Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 8
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
LÖGREGLUMÁL Afli norska loðnu-
skipsins Manon reyndist tölu-
vert meiri en skipstjóri hafði til-
kynnt um að veitt hefði verið innan
íslensku efnahagslögsögunnar.
Dómsátt var gerð í málinu eftir
rannsókn lögreglunnar á Eski-
firði. Landhelgisgæslan telur ekki
ástæðu til að halda að brot sem
þessi séu algeng. Víðtækt eftir lit
er á miðunum.
Varðskipið Týr vísaði fyrir
rúmri viku norska loðnuskipinu
Manon til hafnar á Eskifirði fyrir
meintar ólöglegar veiðar eftir að
varðskipsmenn fóru um borð til
eftirlits. Mælingar varðskips-
manna leiddu í ljós að afli um borð
virtist meiri en skipið hafði til-
kynnt um að það hefði veitt innan
íslensku efnahagslögsögunnar og
fylgdi Týr skipinu til hafnar eftir
að samráð var haft við atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið.
Ásgrímur Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land-
helgisgæslunnar, segir að tæplega
800 tonnum hafi verið landað úr
Manon, en skipstjórinn tilkynnti
að 600 tonna loðnuafli væri um
borð. Ásgrímur segist ekki hafa
ástæðu til að halda að brot sem
þessi séu algeng, á síðustu loðnu-
vertíð hafi Landhelgisgæslan til
dæmis farið um borð í tuttugu
erlend skip án þess að dæmi sem
þetta kæmi upp.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að lögregluyfirvöld
eystra hafi ekki farið fram á eigna-
upptöku vegna málsins, en ekki er
óalgengt að afli og veiðarfæri séu
gerð upptæk ef menn eru staðnir
að brotum sem þessum. Umfang
brotsins er þá haft til hliðsjónar.
Skipstjórinn á Manon mun hafa
gengist undir svokallaða viður-
lagaákvörðun, sem er í raun dóm-
sátt, og greiðir 400 þúsund krónur
í Landhelgissjóð Íslands.
Eftirlitið á miðunum er víðtækt
á meðan á vertíðinni stendur.
Varðskip er á svæðinu sem fylgir
flotanum eftir og áhöfn þess fer til
eftirlits um borð í skipin. „Veður
hamlar þessu eftirliti vissulega
stundum en skipunum er gert að
koma við á fyrir fram tilgreind-
um eftirlitsstað á miðunum áður
en þau halda heim. Um borð eru
gögn er varða veiðarnar yfirfarin
og athugað hvort rétt hefur verið
staðið að öllu,“ segir Ásgrímur.
Áður en bræla skall á fyrir helgi
voru 22 erlend loðnuskip á miðun-
um; norsk skip að viðbættu einu
grænlensku. Fá íslensk skip hafa
haldið til veiða eftir bræluna, en
margar útgerðir halda að sér hönd-
um þar sem mjög gengur á kvót-
ann. Ætla menn að nýta síðustu
tonnin þegar hrognafylling loðn-
unnar eykst og þar með verðmæt-
ið. Hafrannsóknastofnun leitar nú
loðnu norður af landinu.
svavar@frettabladid.is
Norski loðnuskipstjórinn
sleppur með lága sekt
Loðnuskipið Manon reyndist vera með 200 tonnum meira af loðnu í lestum sínum en tilkynnt var. Skipstjórinn
gerði dómsátt og borgar sekt. Landhelgisgæslan telur brotið undantekningu miðað við reynslu af eftirliti.
ÚTIVISTARFAT
NAÐUR
REIÐHJÓL
GÖNGUSKÓR
BAKPOKAR O
G SVEFNPOKA
RSKÍÐA
- OG VETRAR
FATNAÐUR
UTANRÍKISMÁL Verði framsal ríkis-
valds ekki heimilað með þeim hætti
sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til
stjórnskipunarlaga gætu Íslending-
ar staðið frammi fyrir ákvörðun um
hvort ætti að stíga út úr EES-samn-
ingnum. Þetta sagði Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra á þingi
í gær en Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins hafði
hafið máls á þessu efni.
Bjarni vitnaði í texta frumvarps-
ins þar sem ástæða er sögð til að
tryggja stjórnskipulegan grund-
völl við þróun EES-samningsins
og lagt er til að opnað verði fyrir
framsal ríkisvalds til stofnana sem
við Íslendingar eigum ekki aðild
að. Tók hann sem dæmi reglur ESB
um eftirlit með fjármálamörkuðum,
sem álitið er að krefjist framsals að
því marki að það brjóti í bága við
stjórnskrá Íslands. Bjarni sagði að
það mál virtist hafa gefið meirihlut-
anum tilefni til að leggja til ákvæði
í stjórnarskrá þar sem Ísland fallist
á að hverfa frá tveggja stoða kerf-
inu sem EES-samningurinn bygg-
ir á, að kröfu ESB. Spurði Bjarni
Össur að því hvers vegna lagt væri
í slíkar breytingar fyrir ESB.
Össur svaraði því til að EES-
samningurinn hefði breyst mikið
frá því að hann var tekinn upp árið
1994, meðal annars með nokkru
valdaframsali. Það væri hins vegar
jákvætt fyrir Ísland að hægt væri
að þróa samninginn með þess-
um hætti. Hann spurði Bjarna því
hvernig hann vildi sjá EES þróast
og „hvort [Bjarni] vilji að Ísland
taki upp umræðu um að við stíg-
um út úr því samstarfi. Ég hygg að
ef við heimilum ekki framsal með
þessum hætti kunnum við að standa
frammi fyrir ákvörðun af því tagi.“
Bjarni sagði þá að í EES-sam-
starfinu hefði ESB í auknum mæli
leitast við að færa vald til sinna
stofnana. Það væri meiriháttar
breyting frá upphaflega samningn-
um og „alger eftirgjöf“ fælist í að
fara að kröfum ESB með stjórnar-
skrárbreytingum.
Össur lauk málinu með því að
segja að EES-samningurinn hefði
breyst verulega og í mögum atrið-
um væri hann kominn út fyrir það
sem stjórnarskrá heimilaði. Úr því
sem komið er væri að hans mati
„miklu hreinlegra“ fyrir Ísland að
ganga í ESB.
„Ef við ætlum að halda áfram
þessu samstarfi og göngum ekki í
Evrópusambandið þá verðum við
að [heimila framsal ríkisvalds með
umræddum hætti].“
thorgils@frettabladid.is
Deilt um framsal ríkisvalds í stjórnskipunarlögum:
Getum þurft að
hverfa frá EES-aðild
BJARNI BENEDIKTSSON Í PONTU Utanríkisráðherra sagði að ef Ísland heimilaði
ekki framsal ríkisvalds með þeim hætti sem stjórnarskrárfrumvarp gerir ráð fyrir
gætum við staðið frammi fyrir ákvörðun um að yfirgefa EES-samstarfið.
Á LOÐNU Norðmenn eiga átta prósent af um 300 þúsund tonna útgefnum loðnukvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
DANMÖRK Nýfætt stúlkubarn
fannst yfirgefið í Kaupmanna-
höfn í gærmorgun á milli tveggja
bíla sem lagt var við Vestre
Kirkegårds Allé.
Faðir sem var á göngu með
barnavagn fann litlu stúlkuna,
sem var í fjólublárri íþróttatösku
sem komið hafði verið fyrir á
púða.
Þegar komið var með barnið
á spítala var líkamshiti þess 27
gráður. Samkvæmt frétt á vef
Politiken var líðan barnsins góð
eftir meðferð. Talið er að stúlkan
sé tveggja til þriggja daga gömul.
Lögreglan leitar nú móðurinnar.
- ibs
Lögreglan leitar móður:
Nýfætt barn í
íþróttatösku
EVRÓPUMÁL Mótframlög íslenska
ríkisins vegna IPA-styrkveitinga
í tengslum við aðildarumsóknina
að ESB hafa hingað til numið 2,4
milljörðum króna. Þetta kemur
fram í svari fjármála- og efna-
hagsráðherra við fyrirspurn
Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu
Framsóknarflokks.
Þar segir einnig að IPA-fram-
lög hafi hingað til numið tæpum
4,4 milljörðum, en mótframlög
Íslands séu að miklu leyti útgjöld
sem ríkið hefði þurft að leggja
í þótt ekki hafi komið til ESB-
umsóknar. Þar vega drýgst fram-
lög vegna endurnýjunar tollkerfa
og þýðinga á ESB-reglugerðum
sem telja alls um tvo milljarða. - þj
Útgjöld ríkis vegna IPA-fjár:
2,4 milljarðar
í mótframlög