Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 23

Fréttablaðið - 24.01.2013, Síða 23
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2013 | SKOÐUN | 23 Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Þú hefur ekki enn svarað erindum mínum frá 9. og 23. sept. 2012. Síðara bréf- ið hljóðaði svo: „Ágæta Jóhanna 9. september sendi ég þér tölvupóst varðandi áform um aðgengi að Þrí- hnúkagíg. E.t.v. hefur hann farið fram hjá þér í öllu annríkinu, allavega hefur mér ekki borist svar. Sama dag sendi ég Svandísi Svavarsdótt- ur póst um sama málefni. Hún svaraði mér strax og benti mér á að hafa samband við þig vegna þess að Þríhnúkagígur er innan þjóðlendu og því í þinni umsjá. Þetta vissi ég reyndar og hafði þess vegna þá þegar sent þér póstinn. Hafði líka nefnt þetta í grein í Fréttablaðinu 21/8, sem fjallaði um nátt- úruspjöll af völdum Þríhnúka ehf. við Þrí- hnúkagíg. Þríhnúkagígur er innan lögsögu Kópa- vogs en er jafnframt innan fólkvangs og þjóð- lendu. Svo virðist sem bæjarstjórn Kópavogs sé reiðubúin að afhenda einkafyrirtækinu Þríhnúkum ehf. náttúruperluna Þríhnúka- gíg til að hafa að féþúfu. Mér er það með öllu óskiljanlegt að menn geti hreinlega afhent einkaaðilum náttúruperlur landsins og látið vinna tjón á þeim. Getur hver sem er feng- ið í sína umsjá náttúruperlu úr þjóðlendu, unnið á henni spjöll og selt svo ferðamönn- um aðgang til að verða sjálfur ríkur? Í þessu máli virðist þú, sem umsjáraðili þjóðlendna, vera síðasti öryggisventillinn til að vernda hagsmuni þjóðarinnar gegn óskiljanlegum ákvörðunum misviturra bæj- arstjórnarmanna. Forsætisráðherra þarf að veita leyfi sitt fyrir fyrirhuguðum fram- kvæmdum í og við Þríhnúkagíg sem ég tel ekki vera neitt annað en stórkostleg land- spjöll. Ég fæ ekki betur séð en að þér beri skylda til að kynna þér málið og taka afstöðu. Sjálfur hyggst ég skrifa meira um málið í Fréttablaðið. Ég veit að þú hefur margt á þinni könnu og að velferð þjóðarinnar er þér ofarlega í huga. Verndun Þríhnúkagígs og nágrennis hans snýst einmitt um velferð komandi kyn- slóða sem þarna eiga að geta notið útivistar á ósnortnu víðerni aðeins steinsnar frá höf- uðborgarsvæðinu. Sem ósnortið víðerni er svæðið ómetanleg auðlind og hennar verður að gæta. Þú ert þar í lykilstöðu. Ég óska eftir svari frá þér. Með vinsamlegri kveðju, Björn Guðmundsson“ Þannig hljóðaði ítrekun mín. Truflandi þögn Nýlega sendi Skipulagsstofnun frá sér álit um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhug- aðra framkvæmda við Þríhnúkagíg. Einstak- lingar, félagasamtök og stofnanir sendu inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar áður en hún framkvæmdi matið. Í álitinu er vakin athygli á að ekki hafi borist athugasemd frá forsætisráðuneytinu. Í fyrra bréfi mínu stendur m.a. um þjóð- lendur: „Er um að ræða landsvæði sem þjóð- in fer með í heild sinni og eru sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem forsætisráðherra hefur umsjá með … Kveða lögin á um að eng- inn megi hafa afnot þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, nýta hlunnindi, vatns- og jarðhitaréttindi án leyfis. Til að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar sem og forsæt- isráðuneytisins sé nýting heimiluð til lengri tíma en eins árs, sbr. 3. mgr. 3. gr. laganna.“ Þögn þín truflar mig af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi geta það ekki talist góðir siðir að svara ekki málefnalegu og kurteislega orðuðu erindi. Þú ert fyrsti ráðherrann sem ekki svarar erindi frá mér. Í öðru lagi gæti þögn þín hugsanlega staf- að af því að þú hyggist afhenda náttúruperl- una Þríhnúkagíg þegjandi og hljóðalaust í hendur manna sem ætla að vinna á henni óafturkræf náttúruspjöll og hafa þegar vald- ið landspjöllum þar og í nágrenninu. Í þriðja lagi hef ég undir höndum leiðbein- ingarit frá forsætisráðuneytinu um upplýs- ingalög í þágu almennings. Þar stendur: „Lög um upplýsingarétt um umhverfismál frá árinu 2006 byggja á tilskipun Evrópu- sambandsins sem er innleidd í EES-samn- inginn. Lögin veita rýmri aðgang að upplýsing- um um umhverfismál en fólk gat fengið áður en þau voru sett. Þeim er ætlað að stuðla að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings þegar verið er að móta ákvarðanir um umhverfismál“. Í lögunum kemur fram að erindum sem varða umhverfismál sé skylt að svara innan 60 daga. Þú vinnur að því að koma Íslandi í ESB og ættir því að ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar lög sem ættuð eru þaðan. Það að þú skulir ekki hafa svarað erindi mínu getur ekki talist í anda upplýsinga- laga svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þríhnúkagígur: Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur NÁTTÚRU- VERND Björn Guðmundsson framhaldsskóla- kennari ÞRÍHNÚKAGÍGUR „Verndun Þríhnúkagígs og nágrennis hans snýst einmitt um velferð komandi kynslóða sem þarna eiga að geta notið útivistar á ósnortnu víðerni.“ ➜ Þú vinnur að því að koma Íslandi í ESB og ættir því að ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar lög sem ættuð eru þaðan. Verðum að liði, vinnum gegn atvinnuleysi. Þessi fjárhæð nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta að viðbættu 8% framlagi í lífeyrissjóð - en fer lækkandi eftir því sem líður á árið. Skráning og nánari upplýsingar á www.lidsstyrkur.is Nýtum tækifærið! Atvinnurekendur sem grípa tækifærið strax og ráða í ný störf úr hópi þeirra sem lengst hafa leitað að vinnu, fá 186.418 kr. mánaðarlegt mótframlag fyrstu sex mánuðina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.