Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 20
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 ■ SINADRÁTTUR Sinadráttur er hvimleiður vöðva- krampi sem getur hrjáð fólk á öll- um aldri. Orsakir sinadráttar geta verið ýmsar, meðal annars skortur á magnesíum og/eða skortur á E-vítamíni, hreyfing- arleysi eða mikið álag á vöðva. Þá er vökva skortur talinn geta or- sakað sinadrátt og einnig skortur á söltum. Gott er að teygja á vöðv- anum á móti sinadrættinum, svo sem að grípa í tær og toga á móti sinadrætti í kálfa eða il. Einnig er gott að hreyfa sig, drekka vatn og borða magnesíumríka fæðu, svo sem avókadó, möndlur og grænt grænmeti. Þá hjálpar mörgum að borða einn banana á dag. Bananar innihalda kalíum en skortur á því getur leitt til vöðvakrampa og þreytu í vöðvum. Heimild: heilsa.is og heilsubankinn.is GOTT RÁÐ VIÐ VÖÐVAKRAMPA handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is ÚTSALA HAFIN! Breyttur afgreiðslutími. Opið er mánud. til föstud. 11:00-18:00. Laugardaga 12:00-15:00. Skipholti 29b • S. 551 0770 Mígreni Þjáist þú af eða einhver sem þú þekkir Nýtt á Íslandi Vísindalega sannað að MigreLief gagnast við mígreni Fæst í Lyfjaborg Borgartúni 28 - Sími 553-8331 Náttúrulegt v í tamín fæðubótarefni æt lað mígrenis júkl ingum fæst án ly fseði ls . Umboðsaðili á Íslandi: Vitex ehf - www.vitex.is Hrönn hefur starfað í tólf ár á gjörgæsludeild Landspítalans. Henni þykir gaman í vinnunni og vill helst ekkert annað gera en að starfa við hjúkrun. „Frá því ég man eftir mér ætlaði ég að verða hjúkrunarfræðingur. Starfið er mjög skapandi og gefandi og ég mun ekki hætta í hjúkrun þó svo ég hætti hér,“ segir Hrönn Birgisdóttir sem er einn af um 280 hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa upp störfum á Landspítal- anum. Spurningin er bara hvar hún ætli að starfa ef ekki á Íslandi? „Ég er í 90% starfi á þrískiptum vöktum. Það er fáheyrt að fólk sé í 100% starfi enda þarf alltaf smá tíma til að skipta á milli dag og nætur- vakta. Síðastliðið rúmt ár hef ég farið átta sinnum til Noregs, viku í senn, til að vinna. Ein vika skilar mér hærri upphæð en ég fæ fyrir mánaðarvinnu á Íslandi. Með því að þjappa saman vöktum og nýta sumarfrí hefur þetta gengið upp.“ Fjöldi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna nýtir sér þennan möguleika en um fjórð- ungur hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu- deild hefur nýtt hluta sumarfrís og farið til Noregs í atvinnuskyni. Hrönn er ein- stæð móðir og fyrir nokkru flutti barns- faðir hennar til Svíþjóðar með sambýlis- konu sinni, sem er læknir. „Ég hef verið að skoða flutning þangað eða til Noregs. Þannig getur dóttir okkar verið nær föð- ur sínum og ég fengið vinnu við hjúkrun sem er mun betur borguð.“ Ástæður þess að Hrönn hefur sagt upp eru einfaldar. „Ég næ bara varla endum saman. Þegar ég er búin að borga alla mína reikninga á ég sáralítið eftir. Fólk er bara búið að fá nóg. Það er meira álag á starfsfólki, ekki kallað út aukafólk ef upp koma veikindi, minni yfirvinna. Aðstaða og tækjakaup hafa setið á hakanum ásamt fleiru. Við vorum aldrei í neinu góðæri hér á spítalanum fyrir hrun svo við finnum virkilega fyrir þessu.“ Hrönn segir lítið ganga í viðræðum hjúkrunarfræðinga og stjórnenda spítalans. „Ég set þær kröfur að það verði gerður stofnanasamningur og að sérnám sé metið. Ég vil fá að lifa á laun- unum mínum og geta búið á Íslandi. Viðskiptafræðingar hjá ríkinu eru með hærri heildarlaun en við sem erum með meiri menntun og vinnum á þrískiptum vöktum. Samt vinnum við hjá sama vinnuveitanda.“ ■ vidir@365.is BÚIN AÐ SEGJA UPP BETRI LAUN SKILYRÐI Hrönn Birgisdóttir starfar á Landspítalanum í Foss- vogi. Eftir fimm ára nám í hjúkrun og tólf ára starf á gjörgæsludeild duga laun hennar rétt fyrir hefðbundnum reikningum. NÆR EKKI ENDUM SAMAN Hrönn segist gjarnan vilja geta búið á Íslandi og starfað við hjúkrun. Hún nær þó ekki endum saman á þeim launum sem í boði eru. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.