Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 2
f II FRA HOFNINNI ísfiskur áleiötil útlanda Það var að vanda nóg um að vera niðri við höfn í gærmorg- un er blaðamaður og ljósmynd- ari Fjarðarpóstsins voru þar á ferð. Myndin hér til hægri var tekin er verið var að lesta freð- fisk úr frystitogaranum Flólma- drangi yfir í flutningaskipið ísberg. Gekk það verk hratt og vel fyrir sig enda slá þeir ekki slöku við kajtparnir sem sjá um lestunina. Isbergið er þannig útbúið, að lyftari ekur fisk- brettunum inn um gat á síðu skipsins, þar sem annar tekur við því og sér um niðurröðun í lestinni. Hrnrin Enn deilt um Grænlendingana: „Grænlendingum gefnar einhverjar rangar upp- lýsingar einhvers staðar1 - segir Haraldur Haraldsson bæjarstjóri á Isafirði Vegna frétta í síðustu tölublöðum Fjarðarpóstsins um að grænlenski rækjuskipaflotinn vilji frá ísafirði til Hafnarfjarðar og einnig vegna viðtals við sjávarútvegsráðherra, Halldór Asgrímsson, í næstsíðasta tölublaði, hafa hafnflrsk bæjaryfirvöld leitað til sjávarútvegsráðuneyt- isins og þingmanna kjördæmisins. Hafa þau krafist skýringa á ummæl- um ráðherrans og leitað stuðnings þingmanna við málið. Bæjaryfirvöld á ísafirði ætla á móti að leita skýringa á Græn- landi, af hverju grænlenski flotinn hættir skyndilega og „án sýnilegra ástæðna" að landa þar. Sagði Har- aldur Haraldsson bæjarstjóri á ísafirði, er rætt var við hann, að þeirra mat væri að „einhverjir veiti Grænlendingum rangar upp- lýsingar" - og þá í því skyni að fá þá til að sigla til Hafnarfjarðar. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri, sagði, að hann hefði haft samband við Árna Kolbeins- son í sjávarútvegsráðuneytinu vegna ummæla ráðherra, en ráð- herrann er sjálfur staddur erlend- is. Sagði Guðmundur Árna hafa sagt sér, að þess yrði vart að vænta að ráðuneytið færi að skikka Grænlendinga til að landa á ákveðnum stöðum. Þá sagðist hann hafa upplýst þingmenn kjör- dæmisins um stöðu málsins. Bæjarstjóri kvaðst því ekki eiga von á öðru en að grænlenski flot- inn gæti haldið áfram að landa hér óáreittur. Haraldur Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði ísfirðinga leika forvitni á að vita, hvað vald- ið hefði því að Grænlendingarnir hefðu hætta að landa á ísafirði. Viðræður þeirra við skipstjórnar- mennina sjálfa hefðu ekki gefið neitt slíkt til kynna. Hann sagði síðan: „Okkar mat er að það séu einhverjar rangar upplýsingar Grænlenskt flutninga- skip kemur vikulega Til hafnar komu níu farm- skip í síðustu viku, þar af eitt grænlenskt rækjuveiðiskip á leið til Danmerkur. í vikunni kom einnig eitt grænlenskt farmskip, Polar-Nanok, en það skip mun væntanlega koma vikulega til hafnar á leið á rútu sinni frá Danmörku til Nýfundnalands. Þá komu ennfremur sex togarar og eitt skip í Straumsvíkurhöfn í vik- unni sem leið. Á Fiskmarkaðinum seldust í vikunni 487.876,97 kg. af fiski að andvirði kr. 15.944.409 kr. Meðalverð var 32,68 kr. sem hafa verið gefnar einhvers staðar." Bæjarstjórinn bætti við, að hann hefði engar ástæður til að ætla að hafnfirsk bæjaryfirvöld ættu þar hlut að máli, en sagði síðan: „Ef þær upplýsingar eru réttar, að frakt frá höfuðborgar- svæðinu sé ódýrari heldur en ann- ars staðar af landsbyggðinni þá eru það alvarlegar staðreyndir." Haraldur sagði ennfremur, að brottför Grænlendinga þýddi mikið tap fyrir ísfirðinga og áreið- anlega meira tap fyrir þá en gróða fyrir Hafnfirðinga. Nánar aðspurður um grunsemdir ísfirð- inga í þá veru að Grænlendingum væri sagt rangt frá nefndi hann eftirfarandi dæmi: „Eina græn- lenska skipið sem hingað hefur leitað síðasta hálfa mánuðinn eða þrjár vikurnar kom hingað vegna bilunar. Það hafði átt að fara til Hafnarfjarðar. Eftir viðgerðina hélt skipstjórinn að sigla þyrfti til Hafnarfjarðar til áhafnaskipta. Honum hafði ekki verið sagt, að unnt væri að flytja áhöfnina öðru vísi milli landshluta." Haraldur sagði að lokum, að Isfirðingar ætluðu að taka upp viðræður við grænlensku lands- stjórnina um málið, en kvaðst ekki hafa í huga að þvinga einn eða neinn til að koma til ísafjarð- ar. Þær viðræður hefðu þó enn ekki komist í framkvæmd, enda sá tími nú framundan, sem Græn- lendingar leituðu annað en til en Islands til löndunar. Aiatfundur Fiskmarkaðarins hf.: Fhnmtán aðilar á hhitafjárioforðalista Það kom fram í ársskýrslu Fiskmarkaðarins h.f., að samkvæmt stofnsamningi félagsins áttu hlutafjárloforð sem aðilar skrifuðu sig fyrir á stofnfundi að vera greidd innan sex mánaða frá stofndegi 22. nóvember 1986. Ef hlutafiárloforð innheimtast ekki lækkar hluta- fé félagsins til samræmis. I reikningunum eru fimmtán aðilar taldir upp á hlutafjárloforðalista með samtals 1.911.078 kr. Fjarðaipósturinn -FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 2 HRAUNHAMARm áá Vá FASTEIGMA- OG SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Suðurhvammur. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íb. í byggingu. Skiljast tilb u. trév. Afh. frá apríl- okt. ’89. Fagrihvammur - Hf. Höium í einka- sölu 2ja, 3jaog 4ra herb. (b. 65-108 Im. Einnig 6 og 7 herb. íb. 166-180 fm, hæð og ris. Bllsk. getafylgt. Afh. tilb. undirtrév. I maí til júni 89. Álfaskeið í byggingu. Giæsii wim rfr>W>ús. auk 32 fm bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. að utan í júlí-ágúst. Lækjarfit - Gbæ. Mjög fallegt 104 fm (nettó) einbhús á einni hæð. Samtengt því er lítH íb. Geymslur í kj. Verð 7,4 millj. Tjarnarbraut - Hf. Mikið endurn. 130 fm einbhús á tveim hæðum. Nýjar innr. Blóma- skáli. Bílsk. Einkasala. Verð 7 millj. Stekkjarkinn. Mikið endurn. 155 fm 6 herb. efri hæð. Bílskréttur. Garðhús. Verð 6,6 millj. Kelduh vammur. 120 fm 5 herb. efri hæð í góðu standi. Bílskréttur. Gott útsýni. Verð 5 millj. Kelduhvammur. Mjög fallegt 115 fm 4ra herb. jarðh. Ný eldhinnr. Þvhús innaf eldh. Allt sér. Einkasala. Verð 5 millj. Ðrekkubyggð - Gbæ. Mjög faiiegtca 95 fm endaraðh. auk 24 fm bílsk. Áhv. 1,5 millj. Laust 1. sept. rik. Einkasala. Verð 5,5 millj. Öldutún. 117 fm 5 herb. efri hæð. Bílskrétt- ur. Verð 4,8 millj. Mosabarð. 110 fm 5 herb. neðri hæð. 3 sverfnh., stofa og borðst. Allt sér. Bílskréttur. Áhv. nýtt byggsjlán. Skipti mögul. á 3 herb. íb. Verð 5 millj. Suðurhvammur sérh. í bygg. 110 fm 4ra herb. efrih. + bílsk. Verð 4,4 millj. 95 fm 3ja herb. neðrih. Verð 3,3 millj. Afh. fokh. innan, fullb. utan eftir 4 mán. Teikn á skrifst. Hjallabraut. Mjög falleg 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Einkaala. Verð 4,2 millj. Álfaskeið með bílsk. Nýkomin96fm3 herb. íb. á 1. hæð. Góður bílsk. Skipti mögul. Verð 4,4 millj. OldUSlÓð. Mjög falleg 80 fm 3ja herb. neðri hæð. Nýjar innr. Verð 4 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., lítið undir súð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Hraunhvammur. 85 fm 4ra herb. efri hæð. Verð 4 millj. Hraunhvammur - Hf. Giæsii. ca so fm 3 herb. jarðhæð. Sérinng. Ath. allt nýtt í íb. Áhv. 1.5 millj. SKipti mögul. á eign í Keflavík. Verð 4.5 millj. Vitastígur Hf. Mjög skemmtil 72 fm 2ja— 3ja herb. risíb. Mikiö endurn. Áhv. 900 þús. Verð 3,2 millj. Öldugata-Hf. Mjög falleg 62 fm 2ja herb. efri hæð. Verð 2,9 millj. Brattakinn. 60 fm 3ja herb. miðhæft. Nýtt eldhús. Bílskréttur. Holtsgata - Hf. Mjög falleg 60 fm 2ja herb. jarðhæð. Verð 2,8 millj. Vesturbraut. 55 fm 2-3 herb. risib. Allt sér. Verð 2,2 millj. Miðvangur. Mjögfaileg65fm2jaherb. ib. á 5. hæð. Verð 3 millj. Álftanes. 1442 fm eignarlóð. Teikn. fylgja. Stapahraun. Nýtt iðnaðarhúsn. 144 fm á jarðh. og 77 fm á efri h. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.