúsunda sem eru á vergangi vegna átaka eða ofbeldishótana. Ég fullyrði að flestir sem leita til Íslands í von um hæli og betra líf, gera það ekki að gamni sínu. Sumir taka ekkert með sér hingað nema umkomuleysið, geta ekki gert sig skiljanlega og með blóðugu hjarta treysta þeir á hjálp ókunnugs fólks. Það er hverri manneskju hollt að reyna að setja sig í þessi spor. Ég held að enginn þeirra 115 ein- staklinga sem leituðu til Útlend- ingastofnunar í von um hæli, hafi verið túristi. Þrátt fyrir allt er eitt gott við ummæli Kristínar Völ- undardóttur, forstjóra Útlendinga- stofnunar. Þau varpa ljósi á hugs- unarháttinn sem einkennir afstöðu „kerfisins“ gagnvart hælisleitend- um og flóttafólki. Málaflokkurinn er í fullkomnum ólestri hvar sem á er litið. Dómar eru ranglátir, máls- meðferð hælisleitenda er óvilhöll, aðbúnaður hælisleitenda er skamm- arlegur og víða í samfélaginu gras- sera fordómar gagnvart hælis- leitendum. Orð sjálfs yfirmanns Útlendingastofnunar eru sorglegt dæmi sem styðja þá fullyrðingu. Eru hælisleitendur túristar?UTANRÍKISMÁL Thomas Hermann Meister sendiherra Þýskalands FLÓTTAMENN Teitur Atlason f. h. Samtaka áhuga fólks um mál fl óttamanna ➜ Síðan 1963 hafa bönd þjóða okkar vaxið og dafnað á öllum sviðum ➜ Ummælin eru greinileg vísbending um hugarfar mismun- unar. Marc Bouteiller sendiherra Frakklands eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. F ÍT O N / S ÍA Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.