Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 12
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | „Þetta leggst bara vel í mig. Ég held að ég eigi góða möguleika og finn fyrir góðum stuðningi,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem gefur kost á sér til varaformanns. Hún segist hafa orðið vör við að flokks- menn velti fyrir sér hvernig best sé að para saman formann og varaformann. „Ég hef heyrt margar útgáfur. Sumir segja að það sé meiri breidd í því að ég verði varaformaður ef Árni Páll verður for- maður og aðrir segja að það sé bara gott að hafa tvo landsbyggðarmenn, Guðbjart og mig. Enn aðrir segja þetta svo engu máli skipta. Þetta getur hins vegar haft áhrif á hver úrslitin verða, þar sem þó nokkuð er um þetta rætt. Menn tala þó ekki einum rómi en velta kannski ásýnd og ímynd forystunnar fyrir sér.“ Breytir mögulegt tap einhverju um þína stöðu í flokknum? „Nei, það breytir engu. Ég fer í kosningabaráttu eins og aðrir Sam- fylkingarmenn og landsmenn reyndar allir.“ ➜ Rætt um ásýnd forystunnar Það skýrist á morgun hver munu leiða Samfylkinguna inn í kosn- ingabaráttuna, en landsfundur flokksins hefst í dag. Raunar ligg- ur þegar fyrir hver verður næsti formaður flokksins þar sem kosn- ingu um það lauk á mánudaginn. Það verður hins vegar ekki gefið upp fyrr en klukkan 11.30 á morg- un. Að því loknu kýs Samfylking- arfólk sér nýjan varaformann. Það er ekki ofsögum sagt að fundurinn um helgina boði straum- hvörf fyrir flokkinn. Kosið verð- ur til Alþingis 29. apríl og auk for- ystuskipta bíður því fundarmanna að leggja línurnar fyrir kosninga- baráttuna. Þar liggja sóknarfæri flokksins endilega ekki ljós fyrir. Hægri/vinstri lifir enn Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson buðu sig fram til for- manns. Pólitískt upphaf beggja var í Alþýðubandalaginu en Árni Páll er, hvort sem það er sanngjarnt eður ei, í almannarómi sagður hægra megin við Guðbjart. Það gæti skipt máli þegar til kosninga- baráttunnar kemur. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir úrslit formannskjörsins geta haft áhrif á ímynd flokksins í kosningum og það hver forgangsröðunin verði í stjórnarmyndunarviðræðum. Sé fyrrnefnd flokkun á frambjóðend- unum rétt, sem hann geri ráð fyrir að sé, gæti kjör Árna Páls auðveld- að flokknum að höfða til miðju- fylgis, ekki á ósvipuðum slóðum og Björt framtíð stefni á. „Ég geri ráð fyrir því að það sé allavega einhver slagur um kjós- endur á milli Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og formanns- kjörið gæti haft einhver áhrif á hann. Varðandi ríkisstjórn hugsa ég, án þess að ég hafi neitt sér- staklega skýrt fyrir mér í því, að Árni Páll mundi fyrr koma að þeim möguleika að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum en Guð- bjartur.“ Áhersla á árangurinn Gunnar Helgi segir að vígstaða flokksins fyrir komandi kosninga- baráttu sé ekki einföld og hún hafi ýmis erfið mál á bakinu. „Til dæmis þennan Icesave-dóm. Ég er reyndar ekki viss um að hann verði mjög fyrirferðarmik- ill í kosninga- baráttunni, en hann er náttúru- lega ekki hag- stæður flokkn- um. Þá bakkaði hún aðeins í Evrópumálum fyrir Vinstri grænum. Ein- hverjir munu verða sárir yfir því og þá væri Björt framtíð senni- lega valkostur þeirra. Þeir eiga hins vegar ekki mjög marga kosti í íslensku flokkakerfi þannig að það er ekki víst að það skaði flokkinn sérstaklega mikið.“ Gunnar Helgi segir að stjórnar- skrármálið hafi ekki reynst Sam- fylkingunni það óumdeilda og þægilega mál sem hún vonaðist til. Það sé mun flóknara en svo. „Það sem Samfylkingin mun þurfa að gera út á er fyrst og fremst árangur stjórnarinnar. Hún mun rifja upp að hún hafi tekið við hræðilegu búi og skelfingar- sögu uppgangstímans og hrunsins, með hennar orðum, og segja: Við tókum við öllu í kaldakoli og erum að byggja upp og höfum náð feiki- lega góðum árangri í samvinnu við alþjóðlega aðila og svo framvegis. Það er það upplegg sem við blasir, að leggja áherslu á að þrátt fyrir allt hafi Samfylkingin staðið vörð um velferðarkerfið.“ Rétta samstæðan valin? Katrín Júlíusdóttir og Oddný G. Harðardóttir hafa tilkynnt um framboð til varaformanns. Bæst gæti í þann hóp, þar sem hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Margir heimildarmenn Frétta- blaðsins nefndu það að úrslit í for- mannskjörinu myndu hafa áhrif á varaformannskjörið. Þannig finnst sumum það ekki ganga að hafa for- mann og varaformann úr sama kjördæminu, líkt og Árni Páll og Katrín eru, eða bæði af lands- byggðinni, líkt og Guðbjartur og Oddný. Þá hefur það verið nefnt að hug- myndafræðileg breidd næðist best með Árna Páli og Oddnýju annars vegar og Guðbjarti og Katrínu hins vegar. Gunnar Helgi segist telja að margir á fundinum hugsi á þann hátt, að vilja stilla upp for- ystu sem sýni sem mesta breidd flokksins. Hvernig sem allt fer má segja að eftir helgi verði kosningabaráttan hafin; ný forysta tekin við keflinu og áherslumálin skýrari en áður. ASKÝRING | 12 LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Ný forysta fer beint í baráttuna Nýr formaður tekur við Samfylkingunni á morgun sem og varaformaður. Kosningaáherslur munu skýrast á landsfundi sem hefst í dag. Úrslit í formannskjöri gætu haft áhrif á hver verður varaformaður. Áherslan verður á árangur í efnahagsmálum segir stjórnmálafræðingur. KVEÐJA Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson stíga bæði til hliðar á morgun. Eftirmanna þeirra bíður að leiða flokk- inn inn í erfiða kosningabaráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GUNNAR HELGI KRISTINSSON Gunnar Helgi segir það geta haft áhrif á ímynd Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni hvor verði formaður, Árni Páll eða Guðbjartur. „Þetta hefur verið túlkað þannig að Árni Páll sé hægra megin og Guðbjartur vinstra megin,“ segir hann. Hann segir mjög líklegt að þetta sé síðasta tækifæri Guðbjarts til að keppa um formanninn, með vísan í aldur hans. Tapi hann verði hann varla formaður síðar. Tapi Árni Páll hins vegar sé erfiðara að segja um framtíð hans. „Hann ætti náttúrulega vísan ráðherrastól ef Samfylkingin yrði í ríkisstjórn, það mundi kannski nægja honum.“ Í hvaða átt mun flokkurinn fara? Katrín Júlíusdóttir segir að framboð sitt til varaformanns hafi mælst vel fyrir og hún fengið mikla hvatningu. Kosningin leggist því vel í hana. Hún vill ekki gefa mikið fyrir hugleiðingar um það að úrslit í formannskjöri muni hafa áhrif á val á varaformanni; öll séu þau ólíkir einstaklingar sem hver hafi sitt fram að færa. „Það er ekki með einföldum hætti hægt að draga upp þá mynd að ef þessi karl vinnur þá passi þessi kona ekki við hann. Svoleiðis skýringar eru ekki í boði, menn verða að vera málefnalegri en það. Hvað þá staðreynd að við Árni Páll komum úr sama kjördæmi varðar þá höfum við í Samfylkingunni aldrei kosið eftir heimilisfangi,“ segir Katrín og bendir á að í tæp tíu ár hafi formanna- og varaformanna- parið alltaf komið úr Reykjavík. „Þetta snýst um það hvernig við vinnum og fyrir mér er allt landið undir í öllu því sem ég geri.“ Breytir mögulegt tap einhverju um þína stöðu í flokknum? „Það mundi náttúrulega breyta því að ég yrði ekki varaformaður en nei, það breytir engu. Ég held þá bara áfram að gera það sem ég hef verið kjörin til að gera; að sinna þingstörfum af þeirri alúð sem ég get.“ ➜ Snýst um hvernig við vinnum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kaffivélar fyrir skrifstofur og mötuneyti Fullkomið kaffi, espresso, cappucicino eða latté macchiato með einni snertingu. kr.Tilboðsverð 276.675 m.vsk. rá kr. 325.500 m.vsk.Verð f Tilboð VINNUM SAMAN HVERNIG SEM FER Guðbjartur segist ekki hafa hugmynd um hvernig formannskjörið fari og frambjóðendur muni bíða til- kynningar um það í salnum eins og aðrir fundarmenn. En er hann bjartsýnn? „Bæði og, ég held að þetta verði mjög tvísýnt. Ég bíð niðurstöðunnar bara og verð með tvær ræður tilbúnar í vasanum.“ Breytir mögulegt tap einhverju um þína stöðu í flokknum? „Nei, ekki að mínu mati. Við gáfum flokks- mönnum kost á því að velja og höfum báðir lofað því að vinna áfram af fullum krafti hvernig sem fer.“ HEF GERT ÞAÐ SEM ÉG GET GERT Árni Páll segist sáttur mjög ánægður með kosninga- baráttuna og hefði ekki viljað gera neitt öðruvísi. Nú líði honum eins og eftir að hafa klárað próf; hann hafi gert það sem hann geti gert og bíði niðurstöðunnar. „Ég er mjög sáttur við það hvernig ég hélt á málum og hvernig ég setti málin fram. Ég ákvað frá byrjun að setja fram sýn um það hvernig samfélagið og flokkurinn þyrftu að þróast og ég stóð við það allt til enda.“ Breytir mögulegt tap einhverju um þína stöðu í flokknum? „Ég svara aldrei ef-spurningum en það er nýbúið að kjósa mig sem oddvita í stærsta kjördæmi landsins og í því felst auðvitað að maður er í forystu- sveitinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.