Fréttablaðið - 01.02.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 01.02.2013, Síða 6
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÓMSMÁL „Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má sam- kvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnars- dóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðil- um frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opin- bera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar prestur- inn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kven- mannsnafn var nafngiftin aftur- kölluð og leitað til mannanafna- nefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kven- mannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dóms- ins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafn- orð séu notuð sem kven- mannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kven- kyns nafnorð sem karl- mannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafn- ið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af manna- nafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmann- eskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“ stigur@frettabladid.is Blær má heita nafninu sínu Fimmtán ára stúlka vinnur mál gegn íslenska ríkinu og má heita Blær þótt mannanafnanefnd hafi úrskurðað það karlmannsnafn. Hið opinbera hefur kallað hana „Stúlku“ allt þangað til á dómsskjalinu frá því í gær. GLEÐIDAGUR Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árið 2005 sagði mannanafnanefnd af sér eftir deilur um nafnið Eleonoru. Nefndin hafði hafnað nafninu og sagt að það væri ekki í samræmi við ís- lenskrar ritreglur; það skyldi vera Eleonóra– með ó-i. Yfir þessu var kvartað til dómsmálaráðuneytisins, sem sendi nefndinni bréf og dró í efa að hún hefði gætt meðalhófs við synjunina. Í kjölfarið var ákvörðuninni snúið og nefndin sagði af sér, mjög ósátt. Ágústa Þorbergsdóttir, starfandi formaður mannanafnanefndar, hafði ekki kynnt sér dóminn í máli Blævar í gær og vildi því ekki tjá sig um hann. Broddstafur leiddi til afsagnar 1. Hvaða hjúkrunarheimili hefur gert erlendu starfsfólki sínu að gangast undir íslenskupróf? 2. Hver leikur titilhlutverkið í stór- myndinni Lincoln? 3. Hvaða kvikmynd fékk fl estar til- nefningar til Edduverðlaunanna? SVÖR 1. Skjól 2. Daniel Day-Lewis 3. Djúpið ÚTSÖLULOK! kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag til kl. 18 og laugardag kl. 11-16. 37% 28% 39% LOFTLJÓS VERÐ ÁÐUR 48.900,- NÚ 29.800,- SIMPLE 3X60W VERÐ ÁÐUR 25.900,- NÚ 18.000,- CHARLOTTE VEGGLJÓS VERÐ ÁÐUR 8.990,- NÚ 5.000,- STÆKKUNARGLERSLAMPI VERÐ ÁÐUR 24.900,- NÚ 18.000,- MADELON LJÓSAKRÓNA VERÐ ÁÐUR 95.900,- NÚ 60.000,- 44% Fjöldi loftljósa og lampa á ótrúlega góðu verði! 31%SÍÐAST I SÉNS! KÓPAVOGUR Alþingismaðurinn Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir, slitastjórnar- maður í Landsbankanum, hrepptu byggingarlóð- ina í Hólmaþingi 7 þegar fulltrúi sýslumanns dró á milli umsækjenda á fundi framkvæmdaráðs Kópa- vogs á miðvikudag. Hólmaþingi 7 var fyrst úthlutað til knattspyrnu- mannsins Eiðs Smára Guðjohnsens sumarið 2005. Eiður byggði aldrei á lóðinni og í fyrravor sam- þykktu bæjaryfirvöld ósk hans um að endurgreiða lóðina. Í fyrrasumar var síðan lagt fram og tekið fyrir í framkvæmdaráði ríflega 17 milljóna króna til- boð í lóðina. Það var frá Birni Jakobi Björnssyni lögmanni, sem er tengdasonur formanns fram- kvæmdaráðs, Gunnars I. Birgissonar. Úr varð þó að lóðin var auglýst til sölu og óskað tilboða á grundvelli úthlutunarreglna bæjarins. Uppsett verð var 19,9 milljónir. Auk Magnúsar Orra og Herdísar sótti fyrrnefndur Björn Jakob um lóðina ásamt Agnesi Gunnarsdóttur, eigin- konu sinni. Útsýni er yfir Elliðavatn frá Hólmaþingi 7. Fasteignasalar hafa lýst lóðinni sem „ótrú- legri“ og „án efa efa með fal- legri byggingarlóðum“. - gar Þingmaður og slitastjórnarkona heppin í útdrætti sýslumanns: Fá lóðina sem Eiður skilaði VERÐANDI EIGENDUR HÓLMAÞINGS 7 Hjónin Magnús Orri Schram og Herdís Hallmarsdóttir fá glæsilega einbýlis- húsalóð með útsýni yfir Elliðavatn. SAMSETT MYND SVÍÞJÓÐ Dregið verður af laun- um lögreglumanns í Kalmar- léni í Svíþjóð vegna þess að hann gleymdi beltinu sínu með skammbyssu, varamagasíni og kylfu á salerni fyrir almenning á flugvellinum í Kalmar. Greint er frá því í sænskum fjölmiðlum að öryggisvörður hafi fundið búnaðinn en litið var svo á að hann hefði getað komist í rangar hendur. - ibs Dregið af laununum: Lögreglumaður gleymdi byssu í salernisferð VESTURLAND Snæfellsbær sagði nýverið upp þjónustusamningi frá 2011 við Grundarfjarðarbæ um verkefni skipulags- og bygg- ingafulltrúa, vegna anna fulltrú- ans heima fyrir. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart. Þetta fyrirkomulag var hugsað til bráðabirgða og hefur í raun gengið lengur en við þorðum að vona og gengið mjög vel,“ sagði Björn Steinar Pálmason, bæjar- stjóri Grundarfjarðar, í samtali við Skessuhorn. Hjá sveitarfé- laginu er verið að vinna að lausn í málinu. - fb Rifta samningi um skipulagsmál: Hugsað til bráðabirgða GEKK VEL Bæjarstjórinn segir sam- starfið hafa gengið vel en verið hugsað til bráðabirgða. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.