Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 18
24. janúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Aðilar vinnumarkaðar hafa að undanförnu rætt vinnulag við kjarasamningagerð. Samanburður við nágrannalönd bendir til að ferli við gerð kjarasamninga hérlendis sé tímafrekt og að skilvirkni mætti bæta til muna. Fulltrúar BHM hafa bent á mikilvægi þess að undirbúningur í aðdraganda kjara- samninga sé góður og að haldgóðar upplýs- ingar liggi þar til grundvallar. Sameiginleg rýni og mat á hagstærðum er til þess fallin að auka traust milli aðila og skapa sátt um grundvöll og umgjörð samninga. Nú hafa Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins lýst yfir, við endurskoðun kjarasamninga þeirra á milli nú í janúar, vilja til að efla og bæta vinnubrögð við samningagerð. BHM fagnar því. Nú er gildistími samninga mislangur og oftar en ekki sammælast aðilar samhliða undirritun þeirra um ýmis verkefni sem vinna þarf að á samningstímabilinu. Til að undirbúningur nýrra samninga geti verið skilvirkur þarf vinna við bókanir og sam- komulag sem fylgir gildandi samningum að ganga eftir. Það sem af er yfirstandandi samningstímabili hefur þessi hluti samn- inga alls ekki gengið nógu vel, tímamörk ekki staðist og sum verkefni ekki komist á dagskrá. Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við ríkið eru í raun gerðir í tveimur áföngum, þegar undirritun miðlægs samnings er í höfn tekur við gerð stofnanasamninga á vinnustöðum félagsmanna. Talsvert hefur skort á skilvirkni við þennan hluta kjara- samninga undanfarin ár. Stofnanir eru vitanlega margar og ólíkar, sums staðar eru þessi mál í góðum farvegi en annars staðar ríkir pattstaða. Landspítali er eflaust sú stofnun þar sem misbrestur á gerð stofn- anasamninga er hvað best þekktur, en stað- an þar er þó ekki einsdæmi. Slíkt þrátefli er síst til þess fallið að liðka fyrir gerð næstu samninga. BHM er umhugað um að ferli við kjara- samningagerð sé sem skilvirkast. Ljóst er að þar þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum. Æskilegt er að farið verði að for- dæmi nágrannalandanna við undirbúning samninga, og að allir aðilar vinnumarkaðar sameinist við mat á umgjörð samninga og gerð launastefnu. Síðast en ekki síst er skil- virk eftirfylgni gildandi kjarasamninga og trúverðug vinna við að það sem undirritað var nái fram að ganga forsenda fyrir trausti milli aðila í næstu samningum. Skilvirkir samningar ATVINNUMÁL Guðlaug Kristjánsdóttir Formaður BHM ➜ Æskilegt er að farið verði að fordæmi nágrannalandanna við undirbúning samninga … Engin þörf Formannskandídatarnir í Samfylking- unni tókust á í Kastljósi á mánu- dag. Athygli vakti að Guðbjartur Hannesson var mjög afdráttarlaus í umræðunni um Evrópusambandið og sagði berum orðum að hann mundi ekki sem formaður taka þátt í stjórnarsamstarfi ef það kostaði að víkja frá þegar ákveðnum aðildar- viðræðum við Evrópusambandið. Árni Páll Árnason margítrekaði mikilvægi þess að viðræðurnar yrðu kláraðar, en gekk þó aldrei svo langt að segja að hugsanleg stjórnarmynstur héngju beinlínis á því. Þegar talið barst að því hvort til greina kæmi að þjóðin greiddi atkvæði um framhald viðræðnanna sagði Árni Páll að engin þörf væri á því eins og sakir stæðu. Kom til greina Þetta er kannski ekki mikill áherslu- munur. En það eru hins vegar ekki nema átta mánuðir síðan Árni Páll gaf hugmyndum um slíka þjóðarat- kvæðagreiðslu rækilega undir fótinn á fundi Samtaka atvinnulífsins, þar sem rætt var um afnám gjald- eyrishafta. Hann taldi aðildarvið- ræðurnar vefjast fyrir afnáminu og taldi koma til greina að leyfa þjóðinni að ákveða um fram- haldið. Hefur eitt- hvað breyst? Og hvað? Jón Bjarnason er genginn úr þing- flokki Vinstri grænna. Skyndilega vantar ríkisstjórnina tvo þingmenn til að vera með meirihluta á Alþingi. Menn geta samt spurt sig hvort þessi úrsögn hans breyti nokkrum sköpuðum hlut. Jón hefur hvort eð er greitt atkvæði gegn stórum málum stjórnarinnar– meira að segja fjárlögum– og jafnvel þótt vantrausts- tillaga yrði samþykkt á næstu dögum mundi það bara flýta kosningum um örfáar vikur. Ekki nema stjórnarandstaðan nýti sér úrræðið til að koma í veg fyrir að stjórnarskrármálið nái fram að ganga. stigur@frettabladid.is Ó lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra við- skiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Forsetinn var fenginn til að vera viðstaddur hefðarmanna- samkunduna sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar veitti hann Bloom berg viðtal og hélt nýjasta þema sínu á lofti. Þar sagði Ólaf- ur Ragnar að það væru „fá lönd í heiminum sem hafa náð viðlíka velgengni og Sviss. Síðan má horfa til Noregs og míns heimalands, Íslands, sem hefur náð sér betur á strik eftir fjármálakrísuna en Evrópa. Þannig að það er erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera í ESB til að njóta velgengni“. Í Sviss búa um átta milljónir manna. Landið er, vegna banka- leyndar, eins konar risastór peningaskápur fyrir ríkasta fólk í heimi. Í Sviss eru líka afar lágir skattar. Þess vegna flutti til dæmis Actavis höfuðstöðvar sínar þangað. Fjölmargar, mis- geðugar, alþjóðlegar risa-fyrir- tækjasamsteypur hafa fengið sömu hugmynd á síðustu áratugum. Á meðal þeirra eru Glencore (stærsti hrávörumiðlari í heimi), Nestlé (eitt stærsta matvælafyrirtæki í heimi) og Hoffmann-La Roche (einn stærsti lyfjaframleiðandi í heimi). Í Sviss er líka mikil iðnaðarframleiðsla. Meira en sjötíu prósent af útflutningi landsins eru efnavörur, vél- og/eða rafvörur og úr, klukkur eða tengdar afurðir. Þessar vörur eru að langmestu leyti framleiddar í stórum verksmiðjum. Allt ofangreint gerir það að verkum að efnahagur Sviss er mjög sterkur og landið getur því haldið úti sterkum eigin gjaldmiðli. Í Noregi búa rúmlega fimm milljónir manna. Í Noregi er nýrík olíuþjóð með vestræna lifnaðarhætti, og sem slík algjörlega ein- stakt frávik. Norðmenn hafa líka farið ótrúlega skynsamlega með olíuauð sinn í gegnum hinn svokallaða olíusjóð, sem er reyndar orðinn of stór og farinn að ofhita hagkerfi landsins. Því er spáð að stærð sjóðsins verði 717 milljarðar dala í lok árs 2014. Það eru um 92.500 milljarðar íslenskra króna. Þar að auki á norska ríkið meiri fjármunaeignir en það skuldar, sem þýðir í raun að það skuldar minna en ekkert. Ísland er hvorki Sviss né Noregur. Hér búa 320 þúsund manns. Íslendingar beittu, fyrstir þjóða í mannkynssögunni, neyðarrétti til að koma í veg fyrir alls- herjargjaldþrot eftir hrun bankanna haustið 2008. Síðan þá hefur skuldastaða þjóðarinnar verið, vægast sagt, erfið, gjaldmiðillinn fallið um tæp 50 prósent og gjaldeyrishöft verið við lýði til að hindra að um þúsund milljarðar króna yfir- gefi hagkerfið. Fjárfesting er í lágmarki, atvinnuleysi að nokkru leyti falið með sérstökum átaksverkefnum, verðbólga viðvarandi og það eru ágætis líkur á pólitískri kreppu að loknum alþingis- kosningum. Hér hefur margt gott verið gert til að halda landinu á floti, og við eigum fína möguleika á því að sigrast á erfiðleikum okkar, en það er fjarstæðukennt að halda því fram að Ísland hafi notið einhverrar sérstakrar velgengni. Ólafur Ragnar er klókur maður. Hann fær iðulega það sem hann vill og hefur með ótrúlegri kænsku náð að endurvinna sjálfan sig þegar hann er kominn í þrot með fyrri þemu. En oft eru orð hans innihaldslaust og illa rökstutt bull. Viðtal hans við Bloomberg var slíkt. Forseti Íslands fór mikinn í Davos: Þema: Bull Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.