Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni & hitakerfi FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 20138
Plankaparket
í miklu úrvali
Flotuð gólf hafa verið vinsæl undanfarin ár
og þykja nútímaleg og smart. Veitingahús
sem vilja vera samkvæmt nýjustu tísku hafa
flotuð gólf, jafnvel í ýmsum litum. Sömuleiðis
eru margir farnir að velja flotuð gólf á skrif-
stofur en ekki síður á heimili. Gott er að þrífa
flotuð gólf og þau henta vel þar sem asma-
eða ofnæmissjúklingar búa.
Flotið er hægt að mála eða lakka, allt eftir
smekk hvers og eins, en margir vilja þó hafa
gólfið í steinsteypulitnum. Hægt er að fá flot
með ýmsum áferðum og litum, sem fagmenn
geta gert. Það er því engin ástæða til að hafa
flotið grátt frekar en fólk vill. Flotið er ágætis
kostur fyrir þá sem hafa ekki efni á dýru
parketi eða flísum strax og það er sannarlega
endingargott. Fallegar mottur setja síðan oft
punktinn yfir i-ið.
Einnig er hægt að hafa heimilið flotað að
hluta en parket og flísar með. Íbúðin getur
verið ákaflega smekkleg þótt gólfefnin „vanti“.
Ef gólfefnið er ekki nýjum eiganda að skapi
við sölu er auðvelt að breyta og setja annað
gólfefni yfir.
Flotuð gólf geta verið smart
Hér hefur flot verið sett á stóran flöt en dökkt parket er á
hluta.
DÝRASTA PARKETIÐ
Dýrasta parket heims er búið
til úr Makassar-svartviði sem vex
til dæmis á Indlandi og Srí Lanka
en þó helst á eyjunni Sulawesi
sem tilheyrir Indónesíu. Nafn
viðarins er dregið af aðalhöfn
eyjunnar sem heitir Makassar.
Viðurinn er dökkbrúnn og
svartur á lit með appelsínu- og
gullituðum röndum sem oftast
liggja nokkuð beint eftir viðnum.
Viðurinn er sérstaklega þéttur
og losnar síður í sundur en
annar viður. Það er ekki ókeypis
að leggja parket úr slíkum við.
Fermetrinn kostar um 200.000
krónur og þar sem hann fæst
ekki í verslunum hérlendis bætist
flutningskostnaður við verðið
hafi einhver áhuga. Viðurinn er
einnig notaður í ýmislegt annað,
til dæmis í skápa og innrétt-
ingar. Japanir notuðu einnig
viðinn lengi sem stólpa og stoðir
í húsum sínum enda voru þeir
lengi vel helstu innflytjendur
hans. Það þykir frekar erfitt að
vinna með viðinn enda er hann
nokkuð brothættur. Þannig þarf
að bora í viðinn áður en hann
er negldur fastur. Það tekur líka
mjög langan tíma að þurrka
viðinn eða allt að tvö og hálft ár.
Trén sjálf ná um 20 metra hæð
við bestu skilyrði en það gerist
sjaldan nú á dögum sökum
mikillar eftirspurnar.
STIGIÐ INN Í ÞRÍVÍÐAN
HEIM
Götur og gólf eru strigi
bandaríska listamannsins Kurts
Wenner. Wenner þessi fann upp
nýja tækni til að búa til þrí-
víðar götumyndir og hefur vakið
heimsathygli fyrir verk sín.
Hann byrjaði feril sinn sextán ára
sem grafískur listamaður. Hann
sótti hönnunar- og listaskóla
áður en hann hóf störf hjá NASA.
Þar starfaði hann sem vísinda-
legur myndskreytingarmaður og
teiknaði myndir að hugmyndum
um geimverkefni framtíðar.
Hann hætti hjá Nasa árið 1982,
seldi allar eigur sínar og flutti
til Ítalíu til að læra meira um
málaralistina. Wenner varð með
tímanum þekktur á Ítalíu fyrir
götulistaverk sín enda vakti ný
aðferð hans við gerð þrívíðra
málverka mikla ánægju. Wenner
breytir þannig gólfum og götum
í lifandi listaverk.
Þrívítt listaverk eftir Kurt Wenner.