Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 94

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 94
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson homeanddelicious.com 1. Bláberjasúkkulaðikaka 200 g smjör 200 g súkkulaði 3 egg ½ tsk. vanilludropar 2 dl flórsykur 5 dl hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 dl möndlur, maukaðar í mél 2-3 dl frosin bláber Rjómaostakrem 4 dl rjómaostur 4 msk. flórsykur 1 eggjarauða 2 msk. bláberjasíróp, má sleppa Bræðið saman smjör og súkkulaði. Kælið aðeins. Hrærið saman egg, vanilludropa og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við hveiti og lyftidufti. Malið möndlur í mél í matvinnsluvél. Hrærið möndlumjölið saman við deigið. Hellið bráðnu súkkulaðinu út í deigið í mjórri bunu og setjið loks helminginn af berjunum varlega saman við það. Blandið vel en varlega svo berin haldi lögun sinni en merjist ekki út í deigið. Hrærið saman allt hráefnið í rjóma- ostakremið. Uppskrift af bláberja- sírópinu er gefin hér í þættinum en því má sleppa. Kremið er líka gott án þess. Klæðið 20 cm form með bökunar- pappír. Hellið deiginu í. Hellið rjómaostakreminu í mjórri bunu hring eftir hring yfir deigið í forminu. Notið gaffal til að hræra kremið örlítið saman við deigið.* Sáldrið afganginum af berjunum yfir og bakið kökuna við 180 gráður í 40-50 mínútur eða þar til efsta lag kökunnar er orðið stinnt þegar ýtt er á það. Alls ekki baka kökuna mikið. Hafið hana vel mjúka í miðjunni. Kælið kökuna aðeins áður en hún er borin fram með rjóma eða ís. Notið litlar hringhreyfingar þegar þið hrærið rjómaostakremið saman við deigið með gafflinum svo úr verði marmaramunstur. 2. Bláberjabrauð 250 ml mjólk, velgd 2 tsk. þurrger 2 msk. sykur 2 msk. hunang 1 tsk. salt 250 g hveiti 80 g rjómaostur 40 g brætt smjör 160 g frosin bláber 70 g valhnetur, gróft saxaðar 1 eggjarauða Smurt með bláberjasírópi eða sultu og vatni, þá er 1 msk. sulta á móti 1 msk. af vatni, sem er hitað saman svo komi gljái og smá sæta á skorpuna, má sleppa. Hitið ofn í 180 gráður. Velgið mjólkina og stráið gerinu yfir ásamt sykrinum. Látið gerið leysast upp, í um 5 mínútur. Hrærið saman og setjið hunang, salt, hveiti, rjómaost og smjör saman við, hnoðið þannig að deigið nái festu. Frosin berin og hneturnar fara þá saman við. Hnoðið varlega þegar berin eru komin í deigið, best að hafa þau vel frosin, þau smita svo miklum lit út frá sér um leið og þau þiðna og brauðið verður þá fjólublátt. Setjið deigið í smurt brauðform og látið hefast í forminu í klukkustund. Penslið með eggjarauðunni og bakið í 40 mínútur eða þar til gullið. Hitið saman sultu og vatn eða notið bláberjasíróp sem gefin er uppskrift af hér í þættinum. Smyrjið brauðið með því svo það fái á sig fallegan gljáa. Kælið aðeins og berið fram með bláberjasultu og góðum ostum. 3. Bláberjaostakaka í bolla Ostakrem 250 g rjómaostur við stofuhita 55 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar 60 ml rjómi, þeyttur 5-8 msk. bláberjasíróp, magn eftir smekk bláber til skrauts Botn 100 g hafrakex, hafrakex með súkkulaði eða t.d. Oreo-kex 50 g suðusúkkulaði 25 g salthnetur eða aðrar hnetur, má sleppa 30 g smjör Bláberjasíróp 250 g bláber 150 ml vatn 50 ml ferskur limesafi 3 msk. fersk basilíka eða mynta 100 g hrásykur Hitið allt hráefnið í sírópið saman í potti í 10 mínútur. Sigtið og kremjið berin í gegnum sigtið. Hitið sírópið aftur að suðu. Kælið. Ef vilji er til að hafa sírópið þynnra skal bæta örlitlu af vatni saman við blönduna í pottinum. Kælið. Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman í hræri- eða mat- vinnsluvél þar til mjúkt og kekkja- laust. Blandið þeytta rjómann og sírópið varlega saman við og hrærið. Setjið allt hráefnið í botninn í mat- vinnsluvél og kurlið þar til úr verður fín blanda. Veljið fallega bolla eða glös til að bera fram fyrir hvern og einn. Þrýstið blöndunni vel niður í hvern bolla, um 1 cm þykkt lag. Ostablandan fer ofan á botninn og er smurð vel til. Skreytt að vild. Látið í ísskáp í klukkustund áður en borið fram. BÆTUM OG BÖKUM MEÐ BLÁBERJUM 1 2 3 Enginn efast um hollustu bláberja en notkunarmöguleikar þeirra eru líka margir. Hér eru þau notuð í ábætisrétt, í brauðbakstur og súkkulaðiköku. Frosin berin henta hér vel og að sjálfsögðu einnig þau sem má kaupa í matvörubúðum. Þá má skipta bláberjum út fyrir hindber í öllum þessum uppskrift um. NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Einstaklega raunveruleg stórslysamynd, sem lætur engan ósnortinn“ „Ein af betri myndum ársins 2012.“ Mbl. Komin í bíó           
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.