Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Side 28

Fréttatíminn - 30.09.2011, Side 28
L okaumferð Pepsi-deildar- innar í fótbolta fer fram á morgun, laugardag. Spennan á toppi deildar- innar hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Aðeins er eftir barátta ÍBV og Stjörnunnar um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópu- keppninni á næsta ári. Eyjamenn mæta Grindvíkingum á heimavelli í síðustu umferðinni en Stjörnu- menn sækja Blika heim í Kópavog- inn. Eyjamenn eru með tveggja stiga forystu á Stjörnumenn fyrir lokaumferðina en lakari markatölu. Ef Stjörnumenn vinna Blika verða Eyjamenn að sigra Grindvíkinga til að halda þriðja sætinu. Eyjamenn gætu síðan með sigri skotist upp fyrir FH-inga í annað sætið ef FH vinnur ekki Fylki í Árbænum. Það er hins vegar öllu meiri spenna á botninum. Víkingar eru þegar fallnir en fjögur lið, Keflavík, Fram, Þór og Grindavík, geta öll fylgt þeim niður í 1. deild á næsta ári fyrir lokaumferðina. Staða Grind- víkinga er sýnu verst. Þeir eru í næstneðsta sæti, stigi á eftir hinum liðunum þremur og með lökustu markatöluna. Til að bæta gráu ofan á svart eiga þeir síðan erfiðasta leikinn af liðunum fjórum, gegn ÍBV á útivelli. Ljóst er að Grindavík þarf að vinna ÍBV á laugardag til að halda sæti sínu í deildinni. Ef liðið gerir jafntefli þarf það að treysta á að Keflavík vinni Þór með tveimur mörkum svo að Akureyrarliðið falli. Ef Grindavík gerir 3-3 jafntefli við lið geta fallið með Víkingum4 Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 28 fótbolti Helgin 30. september-2. október 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.