Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 64
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
Velja bestu plötuna
Almenningur getur þessa dagana
greitt atkvæði vegna Norrænu tón-
listarverðlaunanna sem verða afhent
á hátíðinni by:Larm í Noregi um
miðjan febrúar. Hægt er að kjósa í
gegnum síðurnar Nordicmusicprize.
com og Facebook í flokknum
Uppáhald aðdáenda. Eins og
Fréttablaðið hefur áður greint frá
eru tvær íslenskar plötur á meðal
þeirra tólf sem eru
tilnefndar sem
besta norræna
platan, Dýrð í
dauðaþögn með
Ásgeiri Trausta
og Retro Stefson
með Retro
Stefson. Á meðal
annarra tilnefndra
eru Neneh
Cherry & The
Thing, Anna
von Hausswolff
og First Aid Kit.
1 Næringarfræðingur segir próteinbita
dulbúið sælgæti
2 Telja kannabis valda geðrofssjúk-
dómum
3 Birta myndir af meintum nauðgurum
á nýjan leik
4 Strákunum á Hrauninu leið illa út af
Matthíasi Mána
5 Enginn möguleiki að úrslitum hafi
verið lekið
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Langella til Íslands
Kvikmyndin Reykjavik sem fjalla á
um leiðtogafund Reagans og Gorbat-
sjovs í Höfða árið 1986 verður að
hluta tekin upp í Reykjavík í vor. Það
er enski leikstjórinn Mike Newell sem
gerir myndina en hingað til hefur
lítið verið vitað um hana annað en
að stórleikararnir Michael Douglas og
Christoph Waltz munu fara með aðal-
hlutverkin. Í gær var hins vegar greint
frá því að bandaríski leikarinn Frank
Langella hefði verið ráðinn í hlutverk
Paul Nitze, sem var ráðherra flota-
mála í ríkisstjórn Reagan
og hans traustasti ráð-
gjafi. Langella á að baki
áratuga leikferil en er
í seinni tíð þekktastur
fyrir leik sinn í
kvikmyndinni
Frost-Nixon frá
árinu 2008
þar sem hann
lék Richard
Nixon og
hlaut Óskars-
verðlaunatil-
nefningu fyrir.
- fb, mþl