Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.09.2011, Page 60

Fréttatíminn - 30.09.2011, Page 60
56 tíska Helgin 30. september-2. október 2011 Grennandi snið í haust G rennandi snið sem fer öllum konum vel,“ sagði söngkonan Victoria Beckham um heitasta trendið í dag. Trendið sem hefur verið áberandi hjá hönn- uðum á borð við hana sjálfa og Karl Lagerfeld á tískupöll- unum í haust. Stjörnurnar hafa að sjálfsögðu áttað sig á gangi mála og eru farnar að klæðast mikið ermalausum kjólum og bolum með þröngu hálsmáli. Kim leiðinlegasta Hollywood-stjarnan Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er leiðinlegasta Hollywood-stjarnan sam- kvæmt árlegri skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Parade. Hún fékk 29 prósent atkvæða en leikarinn Charlie Sheen, sem hefur gert allt vitlaust á síðustu mánuðum, hafnaði í öðru sæti með 27 prósent. Kosið var í fleiri flokkum og voru hjónakornin Will og Jada Smith kosin svalasta stjörnuparið, Kate Middleton mesta tískuíkonið og Emma Watson líklegust til að ná árangri eftir Harry Potter-ævintýrið. Louboutin gefur út bók Skóhönnuðurinn Christian Loubo- utin, sem mikið hefur verið milli tannanna á fólki, gaf út sína fyrstu bók á dögunum. Hönnuðurinn skrifaði bókina og tók sjálfur ljósmyndirnar sem skreyta hana. Bókin heitir eftir hönnuðinum sjálfum og er alls sex kaflar. Fyrstu fimm kaflarnir fjalla um lífshlaup hans og hönnun og segir hann frá því þegar hann byrjaði sem hönnuður hjá Chanel sem leiddi til þess að hann opnaði sína eigin verslun árið 1992. Einnig segir hann frá heimilum sínum í París, Egyptalandi og Bandaríkjunum og fylgja að sjálfsögðu safaríkar myndir með. Síðasti kaflinn er ólíkur öllum hinum og segir hann þar frá öllum skópörunum sem hann hefur hannað frá upphafi og myndir fylgja með. Bókina er hægt að nálgast á Amazon fyrir rúmlega 11 þúsund krónur. Leikkonan Kate Bosworth 15. september í kjól frá Antonio Berardi. Nýjasta lína hönnuðarins Karls Lagerfeld fyrir Macy’s. Nýjasta lína Victoriu Beckham var sýnd á tískuvikunni í New York á dögunum. Zoe Saldana 14. september í kjól frá Michael Kors. Tískusýning Antonios Beradi á tískuvikunni í London. Rapparinn Jay Z vinnur nú hörðum höndum að því að hanna nýja liðs- búninga ásamt hönnuðum Adidas fyrir körfuboltaliðið New Jersey Nets en hann er einn af eigendum liðsins. Í byrjun næsta árs verður leikvangur þess ekki lengur í Newark, heldur flytur það sig til Brooklyn og mun í kjölfarið fara í nýja búninga með nýju einkennismerki og breyta nafni sínu í Brooklyn Nets. Liðið ætlar að flytja með pomp og prakt þegar öllum framkvæmd- um er lokið og Jay Z mun að sjálfsögðu halda nokkra tónleika fyrir hörðustu aðdá- endur þess. Jay Z hannar körfu- boltabúninga St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Verð: 8.415 Verð: 6.995 Verð: 7.295 Verð: 4.995 Alsilki vörurnar komnar í hús Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Nýju haustvörurnar streyma inn Stærðir 40-60. Vertu vinur okkar á Facebook Erum með frábært úrval af klæðilegum buxum í stærðum 34-46. ÁTT ÞÚ ERFITT MEÐ AÐ FINNA ÞÉR BUXUR SEM PASSA VEL? Verð 13.990 kr. Bonito ehf. Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 praxis.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 17.00 Útivistarsett 3 í einu. Hlífðarbuxur, jakki og flíspeysa Ótrúlega flott sett. Tilboð kr. 33.000.- Fyrir dömur og herra XS-4XL Sjáið nánar á Praxis.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.