Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 22.01.2013, Qupperneq 38
22. janúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26MENNING TÓNLEIKAR ★★★★ ★ Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands Verk eftir Grieg, Mozart, Strauss og Haydn. Einsöngvari: Sally Matthews, stjórnandi: Eivind Aadland. HARPA, FÖSTUDAGINN 18. JANÚAR Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á föstudagskvöldið byrj- uðu ekkert sérstaklega vel. Á efnis- skránni var fyrst Holberg-svítan eftir Grieg sem strengjasveit Sin- fóníunnar lék undir stjórn Eivind Aadland. Spilamennskan var stund- um ónákvæm. Sumar einleikshend- ingar voru ómarkvissar og margt í samspilinu fremur loðið og klaufa- legt. Verkið eftir Grieg er í „gömlum stíl“. Það var samið í tilefni 200 ára afmælis norska leikritaskáldsins Ludvigs Holberg. Grieg fannst við hæfi að semja verk í anda tónlistar- innar sem var í tísku þegar Holberg var uppi. Slík tónlist einkennist af formfestu, tærleika og yfirvegun. Það verður að skila sér í flutningn- um. Því miður gerði það ekki hér. Mun meira var varið í næsta atriði. Þá steig fram á sviðið sópran- söngkonan Sally Matthews og söng fjórar aríur eftir Mozart. Rödd- in var stórkostleg. Raddsviðið var óvanalega breitt. Svo breitt að það var erfitt að staðsetja röddina, setja hana í tiltekinn bás. Dýptin var meiri en maður á að venjast hjá sópransöngkonu. Samt var hæðin ótrúlega skær og glæsileg. Svo var túlkunin líka sannfærandi. Söng- urinn var tilfinningaþrunginn, en samt léttur, í anda Mozarts. Hljómsveitin lék mun betur, sér- staklega verður að nefna horna- blástur Joseph Ognibene, sem var yfirleitt fallegur. Hornið var í veiga- miklu hlutverki í einni aríunni. Aukalagið var magnað, Morgen eftir Richard Strauss. Matthews söng það af sjaldheyrðri innlifun, draumkenndri fegurð og mýkt sem unaðslegt var að upplifa. Konsert- meistarinn Sif Tulinius, sem átti mikilvægt sóló, stóð sig einnig vel. Síðast á dagskránni var sinfónía nr. 104 eftir Haydn. Það er mergjað verk, fullt af skemmtilegum hug- myndum sem eru meistaralega vel útfærðar. Þær þróast í alls konar áttir, en samt er rökfestan fullkom- in – það gengur allt upp í tónmálinu. Hljómsveitin spilaði ágætlega. Flest var prýðilega samtaka, ólíkir hljóð- færahópar léku af öryggi og fag- mennsku. Túlkunin var líka kraft- mikil og grípandi, lifandi og fjörleg. Svona á Haydn að hljóma. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Grieg hefði getað verið betur spilaður, en annað var verulega áhrifamikið. Frábær söng- kona. Stórkostleg rödd SALLY MATTHEWS Reykjalundarkórinn er blandaður kór sem æfir á miðvikudagskvöldum kl. 20 í háttíðarsal Reykjalundar. Aldrei of seint að byrja, allir velkomnir. Stjórn Reykjalundarkórsins. Upplýsingar: Anna Rósa 856 6011 og Kristín 844 3603. Reykjalundarkórinn vantar söngfólk. „Við Hallfreður vorum um hálft ár í Íslendingabyggðunum vestan hafs og var alls staðar vel tekið þó ekki vildu alveg allir tala inn á segulband, eins og gengur,“ segir Olga María Franzdóttir. Hún var manni sínum, Hallfreði Erni Eiríkssyni, til aðstoðar við að safna þjóðfræðiefni meðal Vestur- Íslendinga um hálfs árs skeið 1972- 1973. Nú er úrval þess komið út á bók, Sögur úr Vesturheimi. Í henni eru frásagnir úr daglegu lífi og af dulrænum fyrirbærum, einnig smáskrýtlur, lausavísur og þættir af einkennilegum mönnum. Stíll- inn er þannig að allt er birt eins og það kom af munni fólks. „Það eru magnaðar sögur í þessari bók og miklar heimildir,“ segir Olga. „Flestir viðmælendur okkar voru af annarri kynslóð Vestur-Íslend- inga. Þeir lærðu íslensku á æsku- heimilinu en sumir voru farnir að blanda ensku saman við, enda flestir komnir á efri ár þegar við- tölin voru tekin og eru allir dánir núna nema ein kona.“ Þau Hallfreður Örn og Olga voru um jól og áramót vestra. „Við vorum á móteli í Vancouver á jól- unum en hittum Íslendinga og um áramótin dvöldum við hjá prófess- or Ríkharði Bech og konu hans á Viktoruíueyju,“ segir Olga. „Við komum til þeirra á afmæli Hall- freðar 28. desember og Ríkharð- ur spurði þegar hann hitti okkur: Hvað ert þú gamall Hallfreður og hann svaraði: „Ég er nú fjörutíu ára í dag.“ Bech-hjónin efndu til afmælisveislu og Ríkharður gaf Hallfreði bindi sem hann sjálfur hefur ábyggilega fengið í jólagjöf.“ Það var nákvæmlega fjörutíu árum síðar sem bókin Sögur úr Vesturheimi kom út í minningu Hallfreðar Arnar sem lést 17. júlí 2005. Stofnun Árna Magnússon- ar í íslenskum fræðum gaf bók- ina út en Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna. „Gísli er búinn að vinna mikið og gott starf og ég er þakk- lát honum og öllum sem eiga þátt í þessu verki, bæði lifandi og látn- um,“ segir Olga sem tók flestar myndirnar í bókinni. „Ég var bara með kassamyndavél og við vorum með lampa sem við settum í sam- band til að reyna að lýsa á fólkið. En myndirnar urðu betri en ég þorði að vona.“ Olga er tékknesk og kom hingað til lands sem eiginkona Hallfreð- ar Arnar 1963, hann hafði farið í Allt birt eins og það kom af munni fólks Bókin Sögur úr Vesturheimi geymir efni sem hjónin Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Franzdóttir hljóðrituðu meðal Vestur-Íslendinga fyrir fj örutíu árum. Olga María segir bókina geyma magnaðar sögur og miklar heimildir. OLGA MARÍA „Flestir viðmælendur okkar voru komnir á efri ár þegar viðtölin voru tekin og eru allir dánir núna nema ein kona,“ segir hún. „… norður á Vatni, og hann (eiginmaður Ólínu) var þá norður í Morris Landing. Og, og þar kom allt í einu svo mikill stormur og allir bátarnir hleyptu undan. En hann fór einn, hugsaði ekki um annað en að komast heim, heim að, að, að lendingunni, heim að kampnum (verstöð fiski- manna). Hann hafði brída (kynblending) til að vinna fyrir sig og sextán ára dreng. Og brídinn var lagstur niður í vatnið og hættur að ausa. Svo sagðist, sagðist hann hafa barið hann til að gera hann reiðan og reis hann upp til að ausa. Svo sagðist hann hafa sagt við drenginn, sem var íslenskur og var sextán ára, – hann seg-, sagðist hafa sagt við hann: „Varst þú ekki hræddur Frank?“ „Nei, ég sá að þú varst ekki hræddur.““ Sögn Ólínu Benson Gimli, EF 72/15 Í lífsháska norður á Vatni þjóðfræðinám til Prag. Hún starf- aði í aldarfjórðung á Hagstofu Íslands og hefur líka unnið að þýð- ingum. „Haraldur Bessason sem var prófessor við Manitóba háskóla þegar við vorum vestra var okkur mikil hjálparhella. Hann sagði að það hefði aðeins komið fyrir að Vestur-Íslendingar töpuðu ensku- kunnáttunni þegar þeir fóru að gleyma sér,“ segir Olga og bætir við: „Ég hugsa stundum um það hvenær ég fari að tapa íslensk- unni og byrji að tala eintóma tékk- nesku. Það gæti gerst, en ég hugga mig við að nú starfar svo margt fólk frá slavneskum málsvæðum hér á elliheimilunum að það bjarg- ar mér.“ Þess má geta að hægt er að hlusta á hljóðritanirnar á vef Árnastofnunar: www.arnastofnun. is/sogururvesturheimi. gun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.