Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGGólfefni & hitakerfi FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 20136
Efnin henta vel við aðstæð-ur þar sem mikið mæðir á, efnaþol þarf að vera hátt og
hreinlæti mikið en gólfefnin eru
samskeyta- og fúgulaus og henta
því sérstaklega vel hjá fyrirtækjum
í matvælaframleiðslu, á bílskúra,
þvottahús, mötuneyti, vöruhús og
iðnaðarhúsnæði.
Oftast er lagður húlkíll, um það
bil 10 cm kverkalisti, og eins er
hægt að leggja upp á veggi sem auð-
veldar þrif.
Helstu vörumerki fyrirtækisins
eru 4.000 gólfefni, kvartsgólf sem
henta vel við flestar aðstæður og
steinteppi sem eru heppileg á sýn-
ingarsali, verslanir, skrifstofur og
aðra staði sem þurfa slitsterk og fal-
leg gólfefni.
Steinteppi veita mikla möguleika
í hönnun, þeim má litaskipta og til
dæmis koma fyrir vörumerkjum í
miðju gólfi. Mikið úrval er af stein-
teppum en vinsælustu steinteppin
eru unnin úr grjóti úr fjörunni í Vík
í Mýrdal.
Fleiri efni eru á boðstólum auk
f lotunar, slípunar og lökkunar á
gólfum.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa
yfir 25 ára reynslu í lögn epoxý-
gólfefna hérlendis en einnig hefur
fyrirtækið sinnt verkefnum erlend-
is.
Starfsemin var nýlega f lutt að
Miðhrauni 22b í Garðabæ. Þar er
hægt að skoða prufur af efnun-
um en einnig koma starfsmenn og
skoða verkefni, gefa ráðleggingar og
gera kostnaðaráætlanir og tilboð.
S.S. Gólf ehf., sími 6178830. Net-
fang: ssgolf@ssgolf.is
Steinteppi og
epoxý-kvartsgólf á
allt frá bílskúrum til
matvælaiðnaðar
Gólflagnafyrirtækið S.S. Gólf ehf. býður fjölliðunargólfefni sem eru
iðnaðargólfefni af ýmsum toga. Fyrirtækið flutti nýlega í Miðhraun í Garðabæ.
Guðmundur og Sigurður hjá S.S. Gólf í nýja húsnæðinu. MYND/GVA
Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingar-sviðs Mannvirkjastofnunar, veit ýmis-legt um gólfhitakerfi sem smátt og
smátt virðast vera að ryðja gömlu ofnakerf-
unum úr vegi. „Það er ekki til nein tölfræði
að mér vitandi um algengi gólfhitakerfa. Í
kringum 2003, þegar ég starfaði á hönnun-
armarkaðnum, varð gríðarleg sprenging í
gólfhitakerfum og fljótlega urðu ofnakerfi
nánast undantekning í nýbyggingum. Það
var þá helst í blokkum en einbýlishús voru
flest með gólfhita,“ segir Jón.
Saga gólfhitakerfa á Íslandi
Sögu gólfhitakerfa má rekja mörg þúsund ár
aftur í tímann í mismunandi útgáfum víðs
vegar um heim. Hér á landi bjó fólk í torf-
bæjum og á neðri hæðinni var oft fjós og dýr
notuð til að hita upp gólfið á efri hæðinni.
Nokkurs konar lífrænn gólfhiti. „Nútíma-
gólfhitakerfi á Íslandi voru fyrst vinsæl fyrir
um 40 til 50 árum. Þá voru notuð málmrör
sem steypt voru í miðja plötu, annaðhvort
í gólf eða loft.“ Þessi tækni náði ákveðnu
hámarki en svo var hætt að nota hana ein-
hverra hluta vegna. „Það var svo ekki fyrr
en plastbyltingin varð í röralögnum upp úr
aldamótum að gólfhitakerfin urðu vinsæl
á ný.“
Takmörk gólfhitakerfis
Gólfhitakerfi henta öllum rýmum en eru þó
bundin vissum takmörkunum. „Takmörk-
in eru fyrst og fremst þau að hitastig gólfs-
ins má ekki fara upp fyrir 29 gráður en það
getur skapað vandamál við vissar aðstæður.
Til dæmis ef það eru stórir gluggar í rýmum
sem kæla mikið. Þá þarf jafnvel að vera með
ofna undir gluggunum til að mynda skjöld
fyrir kuldanum sem kemur frá glugganum.“
Lengri viðbragðstími
„Almennt séð eru gólfhitakerfi með lengri
viðbragðstíma en til dæmis ofnakerfi.
Þetta er þó misjafnt milli kerfa og margt
sem hefur áhrif eins og undirlag og mass-
inn sem er yfir lögnunum. Til að stytta við-
bragðstímann er til dæmis hægt að setja
upp veðurstöð utandyra. Hún virkar þann-
ig að þegar kólnar úti bregst kerfið við og
skýtur heitu vatni inn á lagnirnar áður en
það kólnar innandyra.“
Gólfefni skipta máli
Gólfefni skipta máli upp á leiðni og einangr-
un. „Þegar teppi eða parket eru sett á gólf
með hitakerfi í er í raun verið að einangra
gólfið og þar með ofninn í húsinu.“ Slíkt
hefur að sjálfsögðu áhrif á almenna virkni
kerfisins, viðbragðstíma og fleira. „Steinflís-
ar eru því mun ákjósanlegri fyrir slík gólf
enda finnur fólk vanalega fyrir hitanum
þegar það labbar á flísalögðu gólfi en ekki á
parketi.“ Fólki fer vanalega að líða illa ef gólf
verða of heit og því eru takmörk á því hversu
mikinn hita má hafa á gólfum.
Parket er lifandi efni
Ef loftið er þurrt og hitinn mikill geta hæg-
lega myndast sprungur í parketi þegar
notuð eru gólfhitakerfi. „Parket er lifandi
efni og í f lestum tilfellum gefið upp fyrir
27-28 gráður en getur samt vel farið að
springa. Þetta ræðst fyrst og fremst af raka-
stigi í rýminu. Þess vegna er parket oft látið
standa í nokkurn tíma í rýminu sem á að
leggja það á, áður en það er lagt niður.“
Ending, leki og viðhald
Það getur verið mikið mál og rask að gera
við gólflagnir eins og gefur að skilja. „Lagn-
irnar eru oftast með heilum plaströrum og
því engin samskeyti eða tengi á þeim undir
gólffletinum en það eru helst þau sem fara
að leka. Því eru ekki mikil líkindi á bilun
eða leka. Flest röra á Íslandsmarkaði koma
frá Svíþjóð og Þýskalandi og eru gefin út
fyrir að hafa 50-60 ára endingartíma miðað
við ákveðið hitastig. Það á þó eftir að koma
í ljós hvort það standist, enda ekki komin
nema um 20-30 ára reynsla á þau.“
Fagmennska besta heilræðið
Hér á landi segir Jón að alla jafna sé fag-
mennska í fyrirrúmi og ekki mikið um
vandamál. „Ég ráðlegg fólki bara að gæta
að því að nota aðeins viðurkennd efni og
leita til reyndra hönnuða og pípulagninga-
manna.“ Þannig aukast líkurnar á að vel sé
að verkinu staðið.
Hvað veist þú um gólfhitakerfi?
Upp úr aldamótunum urðu gólfhitakerfi hvað vinsælust í íbúðarhúsum. Í dag er svo komið að yfirgnæfandi meirihluti nýs
íbúðarhúsnæðis er búinn gólfhitakerfi. Jón Guðmundsson hjá Mannvirkjastofnun veit sitthvað um slík kerfi.
Jón Guðmundsson, fagstjóri byggingarsviðs hjá Mannvirkjastofnun, segir gólfhitakerfi henta öllum rýmum en
þau séu þó bundin vissum takmörkunum. MYND/GVA
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12