Fréttatíminn - 30.09.2011, Síða 66
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
2x10 World Class 29.sept.pdf 1 9/29/11 11:52 AM
„Þetta er hugmynd sem kom frá
Evu Maríu. Hún er búin að grúska í
gömlum skræðum í Árnastofnun og
lesa þessar vísur. Stelpurnar okkar
höfðu gaman af þessu og þetta virð-
ist höfða vel til krakka. Hún hafði
rekið augun í að ég hafði gaman af
að teikna myndir fyrir stelpurnar
okkar – svona myndir eins og í lita-
bókum – og þannig varð þetta sam-
starf okkar til,“ segir kvikmynda-
leikstjórinn Óskar Jónasson um
tilurð bókarinnar Dans vil ég heyra
sem hann vann með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Evu Maríu Jóns-
dóttur.
Óskar segir það lítið mál að vinna
með Evu Maríu þrátt fyrir að þau
séu ekki lengur hjón. „Eins og
annað fráskilið fólk þurfum við að
eiga í samskiptum frá degi til dags
og þetta var ekkert vandamál. Það
var kærkomin tilbreyting frá kvik-
myndastússinu að setjast niður með
tebolla og lita með vatnslitum,“ seg-
ir Óskar.
Og Eva María tekur í sama
streng: „Hugmyndin kom upp fyrir
mörgum árum en einhvern veginn
fór orkan í eitthvað annað, eins og
til dæmis að skilja. Núna var þetta
mjög gaman og stelpurnar okkar
eru rosalega ánægðar með þessa
samvinnu. Þær voru líka með á öll-
um stigum bókarinnar,“ segir Eva
María.
Hún segir að henni hafi alltaf
gengið vel að svæfa börn – vopnuð
fornkvæðum og rímum. „Þetta eru
gamlir textar með drama, örlög-
um, lífsháska og ógnum. Eitthvað
sem höfðar til barna,“ segir Eva
María. Með bókinni fylgir geisla-
diskur með gömlum upptökum. „Í
bókinni er aðeins hálf sagan sögð
– restin er í flutningnum. Þetta eru
dásamlegar gamlar raddir sem eru
flestar farnar frá okkur – fallegar og
fornar raddir í samhengi við stemn-
inguna,“ segir Eva María.
Bókin kemur út á næstu vikum og
það er Mál og menning sem gefur
hana út.
oskar@frettatiminn.is
Bækur Ný BarNaBók
Eva María og Óskar
búa til bók saman
Kápa bókarinnar Dans vil ég heyra.
Hjónin fyrrverandi, Eva María Jónsdóttir og Óskar Jónasson,
hafa nýlega lokið við barnabókina Dans vil ég heyra. Bókin
hefur að geyma sagnadansa og lausavísur fyrir börn sem Eva
María tók saman og Óskar myndskreytti.
Núna var þetta
mjög gaman
og stelpurnar
okkar eru rosa-
lega ánægðar
með þessa
samvinnu.
Óskar Jónasson teiknaði myndirnar í rólegheitum heima hjá sér. Ljósmynd/Hari
Faðernið
er ráðgáta
M ad Man-stjarnan January Jones hefur í nógu að snúast þessa dagana því
hún eignaðist sitt fyrsta barn á dög-
unum. Strákurinn fékk nafnið Xan-
der Dane Jones og hefur leikkon-
an ekki enn sagt umheiminum hver
faðirinn er. Tímaritið People, sem
komst yfir fæðingarvottorð Xanders
á dögunum, sagði frá því að leikkon-
an hefði skilað auðu þegar kom að
því að gera grein fyrir pabbanum.
Sá orðrómur hefur þó verið á kreiki
síðustu vikur að eiginmaður Clau-
diu Schiffer, Matthew Vaughn,
hafi barnað January en þau kynnt-
ust við tökur á myndinni X Man á
síðasta ári. Matthew neitar þessum
ásökunum og segist vera hamingju-
samlega giftur Claudiu.
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
62 dægurmál Helgin 30. september-2. október 2011