Fréttablaðið - 22.01.2013, Síða 25
5
Berja Galdur er eplaedik með
Aðalbláberjum. Aðalbláber
eru sérstaklega rík af C og
E vítamínum sem bæði eru
andoxunarefni sem vinna gegn
hrörnun líkamans, eins og auknum
hrukkum og versnandi sjón.
Hvannar Galdur er eplaedik með
hvönn. Rannsóknir benda til þess
að hvönnin styrki ónæmiskerfið,
enda hefur hún verið notuð öldum
saman hér á landi sem vörn gegn
kvillum, veirum og kvefi. Þá er hún
talin bæta meltinguna, vera verk og
vindeyðandi og virka gegn kvíða og
streitu.
Birki Galdur er eplaedik með
birki. Birki er vel þekkt sem
lækningajurt. Birkið er talið
hreinsandi (lifrin), vatnslosandi,
bólgueyðandi og blóðhreinsandi.
Það hefur einnig verið notað við
gigt og er talið vinna gegn alls
kyns exemi.
Sími: 552 6500
Naturtint er laust við Ammoníak, Resorcinol og Parafín
Naturtint notar alþjóðlega vottuð náttúruleg og lífræn
efni sem byggja upp og vernda hárið
Naturtint býður upp á 30 liti sem blanda má saman
Naturtint gerir hárið mjúkt, glansandi og sterkt
Naturtint er einstaklega auðvelt í notkun
NATURTINT
NATURTINT hárvörurnar eru alveg lausar við óæskileg eitur- og
aukaefni sem finna má í mörgum hárvörum og hárlitarnarefnum
Náttúrulegir hárlitir án skaðlegra aukaefna!
NATURTINT hárvörurnar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra
verðlauna og viðurkenninga fyrir gæði og hreinleika!
Græn tækni
Til háralitunar með
alþjóðlega vottuðum
og sérvöldum nát-
túrulegum og
lífrænum efnum
til litunar!
Nýtt kryddnámskeið
sem bragð er að
Anna Rósa grasalæknir hefur
starfað sem grasalæknir í yfir 20
ár og á þeim tíma haldið fjölda
vinsælla námskeiða um lækninga-
jurtir. Hún er núna búin að þróa
nýtt námskeið um krydd sem eru
henni mjög hugleikin enda eru
allar kryddjurtir líka lækninga-
jurtir. Á kryddnámskeiðinu mun
hún fjalla um margar tegundir af
kryddum þar á meðal túrmerik,
engifer og kanil sem í dag eru
vinsæl fæðubótarefni, en þessi
krydd hafa mikið verið rannsökuð
af vísindamönnum undanfarin
áratug. Eins verður fjallað um
kardimommur, negul, svartan
pipar og múskat svo dæmi sé
tekin. Á kryddnámskeiðinu
verður sýnikennsla í að búa til
túrmerikmjólk, sterkt kryddte
(chai) og orkukúlur úr jurtum en
það er aðferð sem ekki hefur verið
kennd áður á Íslandi svo vitað sé
til. Kryddnámskeiðið verður
haldið í Heilsuhúsinu þann 18.
febrúar næstkomandi.
ÞRÍR NÝIR GALDRAR
Villimey hefur sett á markað þrjár nýjar vörur sem fást nú í Heilsuhúsinu. Villimey er alíslensk fram leiðsla
og vörur fyrirtækisins eru vottaðar lífrænar vörur úr íslenskum jurtum, handtíndum á lífrænt vottuðum
svæðum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrirtækið hefur hingað til verið þekktast fyrir smyrslin sín
eins og Bumbugaldur, Húðgaldur, Vöðva- og liða galdur, Sáragaldur og Varagaldur. Nýju vörurnar eru
af allt öðrum toga og afar spennandi nýjung á heilsuvörumarkaðnum. Um er að ræða lífrænt eplaedik
(Túnvottað) í þremur ólíkum útfærslum sem ber heitið Galdur. Galdrarnir eru blandaðir í vatn, 1-2 msk af
Galdri í senn, 20-30 mínútum fyrir mat.
Eplaedik er almennt talið
hreinsandi og stuðla að betri
meltingu ásamt því að innihalda
vítamín, steinefni og annað sem
gerir líkamanum gott og þessar
þrjár nýju vörur eru því vægast
sagt afar spennandi.
Konan á bak við vörumerkið
Villimey er Aðalbjörg
Þorsteinsdóttir, Tálknfirðingur
og náttúrubarn. Hún hugsaði
upphaflega smyrslin eingöngu
til eigin nota, fyrir sig og sína,
en fljótlega spurðist virkni þeirra
út og Aðalbjörg tók skrefið og
setti smyrslin sín á markað undir
Villimeyjarmerkinu. Eplaedikið
hefur verið í þróun frá árinu
2008 og því óhætt að fullyrða að
Aðalbjörg vilji prófa vörurnar
og gefa sér góðan tíma í ferlið.
Enda hefur hún alltaf haft það
að leiðarljósi að vörurnar hennar
bæti heilsu og vellíðan fólks.
20%
AFSLÁTTUR
N
Ý
J
U
G
A
L
D
R
A
RN
IR
FRÁ
VILLIMEY ERU
Á
20%
K
Y
N
N
IN
G
A
R
T
IL
B
O
Ð
I Í HEILSUHÚSIN T
IL
2.
FE
B
R
Ú
A
R
Nýju Galdrarnir frá Villimey eru á 20% kynningartilboði í Heilsuhúsin til 2. febrúar