Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 35
AUGLÝSING: ÓM SNYRTIVÖRUR KYNNA
F
jórir vísindamenn standa
að baki Novexpert og hefur
hver um sig þróað sína
vörulínu. Neytendur eru því
meðvitaðir um hvaða vísindamað-
ur þróaði þá vöru sem þeir nota.
Þetta eru líffræðingar og efnafræð-
ingar sem hafa rannsakað inni-
haldsefni í snyrtivörum í fjölmörg ár
og meðal annars unnið fyrir snyrti-
vörurisa á borð við Kanebo, Dior
og Shiseido. Eftir að hafa þróað
formúlur fyrir fjölda snyrtivöru-
merkja ákváðu þeir í samstarfi við
Cyrille Telenge að sameina krafta
sína og þróa sína eigin línu undir
nafninu Novexpert.
„Oftast eru það markaðs- og
peningaöflin sem ráða því hvaða
snyrtivörur eru framleiddar en hjá
Novexpert eru það vísindamenn-
irnir sem ráða för,“ segir Telinge
sem er staddur hér á landi til að
kynna vörurnar.
En hvernig er komist hjá notkun
rotvarnarefna? „Bakteríur þurfa að
komast í snertingu við vatn til að
rotnunarferlið hefjist en við höfum
fundið aðferð til að beisla vatn-
ið. Þetta er gert með skaðlausum
íblöndunarefnum sem mynda filmu
utan um vatnsdropana og gera það
að verkum að bakteríurnar kom-
ast ekki í snertingu við þá. Þannig
endast vörurnar jafn lengi og vörur
með rotvarnarefnum,“ upplýsir Tel-
inge og heldur áfram: „Við drepum
ekki bakteríurnar með skaðlegum
efnum heldur deyja þær af sjálfu
sér vegna þess að þær komast
ekki í snertingu við vatn. Þar sem
línan er án rotvarnarefna drepum
við ekki heldur æskilegar bakteríur
á húðinni þegar kremin eru borin á
og því er engin hætta á ofnæmis-
viðbrögðum.“
Kremin ganga djúpt inn í húðina
og byggja hana upp innan frá. Hún
hægir á öldrunarferli húðarinnar og
dregur sjáanlega úr hrukkum og
baugum á skömmum tíma. Henni
tilheyra meðal annars andlitskrem,
serum, maski og augnkrem.
„Við höfum boðið læknum á
kynningarfundi og hafa þeir lýst
ánægju sinni með þessar vörur,
enda hefur notkun á rotvarnarefn-
um og öðrum aukaefnum í snyrti-
vörum bent til aukinna ofnæmis-
tilfella. Rannsóknir hafa leitt í ljós
að parabenefni geta verið varhuga-
verð og finnast þau oft í talsverðu
magni í líkamanum. Menn fagna
því framförum á þessu sviði,“ segir
Ólafía Magnúsdóttir, eigandi Óm
Snyrtivara ehf. sem sér um inn-
flutning og dreifingu línunnar.
Línan fór nýlega í dreifingu og
fæst í öllum verslunum Lyfju sem
og öðrum apótekum.
HÆGIR Á
ÖLDRUN
HÚÐARINNAR
Novexpert er ný húðlína sem vinnur gegn öldrun
húðarinnar. Línan, sem er þróuð af frönskum vísinda-
mönnum, er án parabena, rotvarnarefna og annarra
skaðlegra aukaefna.
Doctor D‘Anna hefur þróað
Contour Des Yeux Anti-Âge Expert
og Contour Des Yeux Anti-Cernes
Expert en vörurnar eru hugsaðar
fyrir augnsvæðið.
Doctor Colletta stendur að baki
Instant Lifting Serum,The Repulp
Cream og The Repulp Mask. Vör-
urnar gefa húðinni lyftingu.
Doctor Linter stendur að
baki La Crème Anti-Âge
Expert og Le Fluid Anti-
Âge Expert. Þetta eru
andlitskrem sem draga úr
öldrun húðarinnar.
Cyrille Telinge, einn eiganda Novexpert, er staddur hér á landi til að kynna vörurnar. Hann er hér ásamt Ólafíu Magnúdóttur,
eiganda Óm Snyrtivara. MYND/STEFÁN
Doctor Jacques Leclere á heiðurinn að litaðri Novexpert línu það
er BB krem sem kemur á markað innan skamms.
Sjá nánar á visir.is/lifid