Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 52
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 Ekki líta undan– Magni Magni er frábær söngvari, en stundum of inn í sig. Skil ekki að þetta lag hafi ekki komist beint áfram. Kannski fengu allir flogakast af ljósasjóinu eða voru svo vissir um að hann kæmist áfram. Hvað sem löku gengi í forkeppninni líður held ég að hann verði ofarlega á laugar daginn og kemst jafnvel í einvígið. Ef hann nær þangað gæti hann alveg unnið og náð fínasta árangri í Malmö. Lífið snýst– Svavar Knútur og Hreindís Ylfa Sætt lag, fullvæmið og alltof líkt I Want You með Bob Dylan– skora á fólk að skoða það á Youtube. Mér finnst Svavar Knútur æðis- legur en ég held að það sé búið að skipa í hlutverk í nýju uppfærslunni á Karíusi og Baktusi. Ég vona að krakkarnir kjósi frekar Unni Eggerts á morgun. Ég á líf– Eyþór Ingi Skil að margir vilji senda Eyþór Inga fyrir hönd landsins en ég vil bara að hann fái betra lag sem sýnir hæfileika hans skýrar. Þetta bara nær mér engan veginn og vona svo sannarlega að það vinni ekki. Hef samt á tilfinn- ingunni að ég hafi rangt fyrir mér og að það fari til Malmö. Munum, við erum ÍS-land - ekki ÍR-land– og það er langt síðan „írsku“ lögin náðu einhverjum árangri í keppninni úti! Meðal andanna– Birgitta Haukdal Þetta er í allt öðrum klassa en annað í keppninni, sem sést m.a. á þeirri vinnu sem lögð hefur verið í alla myndavélavinnu. Þetta er eina lagið sem virðist nánast tilbúið fyrir Malmö þar sem það gæti alveg náð góðum árangri, þarf bara enskan texta (sem ég held að sé tilbúinn). Sviðsetningin er skýr, þótt draugarnir séu kannski fullmikið af því góða. Birgitta hefur aldrei sungið betur og bakraddirnar virka frábærlega. Til þín– Jógvan Hansen & Stefanía Svavarsdóttir Flottur hljómur í þessu lagi og svo finnst mér Jógvan alltaf voðakrútt. Getur verið að færeyski hreimurinn sé að aukast? Vel sungið hjá þeim Stefaníu, en lagið virkar ekki alveg fullklárað. Svo fílaði ég engan veginn kjólgopann hennar Stefaníu. Svona fríð kona á betra skilið! Vona að þeim gangi vel en býst ekki við að þau nái í lokaeinvígið. Vinátta– Halli Reynis Átti ekki von á að þetta kæmist í úrslit en samt kom það mér ekki á óvart. Er ekki smá mótsögn í því? Þokka- legasta lag við texta sem segir sögu. Sviðsetningin var mjög viðeigandi og mér fannst bakraddirnar virkilega smart. Verður líklega í neðri hluta laganna á morgun. Eins og alþjóð veit er komið að því að við Íslend- ingar veljum okkar framlag til Eurovision-söngva- keppninnar á morgun. Sjö lög keppa í úrslitum og í lok kvölds stendur eitt þeirra uppi sem sigur vegari. Atkvæði þjóðarinnar vega til helminga á móti atkvæðum dómnefndar og þannig verða tvö efstu lögin valin. Þau tvö lög keppa þá í einvígi sín á milli og hafa landsmenn þá öll völd í sínum höndum og kjósa á milli þeirra tveggja. Fréttablaðið fékk einn helsta Eurovision-speking landsins, Reyni Þór Eggertsson, til að leggja sitt mat á lögin sjö og spá fyrir um gengi þeirra í stóru keppninni sem haldin verður í Svíþjóð í maí. - trs Eurovision-sérfræð- ingurinn spáir í spilin Reynir Þór Eggertsson spáir Unni, Birgittu og Magna í þrjú efstu sætin. EINN HELSTI SPEKINGUR LANDSINS Reynir Þór hefur skipað sér sess hérlendis sem einn okkar helsti Eurovision-spekingur. Hann telur lagið Ég syng með Unni Eggertsdóttur vera líklegast til árangurs í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það lag sem sigrar í Söngvakeppn- inni annað kvöld keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision sem haldin verður í Svíþjóð í maí. Dag- skrá keppninnar er hægt og rólega að koma heim og saman og ýmis atriði eru nú þegar komin á hreint. - Undankeppnirnar fara fram 14. og 16. maí. Íslendingar keppa í fyrra holli síðara kvöldið. - Úrslitakeppnin verður haldin laugardaginn 18. maí. - Allar keppnirnar þrjár fara fram í Malmö Arena í Malmö. - Aðeins einn kynnir sér um að kynna keppnirnar í Svíþjóð en það hefur ekki gerst frá árinu 1995. Það hlutverk verður í höndum sænska uppistandarans Petra Mede. - Þrjátíu og níu þjóðir taka þátt í keppninni að þessu sinni og hefur liðlega helm- ingur þeirra þegar valið sín atriði. - Bosnía og Her- segóvína, Portúgal, Slóvakía og Tyrkland eru meðal þeirra þjóða sem hafa dregið sig úr keppni í ár. - Þrír af þeim flytjendum sem hafa þegar verið ákveðnir hafa áður tekið þátt í keppninni. Þar ber helst að nefna Valentinu Monetta sem keppir öðru sinni fyrir San Marino, en hún hlaut mikla athygli með þátttöku sinni í fyrra með hið svokallaða Facebook-lag. Lagið þótti auglýsa samskiptasíðuna of mikið, sem er gegn reglum keppn- innar, og þurfti því að semja nýjan texta við það örfáum vikum fyrir keppni. Monetta lenti í 14. sæti í undanúrslitunum í fyrra og komst því ekki áfram upp úr henni. Það var samt sem áður besti árangur San Marino í keppninni hingað til. Hinir tveir sem taka nú þátt öðru sinni voru þó aðeins í aukahlut- verki í sínum atriðum. Albaninn Bledar Sejo spilaði á gítar í fram- lagi Albana 2011 og Armeninn Gor Sujyan söng bakrödd fyrir hönd síns lands árið 2010. - Aðeins ein Norðurlandaþjóð hefur þegar ákveðið sinn fulltrúa og eru það frændur okkar Danir. Þeir völdu um síðustu helgi og var það hin tvítuga gospelsöng- kona Emmelie de Forest sem fór með sigur af hólmi. Hún syngur lagið Only Teardrops sem má segja að sé ágætis blanda af þremur sigur- lögum síðustu ára, lagi Loreen frá því í fyrra, hinnar þýsku Lenu frá ár inu 2 0 10 o g Ruslönu frá 2004. - trs Eurovision í Svíþjóð er að taka á sig mynd Sigurvegari Söngvakeppninnar annað kvöld fer strax í að búa sig undir stóru keppnina sem fer fram í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. SÆNSKUR UPPISTAND- ARI Petra Mede sér um að kynna keppnirnar þrjár í Svíþjóð í maí. NORDOCPHOTOS/AFP Ég syng– Unnur Eggertsdóttir Þetta lag kom verulega á óvart á laugardaginn. Upptakan á vefnum var fín, en svo náði Unnur alveg að slá í gegn, bæði söngurinn og sviðsframkoman. Og svo eru bakraddirnar æðislegar! Einfalt lag en í Eurovision er einfaldleikinn oft heillavænlegastur. Gæti trúað að þetta lag næði bestum árangri allra þessara sjö laga í Malmö. Vona að það komist í einvígið! Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 SUPER BOWL Baltimore Ravens gegn San Fransisco 49ers Hver stendur uppi sem sigurvegari í ár? Stöð 2 Fjölvarp kl. 23.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.