Fréttablaðið - 22.01.2013, Page 19

Fréttablaðið - 22.01.2013, Page 19
Íslendingasögur eru Óttari Guð-mundssyni geðlækni hugleiknar. Skemmst er að minnast útgáfu bókar hans, Hetjur og hugarvíl, sem fjallar um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í Íslendingasögunum. Kynlíf hefur einnig skipað nokkurn sess á ferli Óttars en hann gaf út Íslensku kynlífsbókina árið 1990 auk þess sem hann hefur haldið fyrirlestra um kynlíf af ýmsum toga í gegnum tíðina. Óttar sameinar þessi tvö áhugamál sín í fyrirlestrinum Kynlíf í Íslendingasögum sem hann heldur á hádegisverðarfundi á Læknadögum í Hörpunni á fimmtudaginn. „Raunar er ekki úr miklu að moða,“ viðurkennir Óttar en bætir við að stór hluti fyrirlestrarins fari í að skýra út af hverju svo lítið er fjallað um kynlíf í Íslendingasögunum. „Það er meðal annars rakið til ákveðinna kristinna viðhorfa. Í frumkristni og þeirri kristni sem var við lýði eftir kristnitöku var mjög kynlífsfjandsamlegt andrúmsloft sem fólst í því að lostinn væri kominn frá hinum vonda. Mesta böl mannsins var syndafallið og brottreksturinn úr Paradís sem stafaði af lostanum og því að konan óhlýðnaðist drottni,“ útskýrir Óttar. Hann bætir við að áhrifa kynlífs- fjandsamlegra viðhorfa kirkjunnar hafi einnig gætt í þeim klaustrum þar sem Íslendingasögur voru skrifaðar. Óttar segir að þær litlu kynlífslýs- ingar sem sé að finna í sögunum séu þó oft og tíðum frjálslegar. „Það er greini- legt að menn reyna að komast fram hjá þessari andúð kirkjunnar,“ segir hann og tekur sem dæmi að mikinn kynferðis- legan undirtón sé að finna í Njálssögu og víðar. „Menn þorðu samt ekki að hneyksla eða valda óróleika meðal kirkj- unnar manna og því er lítið um berorð- ar lýsingar.“ Hann tekur þó dæmi um eina slíka. „Hún er fræg lýsingin á viðskiptum Hrúts Herjólfssonar og Gunnhildar kóngamóður í Njálu. Maður veit ná- kvæmlega hvað höfundur er að fara þegar hann segir að Gunnhildur hafi bent Hrúti að koma með sér. Hann fer með henni í svefnloft þar sem hann er með henni við ákveðna iðju í marga daga og þau neyta vart svefns né matar fyrir losta og ákefð.“ Óttar hefur síður en svo lagt Íslend- ingasögurnar á hilluna. „Ég er alltaf að reyna að finna nýja og nýja fleti á þeim og kannski verður þetta efni í næstu bók,“ segir hann glettinn. ■ solveig@365.is BRAUÐ ER EKKI FITANDI Sumir telja að brauð sé fitandi. Það er þjóðsaga því brauðið er ekki meira fitandi en önnur matvara. Það er hins vegar fitandi að borða of mikið. Gróf brauð eru með hátt hlutfall trefja sem er gott fyrir meltinguna og dreg- ur úr hungurþörf. Brauðið er kolvetnaríkt og gefur orku. KYNLÍFIÐ HEILLAR Óttar Guðmundsson geðlæknir segir lítið fjallað um kynlíf í Íslend- ingasögum og greinir ástæður þess í hádegis- fyrirlestri í vikunni. MYND/GVA KYNFERÐISLEGUR UNDIRTÓNN LÆKNADAGAR 2013 Óttar Guðmundsson geðlæknir heldur fyrirlesturinn Kynlíf í Íslendingasögum á hádegisverðarfundi á fimmtudaginn. Fundurinn er hluti af dagskrá Læknadaga 2013 í Hörpunni. Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is Airfree lofthreinsitækið Gegn myglugró og myglusveppi Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 e irberg.is 12 ÁRA VELGENGNI Á ÍSLANDI ÚTSALA Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. 11.00-15.00 • www.friendtex.is • praxis.is • soo.dk 40–70% afsl. Ótrúleg tilboð í gangi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.