Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.01.2013, Blaðsíða 46
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30MENNING Origami – Brot í brot nefnist sýn- ing sem opnuð verður í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í dag klukkan 17. Á sýningunni eru papp- írslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill sem hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýn- inguna í Gerðubergi en listamenn- irnir, þau Dave og Assia Brill, verða viðstaddir opnunina. Hest- ar, flóðhestar, ljón, gíraffar, kett- ir og mýs auk blóma, vasa, engla, stjarna, kassa og kubba eru meðal þess sem sjá má á sýningunni. Þar eru einnig þekktustu verk þeirra svo sem Saint George and the Dra- gon eftir Dave og St. Basil á Rauða torginu í Moskvu eftir Assiu. Sýningin er samstarfsverkefni Gerðubergs og Origami Ísland en þeir Björn Finnsson og Jón Víðis eiga einnig verk á sýningunni. Þeir félagar hafa brotið þúsund trönur, en það er japönsk þjóðtrú að hver sá sem það geri fái ósk sína upp- fyllta, auk þess að klæða myndar- lega súlu með goggum eins og svo margir kunna að brjóta. Í tengslum við sýninguna verður haldið námskeið í origami helgina 26. til 27. janúar þar sem Dave og Assia sjá um kennsluna. Nám- skeiðið er ætlað hönnuðum, lista- og handverksfólki og kennslan fer fram í Gerðubergi báða dagana frá klukkan 9 til 16. Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að á nám- skeiðinu. Brot í brot í Gerðubergi Hjónin Dave og Assia Brill eru þekktir origami-listamenn sem sýnt hafa víða um heim. Sýning á verkum þeirra verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag og stendur til 24. mars. ORIGAMI Dave og Assia Brill komu til landsins í tilefni sýningarinnar og verða með origami-námskeið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MYNDLIST ★★★★ ★ Tónn í öldu Helgi Þorgils Friðjónsson GERÐARSAFN - LISTASAFN KÓPAVOGS Eins og margir aðrir góðir mynd- listarmenn er Helgi Þorgils Frið- jónsson mjög upptekinn af sjálfum sér. Á sýningu hans í Gerðarsafni málar listamaðurinn „sjálfan sig“ nakinn í nærri hverju ein- asta verki á sýningunni, í félags- skap íslenskra dýra, blóma og mat- væla m.a., í íslensku landslagi eða skýjum ofar. Myndirnar eru nær allar eins konar draumkennd súrr- ealísk heild þar sem myndefnið hringsnýst eða vaggar til á fletin- um. Stundum er allt á hvolfi eða út á hlið, eða í hnapp, vafningi eða fléttu. Helgi leikur sér einnig að spegl- unum og samhverfum á þessari sýningu eins og maður hefur séð hjá honum áður. Manneskjurnar, oftast mynd af Helga sjálfum, eru stóreygar, stundum eins og sálarlausar og ópersónulegar, og horfa gjarnan ákveðið út úr myndfletinum sem gefur þeim á vissan hátt ódrama- tískt, en á sama tíma ljóðrænt yfirbragð. Á stundum er litasam- setningin og málunin teiknimynda- söguleg, ég nefni sem dæmi verkið Vinnustofan, módel, blóm og bak- hlutar málverka, 2011. Það má segja að verkin á sýning- unni séu hreinn skáldskapur ætt- aður úr íslensku umhverfi, en þó með viðkomu í alþjóðlegri lista- sögu og málverkahefð. Á sýning- unni á Helgi þannig í samtali við endurreisnina, við módernismann og við samtímalistina, ásamt því að eiga í samtali eins og fyrr sagði við íslensk gæði, hvort sem það er landslagið, dýrin eða matvæli ýmiss konar. Sýningin er í öllum sölum safns- ins. Í sölunum tveimur á efri hæð- inni sýnir Helgi nýjar og nýlegar höggmyndir og málverk í bland, en niðri eru hið stórskemmtilega Tilhugalíf Indígó I–X, ágætar mál- verkaseríur og innsetningin Heim. Heim er heildstætt verk þar sem listamaðurinn málar báðum megin á afgangs krossviðarbúta og still- ir fjöldamörgum slíkum mynd- um upp eins og höggmynd á miðj- an stöpul. Þetta er dagbókarlegt verk og fjallar um bústaði sem hafa veitt listamanninum skjól um ævina og umhverfi þeirra. Manni verður ósjálfrátt hugsað til verka Kristins G. Harðarsonar sem sýndi í safninu á undan Helga. Líklega kemur höggmyndagerð Helga flestum á óvart á þessari sýningu. Þessar styttur eru ekki eins fágaðar og málverkin, þær eru gróteskar margar, jafnvel dónalegar (mörgum hefur reynd- ar fundist málverkin hans dóna- leg líka í gegnum tíðina) eins og verkið Alchemy, eða gullgerðarlist í lauslegri þýðingu, þar sem menn eru með rassinn upp í loft að kúka gullkúkum af margvíslegri lögun. Þetta er kaldhæðið verk og upp í hugann koma verk eftir Manzoni, kúkur í dós, kúkaverk Johns Mill- er og kúkaframleiðsluvél William Delvoye. Þetta verk Helga er hægt að skilja sem hyllingu til sköpun- armáttarins. Höggmyndirnar eru annars margar skemmtilegar í grófleika sínum og litadýrð. Ég nefni sem dæmi bleika óskapnaðinn Perlu- móður og Uppstillingu í fjöru. Einn- ig er samsetta höggmyndin Heil- agur Antoníus fyrir heimilislausa spennandi, en þar blandar hann saman tilbúningi (ready made) og eigin sköpun. Þó að það séu augljós tengsl á milli málverka og höggmynda, bæði í umfjöllunarefni, auk þess sem höggmyndirnar eru sumar þrívíð- ar útgáfur af málverki á sýningunni eða öfugt, þá hefði verið gaman að sjá stytturnar saman í sal, þar sem þær væru ótruflaðar af málverkun- um, með fullri virðingu fyrir þeim. Af málverkunum uppi þá eru verkin Auga, heimurinn, íslensk- ur hestur, síld og auðnutittlingur frá árinu 2012 og Endurreisnar- maðurinn einnig frá 2012, bæði mjög sterk. Byggingarlega ganga þau fullkomlega upp, og hafa bæði óvænta eiginleika. Fyrrnefnda verkið er þannig mannlaust, en listamaðurinn hleður dýrunum upp á afar heillandi hátt, en í End- urreisnarmanninum vekur það hjá manni ónotatilfinningu að horfa á gúrku ganga inn í sköflunginn á manninum á myndinni. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Áhorfendur og aðdáendur Helga fá mikið fyrir peninginn á þessari sýningu. Höggmyndirnar sýna nýja hlið á lista- manninum, og áhugavert hefði verið að sjá þær njóta sín án málverkanna. Endurreisnarmaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Tónlist 21.00 Tónelskir læknar verða með tónleika á Café Rosenberg. 22.00 Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas Tómasson leika tónlist eftir The Rolling Stones á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Leiðsögn 17.00 Aleksandra Babik býður til leið- sagnar um sýningu sína, Lífið er list, í Eiðisskeri, sal Bókasafns Seltjarnarness. Listamannaspjall 20.00 Ingólfur Arnarsson ræðir við gesti um sýningu sína, Teikningar, í Hafnarborg. Fyrirlestrar 20.00 Dóra Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands, og Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir, hönnuður hjá Studiobility, fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast sam- félaginu í fyrirlestri í Hafnarhúsinu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Iceland Business Forum kynnir: Philip Kotler Heilsdags námskeið með föður nútíma markaðsfræði Í Háskólabíói – 24. apríl 2013 Marketing 3.0 Values Driven Marketing Markaðssetning fyrir stærri og smærri fyrirtæki Arðsemi Ávöxtun Sjálfbærni Tilboð í forsölu 69.900.- Fullt verð 99.900.- Gildir til og með 31.janúar 2013 Takmarkað magn miða í boði Nánari upplýsingar og forsala er á miði.is og ibf.is Philip Kotler er í boði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.