Fréttatíminn - 30.09.2011, Qupperneq 30
svona boð.“ Bæði eru þau svo sammála um
að aðallega sé synd að missa af því að fara til
Úkraínu vegna þess að ekki séu miklar líkur
á að þau muni fara þangað af sjálfsdáðum sem
ferðamenn.
Farsælt samstarf bíóhjóna
Aðspurð segir Margrét samstarfið við Rúnar
hafa verið mjög gott. „Þetta var afskaplega
gott,“ segir Theodór. „Hann samdi náttúrlega
þetta handrit þannig að það var búið að vera
hugarfóstur hans lengi. Við unnum frekar
mikla forvinnu og spjölluðum mikið við Rúnar
og svo bjó maður til forsögu, út frá handrit-
inu, til að byggja á. Og upp úr því hellti maður
sér í stöðuna eins og hún er á þeim tíma sem
myndin byrjar. Það var mjög gott að búa til for-
sögu persónanna, eins og maður gerir oft, en
í þessari mynd fannst mér, og Margréti líka,
alveg nauðsynlegt að búa til bakgrunn. Ég held
að allir skilji það þegar þeir sjá myndina.
En hvernig gekk þeim að leika hjón?
„Það var bara fínt,“ segir Theodór. „Við
höfum gert það áður,“ bætir Margrét við en
þau léku foreldra Ingvars E. Sigurðssonar í
Englum alheimsins.
„Jájá. Við höfum leikið hjón áður og þekkj-
umst náttúrlega mjög vel úr leikhúsinu og
erum búin að vinna saman í yfir tuttugu ár.
Allt hjálpar þetta auðvitað til en þetta tók samt
á. Eins og öll krefjandi verkefni. Þau taka á,“
segir Theodór.
„Ekkert kvikmyndaverkefni sem ég hef tekið
þátt í hefur verið jafn nærgöngult og erfitt og
þetta,“ segir Margrét. „Ég held að ég taki undir
með Margréti. Þetta er langstærsta kvik-
myndahlutverkið mitt. Ég er nú búinn að vera
í dálítið mörgum bíómyndum í gegnum tíðina
en ég held að ekkert hafi tekið svona á,“ segir
Theodór. „Þetta fylgdi manni heim og maður
var allt tökutímabilið að kljást við þetta; bæði á
tökustað og heima. Yfirleitt fagnar maður þeg-
ar maður gengur af tökustað eftir að síðasta
tökudegi lýkur. Þá er það búið. En þarna fannst
mér voða skrýtið að ég væri að enda og átti í
dálitlum vandræðum með að losa mig út úr
þessu.“ Þegar uppskera erfiðisins er eins góð
og raun ber vitni sér Teodór þó ekki ástæðu til
að barma sér. „Jújú. Guð minn góður! Það er
þess virði.“
Fiðringur fyrir Íslandsfrumsýningu
„Hlutverk Theodórs er miklu, miklu stærra
en mitt. Hann er alveg gegnumgangandi en
mitt hlutverk er svolítið sérstakt og það þurfti
að forvinna það mikið, fá miklar upplýsingar,
og ég var bara lengi að ná mér af þessu sem
maður setti sig inn í,“ segir Margrét. „Ég var
lengi að hugsa um þetta, það er að segja það
sem kemur fyrir persónuna. Það er eitthvað
sem maður myndi ekki vilja lenda í sjálfur. Eitt
af því sísta. Vinnan var að hins vegar að öllu
leyti ánægjuleg; tökuliðið frábært og Rúnar og
Teddi.“
„Já, það var rosalega vel að öllu staðið í
kringum myndina. Það var hugsað vel um
okkur og starfsliðið var alveg framúrskarandi
gott,“ segir Theódór en dregur samt ekkert úr
því að þau Margrét hafi þjáðst með persónum
sínum. „Jájá. Það er nú bara þetta starf. Sum-
um tekst að losa sig út úr persónunni um leið
og þeir fara af leiksviðinu en ég er ekki þannig.
Ég á það til að taka vinnuna dálítið mikið með
mér heim. En þetta er nú bara svona upp og
ofan með leikara og eins og gengur og gerist
með fólk í hinum ýmsu störfum.“
Eldfjall verður framlag Íslands til keppn-
innar um Óskarsverðlaunin sem besta erlenda
myndin en hugur Margrétar og Theodórs er
víðs fjarri Kodak-höllinni í Los Angeles og
verðlaunaafhendingunni í byrjun næsta árs.
Framhald á næstu opnu
Eldfjall var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni
í Cannes í vor og hefur síðan gert það gott á
kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin
var til að mynda sýnd á kvikmyndahátíðinni
í Toronto í byrjun þessa mánaðar og var þar
kynnt til sögunnar sem „mögulega markverð-
asta byrjandaverk íslensks leikstjóra“ síðan
Dagur Kári kom fram með Nóa albínóa. Þá
var Eldfjall sagt vera þroskuð og tilfinninga-
lega krefjandi kvikmynd sem leikstýrt væri
af ótrúlegu næmi. Styrkur myndarinnar er þó
fyrst og fremst sagður liggja í leik Theodórs
og Margrétar Helgu.
Time Out gaf Eldfjalli fjórar stjörnur í
dómi þar sem Theodór var sagður gnæfa yfir
myndinni og að með leik sínum gæfi hann
myndinni dýpt og sendi tilfinningastrauma
frá kaldri og innhverfri persónunni. Síðasta
rósin í hnappagat Theodórs er svo verðlaun
fyrir bestan karlleik í aðalhlutverki á alþjóð-
legu Eurasia-kvikmyndahátíðinni í Kasakstan
í síðustu viku.
„Þetta er heiður og gaman að þessu
þannig að maður getur ekki annað en verið
dálítið stoltur,“ segir Theodór, hógværðin
uppmáluð. Hann átti ekki heimangengt þar
sem hann er á fullu við æfingar á Kirsu-
berjagarðinum í Borgarleikhúsinu. „Rúnar
tók stoltur við verðlaununum fyrir mig,“
segir hann og brosir. „Ég hef nú ekki séð
verðlaunagripinn ennþá vegna þess að
taskan hans Rúnars týndist en hún er nú
komin í leitirnar.“
En komu þessar góðu viðtökur leikur-
unum tveimur í opna skjöldu?
„Bæði og,“ segir Margrét. „Rúnar er nátt-
úrlega búinn að fá svo mikið af verðlaunum
og viðurkenningum en já, ég verð samt að
segja að þetta var nú meira en ég átti von á.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona
löguðu þannig að ég veit í rauninni ekkert
hvernig það er í laginu.“
„Já, auðvitað kom þetta manni á óvart.
Kannski sérstaklega vegna þess að við sáum
bæði myndina í fyrsta skipti á frumsýning-
unni í Cannes. Það var nú dálítil spenna í
sambandi við það. Þetta er náttúrlega svo stór
hátíð og hjá okkur var þetta bara vinna frá
morgni til kvölds.“
Fáir leikstjórar hafa hlotið jafn mörg
verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum
fyrir stuttmyndir og Rúnar og eftirvæntingin
sem ríkti í kringum frumsýningu Eldfjalls í
Cannes var þó nokkur. Þar voru Theodór og
Margrét í brennidepli.
„Við stoppuðum nú bara þarna í þrjá daga.
Þetta var bara vinna en rosalega gaman. Ég
hafði alveg óskaplega gaman af því að vera
þarna og ég hefði gjarna viljað fara á fleiri há-
tíðir ef maður hefði haft tök á því,“ segir Theo-
dór en þau Margrét voru í endalausum við-
tölum á meðan þau voru á hátíðinni. „Myndin
er búin að fara svo víða en við fórum bara til
Cannes. Við höfum bæði haft svo mikið að
gera í leikhúsunum. Við hefðum sjálfsagt
bæði farið á fleiri hátíðir ef við værum ekki í
svona vinnu. Það er gaman að segja frá því að
við erum bæði nýbúin að fá boð um að koma á
kvikmyndahátíð í Úkraínu í sex daga. Það er
nú eiginlega alveg svakalegt að missa af því
vegna þess að hátíðin býður okkur tveimur
út, sem ég held að sé dálítið óvenjulegt, og
borgar allt. Flug, gistingu, fæði, dagpeninga
og allan pakkann. En við erum föst í leiksýn-
ingum. Þetta kemur akkúrat ofan í frumsýn-
ingu á Kirsuberjagarðinum hjá mér,“ segir
Theodór. „Mér líka. Það eru tveir dagar á
milli okkar,“ bætir Margrét við en hún stígur
á fjalir Þjóðleikhússins, eftir langt hlé, í hinu
magnaða verki Hreinsun eftir Sofi Oksanen.
„Það hefði verið gaman að fara,“ segir
Theodór. „Sérstaklega þegar það kemur
Ekkert kvik-
myndaverk-
efni sem ég
hef tekið
þátt í hefur
verið jafn
nærgöngult
og erfitt og
þetta.
Nutu sín við tökur en
þjáðust með persónunum
Theodór Júlíusson hefur verið ausinn lofi fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni
Eldfjall, rétt eins og myndin sjálf sem hefur gert stormandi lukku á kvik-
myndahátíðum víða um heim. Íslendingum gefst nú loks tækifæri til að sjá
myndina því hún verður frumsýnd hér um helgina á RIFF. Margrét Helga
Jóhannsdóttir leikur eiginkonu Theodórs í Eldfjalli og þau eru sammála um að
ekkert verkefni hafi gengið jafn nærri þeim og sú tilfinningatjáning sem þau
sýna í myndinni. Þórarinn Þórarinsson hitti leikarana yfir kaffibolla og ræddi
við þau um velgengni Eldfjalls, það sem fram undan er hjá þeim á fjölunum og
áratugasamstarf þeirra. Ljósmyndir: Hari
Í Eldfjalli leikur Theodór Júlíusson Hannes, geðstirðan
húsvörð í skóla sem er að komast á eftirlaunaaldur.
Íhaldssemi hans og önuglyndi hefur einangrað hann
frá ættingjum og vinum. Engin heldur lengur tryggð
við hann nema Anna, eiginkona hans, sem Margrét
Helga Jóhannsdóttir leikur. Þegar þau hjónin verða
fyrir þungu áfalli neyðist Hannes til að endurskoða
afstöðu sína til lífsins og finna innra með sér rétt-
lætiskennd og samúð.
Eldfjall er þroskasaga manns sem þarf að horfast
í augu við ákvarðanir fortíðarinnar og erfiðleika
nútímans til þess að eiga möguleika á framtíð.
Eldfjallið
30 viðtal Helgin 30. september-2. október 2011