Fréttablaðið - 22.01.2013, Síða 48
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
1 Riddari götunnar lést eft ir árás
2 Langaði að geta kysst börnin sín
góða nótt
3 Snæfríður Baldvinsdóttir bráðkvödd
4 Hengdir í almenningsgarði öðrum til
varnar
5 Rændi bíl af öldruðum manni með
ofb eldi– lést örfáum dögum síðar
6 Tilræðið sagt sviðsett
Fögnuðu frumsýningu
á Kalda bar
Kvikmyndin XL var frumsýnd í
Kringlubíói á föstudagskvöld. Myndin
er fyrsta íslenska kvikmyndin sem
frumsýnd er á árinu og fjallar um
örlagatíma í ævi þingmanns sem er
skikkaður í meðferð. Ólafur Darri
Ólafsson fer með hlutverk þing-
mannsins en María Birta Bjarna-
dóttir leikur ástkonu hans. Aðstand-
endur myndarinnar færðu sig svo úr
Kringlubíói á Kalda bar á Klapparstíg
eftir frumsýninguna, þar sem María,
Ólafur og félagar fögnuðu fram eftir
nóttu. - kg, þeb
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
afi
@
m
i.i
s
Liggja ekki á liði sínu
Edduverðlaunin, uppskeruhátíð
sjónvarps- og kvikmyndafólks, verða
afhent 16. febrúar. Alls voru eitt
hundrað kvikmynda- og
sjónvarpsverk send inn
til Eddunnar í ár en
innsendingarfrestur rann
út fyrir hálfum mánuði.
Eins og fyrri ár er hefur
framleiðslufyrirtækið
Saga Film veg og vanda
af skipulagningu hátíð-
arinnar. Þar er í ýmis horn
að líta, til dæmis þarf að
finna fólk til að afhenda
sigurvegurum kvöldsins
verðlaunagripina. Það
verður þó líklega létt verk
og löðurmannlegt; fregnir
herma að framleiðslufyrir-
tækinu hafi borist fjöldi
tölvuskeyta frá fólki úr
bransanum sem vill gjarnan
leggja hátíðinni lið og
afhenda styttur og láta sumir
jafnvel fylgja með ítarlegan
rökstuðning um hvers vegna
þeir væru heppilegir í það
hlutverk.