Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Page 6

Fréttatíminn - 30.09.2011, Page 6
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is S T Ó R V I R K I Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. U M 1 4 0 0 S Í Ð U R Á A N N A Ð Þ Ú S U N D L I T L J Ó S M Y N D I R V Ö N D U Ð O G G L Æ S I L E G Ú T G Á FA Verkið er gefið út í samstarfi við Listasafn Íslands. Í tilefni útgáfunnar stendur safnið að yfirlitssýningunni ÞÁ OG NÚ. S E M B R Ý T U R B L A Ð Í M E N N I N G A R S Ö G U Í S L A N D S Samræður standa nú yfir milli þjóðkirkjunnar og Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, sem sakaði föður sinn Ólaf Skúlason um kynferðislega misnotkun, um sátt þeirra á milli líkt og gert var í málum Sigúnar Pál- ínu Ingvarsdóttur, Dagbjartar Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur. Þær fengu fimm milljónir króna hver í miskabætur. Magnús E. Kristjánsson, formaður úrbótanefndar kirkjunnar, segir í samtali við Fréttatímann að samræður séu í gangi sem miði að því að skapa sátt. „Þetta mál Guðrúnar Ebbu er öðruvísi vaxið en kvennanna þriggja en við teljum mikilvægt að skapa sátt við hana líka. Hvers eðilis sáttin verður er algjörlega óljóst núna en við erum í það minnsta að tala saman,“ segir Magnús.  Sættir Guðrún Ebba oG þjóðkirkjan Samræður um sátt í gangi  Dómar alGEnGt að kynfErðiSbrotamEnn borGi Ekki miSkabætur „Í raun eru þessar bætur skammarlega lágar“ H éraðsdómur Suðurlands dæmdi í síðustu viku karl-mann í Vestmannaeyjum í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagn- vart þremur stúlkubörnum. Hann var auk þess dæmdur til að greiða einni stúlkunni þrjár milljónir í bætur, annarri 800 þúsund krónur og þeirri þriðju 400 þúsund. Fram kom í Frétta- tímanum í sumar að algengt væri að dæmdir kynferðisbrotamenn borguðu ekki miskabætur. Fæstir þeirra eru hins vegar eignamenn og því svarar sjaldnast kostnaði að ganga að þeim. Brotasjóður ábyrgist að greiða þolend- um að hámarki 600 þúsund krónur en sú upphæð hefur ekki hækkað síðan lögin voru sett árið 1995. Upphæðin sem íslenska ríkið tryggir er miklu lægri en annars staðar á Norður- löndum. Í máli Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra í Fréttatímanum í sumar kom fram að ástæða væri til að endur- skoða löggjöf um bætur. Bótaflokkar skiptast í miskabætur og skaðabætur. Miskabætur eru yfirleitt dæmdar í kynferðisbrotamálum. Hámark skaðabóta sem ríkið ábyrgist þolend- um vegna líkamstjóns er tvær og hálf milljón króna. Þetta vill ráðherra sam- ræma. „Mér finnst,“ sagði Ögmundur þá, „ekki gefið að það eigi að vera ríkari ábyrgð gagnvart skaðabótum en miskabótum, nema síður sé.“ „Ég tel mjög alvarlegt að ábyrgð ríkissjóðs á greiðslu miskabóta til fórnarlamba kynferðisbrotamanna hefur ekki hækkað í sextán ár. Það segir sig sjálft að því þarf að breyta,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi VG og varaformaður allsherjarnefndar Alþingis. „Ég tel að við eigum að hækka þessi mörk á ábyrgðargreiðslum en vil ekki að sinni taka afstöðu til fjárhæðar,“ segir Mörður Árnason, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í allsherjarnefnd Alþingis. „Í alltof fáum tilvikum fæst þetta greitt aftur, og þá er ekkert að leita nema í vasa skattborgaranna – þess vegna eiga menn ekki að nefna tölur út í loftið. Mér sýnist þó að skaðabótahámarkið væri eðlilegt markmið.“ „Það þarf að fara yfir og endur- skoða viðmiðunarfjárhæðir í lögunum frá 1995,“ segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í alls- herjarnefnd. „Allar verðlagsforsendur hafa augljóslega breyst en um leið er komin talsverð reynsla á framkvæmd þessarar löggjafar. Eina breytingin sem gerð hefur verið á lögunum á síðustu árum var frekar tilviljunar- kennd sparnaðarráðstöfun sumarið 2009. Ég hlýt að fagna því að innan- ríkisráðherra áformi að beita sér fyrir endurskoðun laganna, ekki síst um fjárhæðarmörkin. Grundvallarreglan á auðvitað að vera sú að dæmdir menn bæti sjálfir fjártjón og miska sem brot þeirra valda. Við höfum hins vegar komið okkur saman um það kerfi að ríkisvaldið komi með ákveðnum hætti til móts við þolendur tiltekinna brota og eigum að viðhalda því fyrirkomu- lagi. Í samræmi við það verður auð- vitað að endurskoða fjárhæðarmörkin svo að löggjöfin nái tilgangi sínum.“ „Miska- og skaðabætur í öllum bótaflokkum hér standast engan samanburð við það sem gildir annars staðar á Norðurlöndum. Í raun eru þessar bætur skammarlega lágar og lítil framþróun hefur orðið í að hækka þær eða binda þær á einhvern hátt við vísitölu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í alls- herjarnefnd. Það er alfarið í höndum löggjafans að taka pólitíska ákvörð- un um hvort hækka eigi miska- og skaðabætur. Ég kem til með að styðja endurskoðun á hámarki bóta í erfiðum málaflokkum eins og t.d. til þolenda kynferðisbrota, bóta til eftirlifendum þeirra sem eru myrtir, þeirra sem hljóta varanlega örorku eftir vinnuslys eða bílslys og svo framvegis. Það eru fyrst og fremst þessir málaflokkar sem eiga að vera í hæsta bótaskala og aðrar miska- og slysabætur síðan að miðast við þær upphæðir.“ Þór Saari, fulltrúi Hreyfingarinnar í allsherjarnefnd, segir miskabætur alltof lágar en vandasamt sé að finna rökrétta leið að ákvörðun þeirra. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Samdóma álit þingmanna að ábyrgðargreiðsla bótastjóðs verði hækkuð. Hann ábyrgist að hámarki 600 þúsund króna greiðslu til þolenda en sú upphæð hefur ekki hækkað frá árinu 1995. Þingmenn eru sammála um að endurskoða þurfi viðmiðunarfjárhæðir í lögum um brotasjóð. Algengt er að dæmdir kynferðisbrotamenn greiði ekki miskabætur en ríkið ábyrgist að greiða þolendum að hámarki 600 þúsund krónur. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Endurskoða verður fjárhæðar- mörkin svo að löggjöfin nái tilgangi sínum. 6 fréttir Helgin 30. september-2. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.