Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.02.2013, Qupperneq 16
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS V iðbrögð við Icesave-dómnum hafa verið áhugaverð. Margir þeirra sem börðust gegn samningaleiðinni telja hann færa þeim einhvers konar glaðhlökkunarvald yfir hinum sem mátu stöðuna öðruvísi. Í Þórðargleði sinni fullyrða þeir að þessir eða hinir hafi reynt að „hengja á þjóðina hundruð milljarða í erlendum skuldbindingum“ og hika ekki við að ásaka náungann um föðurlandssvik eða landráð. Á hinn bóginn var uppi sú staða að sitjandi ríkisstjórn hafði í raun meiri pólitíska hagsmuni af því að tapa málinu en að vinna það, eins sérkennilega og það hljómar. Yfirdrifin líkamleg gleði utanríkisráðherrans þegar sigurinn vannst breytir þar engu um. Stundum ganga veðmál upp. Ísland lagði allt undir og vann. Því ber að fagna og aug- ljóst er í ljósi niðurstöðunnar að stöðumat þeirra sem vildu semja var rangt þegar upp var staðið. Það er samt fjarstæðukennt að halda fram þeirri fullyrðingu að Jóhanna, Steingrímur, Bjarni eða hinir sem tilheyra þeim 40 prósentum kjósenda sem sögðu já við síðasta Icesave-samningi hafi gert það af illum ásetningi. Allt þetta fólk greiddi atkvæði með hagsmuni Íslands í huga. Sérkennilegustu viðbrögðin eiga þó Björgólfsfeðgar, fyrrum aðaleigendur Landsbankans og þar af leiðandi Icesave. Sá eldri sagði að Icesave-málinu hefði verið „beitt sem vopni til að ná tökum á fólki og hefur haldið því í herkví“. Sá yngri sagði: „Grýla gamla er loksins dauð.“ Hann hélt áfram og sagði: „Eru menn núna reiðubúnir að skoða hverjir það voru, sem sáu sér hag í að vekja skelfingu hjá þjóðinni, í stað þess að segja sannleikann um Landsbankann og stöðu hans?“ Segjum sannleikann um Landsbankann og stöðu hans. Hann stofnaði til, með samþykki stærstu eigenda sinna, Icesave- netreikningana. Afleiðingar þessa hafa án nokkurs vafa valdið Íslandi skaða þótt dómsmálið hafi unnist. Og þótt Landsbankinn muni geta greitt innstæðueigendum peningana sína til baka er það engin staðfesting á því að í lagi hafi verið með þann banka. Almennir kröfuhafar munu nefnilega einungis fá nokkur prósent upp í kröfur sínar. Á meðal þeirra er Seðlabanki Íslands. Kröfur hans eru vegna hinna svokölluðu ástarbréfaviðskipta. Alls sat Seðlabankinn uppi með um 127 milljarða króna af bréfum útgefnum af Landsbankanum vegna þess ævintýris, sem lítið fæst upp í. Auk þess þurfti ríkissjóður að leggja nýja Landsbank- anum til 122 milljarða króna í eigið fé og ein stærsta endur- greiðsluógn sem steðjar að þessari þjóð eru þeir 300 milljarðar króna sem nýi Landsbankinn á að greiða þrotabúi þess gamla fram til 2018. Þeir eiga nefnilega að greiðast í erlendum gjaldeyri sem Landsbankinn á ekki til. Það var margt rangt gert í Icesave-málinu. En við skulum ekki blekkjast til að halda að þetta vandamál sé í grunninn neinum öðrum að kenna en þeim sem bjuggu það til. Íslenska þjóðin er sannarlega enn í herkví afleiðinga bankahrunsins. Við ráðum ekki við þær endurgreiðslur lána sem fram undan eru á næstu árum, gjaldeyrishöft skerða efnahagsbata og lífsgæði, verðbólga er viðvarandi og erlend fjárfesting er nánast engin. Þá er sál- rænn skaði þjóðar sem Icesave-deilur hefur rifið í sundur ekki mælanlegur í krónum og aurum. Grýla gamla er sannarlega ekki dauð, jafnvel þótt foreldrar hennar reyni að afneita henni. Icesave hefur afleiðingar þótt sigur hafi unnist: Grýla er ekki dauð FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokk- ur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipu- lagslög og nú í vikunni tók gildi skipulags- reglugerð á grundvelli nýrra laga. Fram- setning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglu- gerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónar- mið almennings komi fram við gerð skipu- lagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri land- notkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skað- leg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröf- ur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðal- skipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varð- veita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. Betra skipulag SKIPULAG Svandís Svavarsdóttir umhverfi s- og auðlindaráðherra ➜ Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. fáanleg á ný! Loksins Gassalegir Grafarvogsbúar Sigurður Hjartarson er formaður Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi. Hann hefur verið í fréttum síðustu daga eftir að hann lýsti því yfir á borgarafundi að hann liti á Jón Gnarr borgarstjóra og hans fólk sem hyski og sagðist undrast að þau treystu sér yfir höfuð til að koma í Grafar- voginn. Svo fór að Sigurður baðst afsökunar á óheppilegu orðfæri. Ekki er langt síðan Sjálfstæðisfélagið í Grafar- vogi komst í fréttirnar fyrir gassaskap, en í desember fór á flot mynd þar sem andlitum Steingríms J. Sigfús- sonar, Ögmundar Jónassonar og Helga Hjörvar hafði verið skeytt inn á mynd af herskáum talibönum. Grafarvægskir Sjálfstæðismenn eru greinilega farnir að brýna kutana. Orðabókin hefði bjargað Það er gott að Sigurður baðst afsökunar, fyrst honum fannst hann ganga of langt. Hann hefði hins vegar getað skýlt sér á bak við orðabókina, en hyski þýðir þar, auk illþýðis, fjölskylda eða heimilisfólk. „Ég lít á ykkur sem hyski,“ var því kannski bara falleg yfirlýsing um samheldni fjöl- skyldunnar? Aptur skalt í iður fara Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, var ósáttur við fyrrum kollega sinn, Ásmund Einar Daðason, sem hafði sakað Árna um að reyna að koma Icesave-samning- unum óséðum í gegnum Alþingi. Hann mótmælti þessu í ræðustól, sagði ummælin rógburð og ill- mælgi og vísaði þeim „aftur í þau iður úr hverjum þau eru runnin“. Segið svo að orðkynngi sé horfin úr sölum Alþingis. Ætli Árni Þór sé ákvæðaskáld? kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.