Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 4
fifflRMR pbstursm Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Siguröur Sverrisson Ljósmyndir: Fjaröarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavikurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Hverjireru „einhvefjir"? Fréttir Fjarðarpóstsins um aö grænlenski rækjuskipaflot- inn hefur yfirgefiö ísafjörö og vill hér eftir landa afla sínum og sækja þjónustu til Hafnarfjarðar hefur vakiö mikinn úlfa- þyt. Hafnfirsk bæjaryfirvöld hafa, eins og kemur fram í við- tali við bæjarstjórann í þessu tölublaði, leitaö upplýsinga hjá sjávarútvegsráðuneytinu og stuðnings þingmanna kjör- dæmisins. Isfiröingar ætla sér aö leita skýringa hjá Græn- lendingum sjálfum eins og kemur fram í viðtali viö Harald Haraldsson bæjarstjóra. Margar spurningar hafa vaknað vegna þessa máls og fleiri en svör virðast fást við. Bæjarstjórinn á Isafirði leiðir að því getum í viðtalinu, sem er á blaðsíðu 2, að „einhverjir" séu að gefa Grænlend- ingum rangar upplýsingar þá væntanlega um hagkvæmni löndunar hér í stað Isafjarðar. Nefnir bæjarstjórinn dæmi þessa máli sínu til stuðnings. Spurning er hverjir þessir „einhverjir'* gætu verið. Fjarðarpósturinn hefur spurst fyrir um, af hverju Græn- lendingar tóku þessa ákvörðun. Svörin eru öll á einn veg - samgönguerfiðleikar við ísafjörð. Það er umhugsunarefni fyrir Isfirðinga hvort Grænlendingar sætti sig við þá afgreið- slu, sem oft er á flugi til og frá ísafiröi af hálfu Flugleiða. Kannski eru þeir sjálfir orðnir vanir því, að bíða meðan „erf- iðari flugvellir eru afgreiddir". Grænlendingar, sem þó eru ýmsu vanir úr sínu strjálbýla landi, virðast þó hafa fengið nóg og telja þetta meginástæðuna. Þessa „einhverja" ererfittaðfinna. Bæjarstjóri ísafjarðar tekur sérstaklega fram að hann telji hafnfirsk bæjaryfirvöld ekki þann hulduaðila. Varla eru það Flugleiðir, enda höfðu þeirtekjuraf flutningi Grænlendinga, þegar fært var. Skipa- afgreiðslu nefnir ísfirski bæjarstjórinn og telur óréttlátt að flutningagjöld séu hærri frá ísafirði til útlanda en frá Hafnar- firði. Varla leggja skipafélögin á sig að „rangfæra" við Grænlendinga, enda myndu þau líklega fá minni tekjur með því. Þá eru kannski eftir umboðsaðilar Grænlending- ana, en þeir hljóta að vinna í þeirra þágu - en ekki hverra? Það sjá allir, sem líta á landakort, að Grænlendingar leggja á sig heilmikið stím til að fara til Hafnarfjarðar í stað ísafjarðar,- Afstaða ísfirðinga er skiljanleg, vissulega missa þeir spón úr aski sínum og tapa kannski meiru en Hafnfirðingar græða á skiptunum, eins og Haraldur Har- aldsson bæjarstjóri á Isafirði bendir á. Eftir einhverju er að slægjast. Kannski ástæöan sé ein- faldlega sú, að Grænlendingar njóti hér betri þjónustu og afgreiðslu. Islendingum líkar það illa, aö erlendar þjóðir skipti sér af þeirra málum. Ætli Grænlendingum sé ekki eins farið. Ætli sé ekki heillavænlegast að láta þá sjálfa um að velja sér næturstað, ef við á annað borð viljum sýna þeim þann drengskap að leyfa þeim að nota aðstæður hérlendis, þó tímabundið sé hverju sinni. Nær væri eflaust að nota tækifærið til að draga þá að samningaborði um skiptingu loðnuveiðisvæðanna margumræddu. 0, ÞU HYRIHAFNARFJORÐUR: „Héma fáið þið fympart“ Hagyrðingar tóku enn á skeið, er fyrripartar Ásgeirs Jóns Jóhannssonar birtust í síðasta blaði og fara hér á eftir nokkrir botnar, en fyrripartar Ásgcirs voru eftirfarandi: Undir mjúkri mjallar sæng moldar búinn sefur. °g Vandamála hönnuðirnir hafa hlotið lof ogpris. Frá Valnýju Benediktsdóttur bárust eftirfarandi botnar: Dreymir hlýjan verndarvæng vor, sem lífið gefur. °g Að þeim Ijómi enginn mun þó stafa, andúð gegn þeim rís. 4885-3021 sendi þessa inn: Á kreik nú þessi komist hefur saga, að kratarnir þeir vilji kaupa SÍS. Á einmánuði er orðið bjart, en ekki hlýtt að sama skapi. og Hérna fáið þið fyrripart. Farið nú að botna. Þökkum við Kristjáni Bersa hans framlag til kveðskaparins og skorum á Hafnfirðinga að botna nú braginn. Heimilisfangokkarer Reykjavíkurvegur 72, Hafnar- firði og skilafrestur að þessu sinni árdegis mánudag, þar sem páskablaðið kemur út n.k. þriðju- dag. Kristján Bersi mælist til þess við Nönnu Jakobsdóttur kennara að hún leggi til næstu fyrriparta. Fermingaifaöm í Víöi- staðakirtcju á sumudag Og Þegar birtu ber við hæng, björg úr sjónum dregur. Guðbjörg Tómasdóttir botnar Þar til byr und bældan væng blessuð sólin gefur. og En dægurmála dómararnir skrafa og dæma SÍS. E.S. sendi okkur eftirfarandi: Leggur á sjúkan verndarvæng von og trúna gefur. og Kunnir þú að skruma og skrafa skjótlega þinn hagur rís. Prentvillupúkinn þurfti að skipta sér af áskorun Ásgeirs Jóns til Kristjáns Bersa og breytti fyrstu ljóðlínunni á þann veg, að í stað þess að hún átti að hljóða: Skólameistara sköku þessa, - kom: Skólameistara stöku þessa. Leiðréttist það hér með og biðj um við Ásgeir Jón forláts. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari Flensborgarskóla taldi ekki eftir sér að taka þátt í kveð- skapnum með okkur og sendi fyrst eftirfarandi botna við fyrri- parta Ásgeirs Jóns: meðan öndin undir væng á sér hausinn grefur. og en skýrslur þeirra í skjalasöfn á að grafa, því skaðinn er annars vís. Fyrripartar Kristjáns Bersa eru eftirfarandi: Fermingarbörn í Víðistaða- kirkju 27. mars kl. 10. Prestur: Sigurður Helgi Guðmundsson Anna Sigríður Arnardóttir, Breiðvangi 24. Arnór Yngvason, Heiðvangi 64. Bjarni Árnason, Breiðvangi 54. Bryndís Emelía Kristjánsdóttir, Breiðvangi 8 Brynjar Logi Þórisson Hjallabraut 21 Davíð Freyr Oddsson Vesturvangi 46. Einar Bjarnason, Breiðvangi 41 Elín Anna Guðjónsdóttir, Hvassabergi 4 Elísabet Hrönn Gísladóttir, Breiðvangi 14. Frosti Sigurgestsson, Sævangi 14. Guðjón Charles Benfield, Norðurbraut 15. Guðný Agla Jónsdóttir, Breiðvangi 4. Gunnar Arngrímur Birgisson, Vesturvangi 9. Hafseinn Thorberg Pálsson, Laufvangi 9. Harpa Birgisdóttir, Víðivangi 16. Helga Björk Hauksdóttir, Miðvangi 141. Ingvar Sæbjörnsson, Grænukinn 30. Karl Ásgrímur Ágústsson, Miðvangi 27. Karl Elíasson, Hjallabraut 88. Keilismenn sækja um stækkun Golfklúbburinn Keilir hefur sótt um stækkun á núverandi athafnasvæði klúbbsins. Umsóknin var tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 17. mars sl. og samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og skipulagsstjóra. Svæðið sem Keilir sækir um er grasivaxin spilda austan við bjarn- dýragryfu Sædýrasafnsins og norðan við veg að því. Á meðfylgjandi mynd má sjá svæðið, sem Keilismenn hafa auga- stað á. Kristín Kolbeinsdóttir, Mávahrauni 14. Kristjána Þorbjörg Jónsdóttir, Langeyrarvegi 7. Ragna Hlín Þorbjömsdóttir, Hjallabraut 76. Ragnar Guðmundsson, Drangagötu 1. Ragnheiður Valdimarsdóttir, Krókahrauni 2. Ragnhildur Ósk Magnúsdóttir, Hraunbrún 13. Sigrún Skúladóttir, Heiðvangi 18. Sigurður Sveinn Halldórsson, Kársnesbraut 58, Kópavogi. Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Miðvangi 73. Viðar Freyr Sveinbjömsson, Laufvangi 11. Zophonías Eggertsson, Miðvangi 10. Þorsteinn Axel Halldórsson, Hraunbrún 14. Fermingarbörn í Víöistaða kirkju 27. mars kl. 14 Prestur: Sigurður Helgi Guð- mundsson Agnar Már Agnarsson, Breiðvangi 43 Auðunn Helgason, Hjallabraut 90. Björn Símonarson, Norðurbraut 31. Borghildur Kristín Magnúsdóttir, Breiðvangi 58. Brynhildur Svala Snorradóttir, Breiðvangi 67 Brynja Traustadóttir, Víðivangi 7 Eva Lind Pétursdóttir, Laufvangi 16. Garðar Þorsteinsson, Laufvangi 13. Gísli Helgason, Selvogsgötu 16. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, Breiðvangi 26. Hanna Björg Kjartansdóttir, Hraunbrún 33. Haukur Helgason, Miðvangi 8. Helga Huld Sigtryggsdóttir, Breiðvangi 13. Hörður Jóhann Halldórsson, Heiðvangi 32. Inga Dóra Aðalheiður Gunnarsd., Norðurbraut 23. Jenný Ýrr Benediktsdóttir, Vesturvangi 34. Jóhann Óskar Heimisson, Breiðvangi 6. Jóhann Pétur Leifsson, Vesturvangi 22. Jóhanna Berentsdóttir, Hraunbrún 21. Jóhannes Geir Guðmundsson, 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.