Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 8
Félagsmiðstöiin að Strandgötu 1 vígð sl. sunnudag: Bœjarstjórí gengur í salinn „vopnaður" lykli Vitans. Vitinn - skal húi heita Nýja félagsmiðstöðin við Strandgötu 1 var vígð að viðstöddu fjölmcnni sl. sunnudag. Afhenti bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, Margréti Sverrisdóttur forstöðumanni miðstöðvar- innar, og Steinunni Ármannsdóttur, fulltrúa unglinga bæjar- ins, lykil að húsnæðinu til varðveislu. Þá var tilkynnt nafn félagsins og sigurvegara samkeppni um það, en nafnið er „Vitinn“. Vitanum bárust margar góðar gjafir og árnaðaróskir í tilefni opnunarinnar. Guðmundur Árni Stefáns- son, bæjarstjóri, flutti ræðu þar sem hann gerði grein fyrir þróun æskulýðsstarfs í bænum og rakti sögu félagsheimilis- ins, sem hann sagði hafa kost- að um 20 millj. kr. Hann afhenti síðan lyklavöldin for- stöðumanni og fulltrúa ungl- inga. Margrét Sverrisdóttir, forstöðumaður, þakkaði fyrir og Steinunn Ármannsdóttir flutti þakkarávarp fyrir hönd unglinga bæjarins og hvatti þá til að fylla húsið lífi og ganga vel um það. Þá tilkynnti Árni Guð- mundsson, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi, úrslit í sam- keppni grunnskólabarna um nafn. Fyrstu verðlaun fyrir nafnið Vitinn hlutu tvö ung- menni, sem bæði stungu upp á sama nafninu, en það voru þau Sigrún Gísladóttir og Þór Fjalar Hallgrímsson. Verð- launin voru kr. 5.000 og frír aðgangur að öllum skemmt- unum æskulýðsráðs næsta árið. Önnur verðlaun, fyrir nafnið Uppsalir hlaut Halldór Viðar Hafsteinsson kr. 3.000 og þriðju verðlaun fyrir nafnið Brekkusel Hildur Iris Helga- dóttirkr. 1.500. Fulltrúar félaga í bænum ávörpuðu samkomuna og bár- ust góðar gjafir frá mörgum þeirra, m.a. þrjár skáktölvur frá Rauða Krossdeild Hafn- arfjaðrar. Þá skemmtu stúlkur úr Björkunum samkomugest- um við góðar undirtektir. Síð- an var gestum boðið til kaffi- samsætis. Vitinn var síðan opinn almenningi síðdegis og um kvöldið var mikið um dýrðir hjá unglingum sem létu diskódansinn duna fram eftir kvöldi. Vitanum bárust margar góðar gjafir, sem hér má sjá sýnishorn af afhertding- Lykillinn kominn íöruggar hendur SteinunnarÁrnadóttur til vinstri og Margrétar Sverrisdóttur. Bjarkirnar sýndu listir sínar við góðar undirtektir áhorfenda. K'HIíLLVGAIt Verð aðeins kr. 865,- pr. kg. \A IIAI lAKIí. 1. II,. fímm kg og meira, verð kr. 345,-/kg. Smærri skammtar, vcrð kr. 395,*/kg unmmi. VÖRUMARKAÐUR 8 9

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.