Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Page 3

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Page 3
HafnfirÖingar eni vel spenntir og upplýstir Hjá varðstjóra lögreglunn- ar fengust þær upplýsingar, að Hafnfírðingar hafí tekið nýju umferðarlögunum með fyllstu ró og tillitssemi. Þeir aka nú vel spenntir og bflar eru nær undantekningarlaust með ljósum. Lögreglan mun ekki beita menn fjársektum fyrstu dagana, ef nýju lögin gleym- ast, en allir verða skrifaðir niður og áminntir. Fjölmargir hafa komið að máli við lögregluna til að spyrjast fyrir um undanþágu- ákvæði við notkun öryggis- belta, t.d. þeir sem vinna við útkeyrslu blaða o. fl. Þá má minna á að notkun öryggis- beltanna á ekki aðeins við ökumenn. Sá farþegi í bifreið sem gleymir öryggisbeltinu á einnig yfir höfði sér að greiða kr. 1.000 í sekt. Síðasta vika var stórslysa- laus í Hafnarfirði. Á þriðj- udag voru þó fimm árekstrar, en enginn slys né stórtjón. í gær, miðvikudag, valt bifreið við Sólvang, en engin slys urðu á fólki. Flóamarkaður Ung hjón með tvö börn óska eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð á leigu í Hafnarfirði. Skipti á þriggja herbergja leiguíbúð á ísafiröi kemur til greina. Upplýsingar í síma 94-4273 eftir hádegi. Taktu mynd! „Viltu taka af okkur mynd?“ spurðu tvær vaskar hreingerninga- dömur, þær vinkonur Linda (t.v.) og Kolbrún, ljósmyndara Fjarð- arpóstsins er hann var á vappi um Haukahúsið í vikunni. Ljós- myndarinn féllst á beiðnina enda fallega beðið og síðan tóku þær sér stutt hlé frá hreingerningum og stilltu þær sér upp með kústana reiðubúnar til myndatöku. AUCNSYN GLERAUGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI62 SÍMI54789 Við bjóðum 10 ára ábyrgð á Stjörniunábimgu Nýjung hjá Stjömulitum! ★ Qlansmálning í 10,20, og30%gljástigum ★ Einnig plastlakk með djúpum gljáa Ennfremur EINO-WOOD fúavarnarefni íþremurframleiðslustigum, þ.e. grunn- fúavörn, veðrunarfúavörn í 15 litum og þekjandi fúavara íiitum. STJORNUpTLITIR SF. MÁLNINGARVERKSMIÐJA Trönuhrauni 10, Hafnarfirði, sími 54922 3

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.