Fréttatíminn - 30.09.2011, Page 46
42 heilsa Helgin 30. september-2. október 2011
Einkaþjálfarar Við allra hæfi
f lestir sem byrja að stunda líkams-rækt vita ekki hvernig gera á æfing-arnar og vantar leiðsögn til að ná
árangri. Þá er mjög gott að fá sér einka-
þjálfara til að byrja á réttum grunni frá
fyrsta degi,“ segir Hrafnhildur Hákonar-
dóttir, yfirmaður einkaþjálfunar í World
Class. Sjálf þurfti hún að glíma við meiðsl
í stoðkerfi eftir umferðarslys og fann sína
leið í gegnum líkamsrækt.
Hvatningin góð
„Ég hef alltaf verið viðloðandi íþróttir og
keppti í vaxtarrækt hér fyrr á árum. Í dag er
hreyfingin ekki bara holl og góð fyrir mig,
heldur lífsnauðsynleg því að hún dregur úr
einkennum sem ég finn fyrir í kjölfar slyss-
ins.“
Hún segir hópinn sem nýtir sér einka-
þjálfun í World Class gríðarlega fjölbreyttan
og það sama eigi við um þann hóp einka-
þjálfara sem eru til taks fyrir áhugasama.
„Hingað kemur fjölbreyttur hópur af báð-
um kynjum alls staðar að úr þjóðfélaginu
og með mjög misjafnar þarfir. Þess vegna
er mikilvægt að hægt sé að mæta þörfum
allra,“ segir Hrafnhildur og útskýrir nán-
ar: „Sumir þjálfaranna henta vel fyrir fólk
sem leggur stund á langhlaup, aðrir fyrir
fólk með bakverki, enn aðrir hafa reynslu
af fólki með einhverja fötlun og svo mætti
lengi telja. Hér er alltaf einhver þjálfari sem
hentar.“
Hún segir fólk oft í vafa um hvernig eigi
að velja einkaþjálfara og hringi þá til að
spyrja ráða. Oft er hægt að leiðbeina fólki
ef það er með sérstakar óskir en síðan segist
Hrafnhildur einnig hvetja fólk til að mæta
og bara fylgjast með inni í sal. „Ef þú sérð
viðskiptavin sem er ánægður með þjálfar-
ann sinn er það góðs viti því við erum jafn
misjöfn og við erum mörg og það er gott
að finna einhvern sem maður finnur ein-
hvern samhljóm með eða hefur mögulega
reynslu af því sem mann langar að leggja
áherslu á,“ segir Hrafnhildur sem segir þó
flesta einkaþjálfarana eiga eitt sameigin-
legt. „Okkur finnst öllum gaman að sparka
í rassinn á fólki,“ segir hún hlæjandi og held-
ur áfram: „Það er alltaf gott að vera með
aðhald og einhvern utanaðkomandi sem
hvetur mann áfram. Margir eiga erfitt með
að sinna þessu reglubundið, finnst erfitt að
koma sér á staðinn, finnst leiðinlegt að æfa
og þar fram eftir götunum. En þetta er svo
nauðsynlegt og þá er um að gera að finna
sér leið til að gera þetta skemmtilegt og
ekki spillir fyrir ef það kemur yfir fólk smá
keppnisandi.“
Besta geðlyfið
Hinn almenni borgari nútímans kannast vel
við kvillana stress og vöðvabólgu og hinar
ýmsu afleiðingar hreyfingarleysis. Þetta
fólk vill Hrafnhildur meira en endilega fá
til sín. „Þótt ég vilji ekki gera upp á milli
viðskiptavinanna minna, finnst mér alltaf
skemmtilegast að fá fólk sem er orkulítið.
Það er svo gaman að lyfta fólki upp úr slen-
inu og hjálpa því til heilbrigðara lífs. Að sjá
breytingarnar sem geta orðið á fólki þegar
það síðan kemur hingað beint í baki, með
glænýja útgeilsun eftir að það er byrjað að
hreyfa sig – það er ómetanlegt. Þetta er
það besta við starfið, að hjálpa fólki að ná
betri líðan sem síðan vonandi smitar frá
sér út í heiminn; það eru mikil verðlaun,“
segir Hrafnhildur ánægð og segir frá ann-
ars konar verðlaunum sem hún notar á sitt
fólk. „Áskorun er alltaf af hinu góða og það
sést vel að um leið og fólk er komið með
markmið og kannski farið að keppa örlítið
innbyrðis, verður þetta skemmtilegt og það
nennir frekar að mæta og síðan er alltaf gott
að vera með verðlaun fyrir góðan árangur,“
segir hún brosandi.
Í World Class koma oft tveir eða þrír sam-
an til einkaþjálfara því það er bæði aðhald í
félagsskapnum og svo er það líka ódýrara.
Sumir velta þá upp þeirri spurningu hvort
einkaþjálfun sé ekki dýr og svo framvegis,
en svar Hrafnhildar við því er að heilsan sé
grundvöllur að öllu okkar lífi, eins og við
vitum, og auk þess sé fólk oft að kaupa sér
dýr jakkaföt, draktir, fara fínt út að borða og
slíkt sem kostar mikið, og þá sé spurning
hvernig maður vilji forgangsraða. „Hreyf-
ingin er svo mikilvæg. Maður kemur þarna
inn alveg hrikalega pirraður, hreyfir á sér
skrokkinn og getur ekki beðið eftir að kom-
ast í sturtu. Síðan er maður orðinn gjörsam-
lega ný manneskja. Þetta er ekki flóknara
en svo; hreyfing eykur gleðina og lífsorkuna
og þetta er besta geðlyfið.“
Gott að fá spark í rassinn
Hrafnhildur Hákonardóttir, yfirmaður einkaþjálfunar í World Class.
Á haustin
tínist fólk
til vinnu og
skóla eftir
sumarið og
lofar bót
og betrun
í ræktinni.
Margir byrja
að hreyfa
sig af krafti,
fara ýmist
út að hlaupa
eða kaupa
sér líkams-
ræktarkort
sem síðan
tekur oft að
rykfalla. Þá
getur verið
kjörið að
fjárfesta
í einka-
þjálfara sem
veit fátt
skemmti-
legra en
að sparka
í rassinn á
fólki sem
þykist ætla
að skrópa í
ræktina.
kYnninG
Lífrænt
grænt te
með
aloe vera
Það er
innihaldið
sem skiptir
öllu máli!
Clipper
-náttúrulega
ljúffeng te
Fæst í helstu matvöruverslunum landsins
BYRJENDANÁMSKEIÐ
4. október – skráning á yoga@yogashala.is
Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna.
Kennarar með góða þekkingu og reynslu – Erlendir gestakennarar
Viltu losna við verki, kvíða og stress? – Viltu styrkja þig og liðka?
Komdu þér í form, andlega og líkamlega. Prófaðu yoga!
reykjavík
Engjateigur 5
sími 553 0203
www.yogashala.is