Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 42
Sennilega er það bundið í gen Íslendinga að birgja sig upp fyrir veturinn, eiga í sig og sína til þess að lifa af, þreyja þorrann og góuna. Breytir þar litlu þótt búskaparhættir séu breyttir og lífsstíll allur annar en áður var. Almennt er fólk kannski hætt að súrsa heima, treystir á að Jóhannes í Múlakaffi sjái um þorramatinn, en frystiskápar og frystikistur sjá í staðinn um geymslu á öðru góðmeti haustsins. Þótt menn viti af stórmarkaði á næsta horni kall- ar eitthvað á þá hið innra að tína ber og taka slátur. Haustið er jú uppskerutíminn. Skiptir þar engu að sumar þessara stórverslana eru opnar allan sólar- hringinn árið um kring, að frátöldum föstudeginum langa, páskadegi og jóladegi. Það kom mér því ekki á óvart þegar konan renndi í hlað fyrir síðustu helgi og bað mig vinsamlega að sækja kassa í skottið á bílnum. Þar reyndust vera fimm slátur, þ.e. sviðahausar, blóð, hjörtu, nýru og mör, sem sagt innmatur úr fimm fjallalömbum. Auk þess fylgdu með rúgmjöl og vambir, allt heldur þjóðlegt. „Heldurðu að við borðum þetta allt, elskan mín?“ leyfði ég mér að spyrja enda mundi ég ekki eftir að slátur hefði verið algengur matur á okkar borðum að undanförnu. „Já, já,“ sagði konan full af þeirri bjartsýni sem einkennir fólk með kláran vetrarforða, „auk þess hringdi ég í stelpurnar og mömmu. Þær koma og taka þátt í þessu með okkur svo að þetta dreifist á fleiri.“ Með stelpunum átti hún við dætur okkar hjóna sem hvorki reka risavaxin heimili né hafa, svo ég viti, rifið í sig slátur svona hvunndags. „Mamma kennir þeim að sauma keppina. Þær hafa gott af því að læra handbragðið. Svo geta strák- arnir komið og hrært í blóðinu og troðið í vambirn- ar.“ Með strákunum átti hún við tengdasyni okkar. Það átti greinilega að taka þá í læri líka. Ekki virtist frúin ætla bónda sínum sérstakt hlutverk við at- höfnina. Ég fann mér eitthvað til dundurs úti við og í bíl- skúrnum að morgni sláturdagsins en sá að minn betri helmingur kom í skúrinn og sótti bala eða tvo. Mikið stóð augljóslega til. Út undan mér sá ég hana handleika mörinn og skera smátt. Undraðist jafnframt hve gríðarlegt spik getur safnast fyrir í fimm lömbum á ekki lengri líftíma. Um leið varð mér hugsað til allra þeirra varnaðarorða sem ég hef lesið um fitusöfnun nútímamannsins en komst að því síðar að konan brúkaði fráleitt allan þann mör er fylgdi í kassanum. Sjálfsagt hefur mörinn nýst forverum okkar vel sem unnu erfiðisvinnu úti við á köldum vetrum og bjuggu í lítt upphituðum moldarkofum en síður nú þegar farið er úr einu heitu húsi í annað í heitum bíl með rasshitara að auki í sætunum. Sláturgerðarfólkið tíndist inn, eitt af öðru. Svolítið var svipurinn undarlegur á dætrum okkar þegar þær sáu blóðið og innyflin og enn toginleitari urðu þær þegar amma tók að blanda saman blóði og rúgmjöli í stórum bala og notaði ekki önnur verkfæri en hendurnar. Þær létu sig þó hafa það að setjast niður með vambirnar ásamt stórum nálum og bandi. Amma sagði þeim til í saumaskapnum. Tengdasynirnir fengu það hlutverk að hakka lifr- arnar. Það dugði ekki að setja þær einu sinni í gegn og heldur ekki tvisvar. Fjórum sinnum skyldi það vera, svo sæmdi lifrarpylsu af bestu gerð. Bóndinn á heimilinu reyndi að sýnast upptekinn við annað. Honum varð tíðförult sem fyrr í skúrinn og lét sjá sig annað slagið með amboð í höndum eins og hann væri að gera gagn. Það var látið gott heita. Stundum er sagt að aðstæður séu eins og í sláturhúsi þegar mikið gengur á en þarna átti það við bókstaflega; mör og blóð á víð og dreif. Allt var þó undir öruggri stjórn þeirra tveggja kvenna sem hópinn leiddu – menn mótmæla ekki ömmu sem er með hendurnar á kafi í blóðbala og enn síður er hún tekur til við að leiðbeina ungum mönnum við vambaítroðslu. Það var þá sem pistil- skrifarinn stóðst ekki mátið, sleppti sýndaramboðunum og sótti myndavél heimilisins. Augnablikið varð að varð- veita. Vetrarforðinn var að verða til með samstilltu átaki kynslóðanna. Stelpurnar saumuðu fyrir keppina sem smám saman fríkkuðu með aukinni æfingu. Deila mátti um fegurð þeirra fyrstu en undir það síðasta hefði hver skurðlæknir litið stoltur yfir verkið. Þegar upp var staðið voru keppirnir orðnir þrjátíu og tveir úr þessum fimm slátrum. Að dagsverki loknu voru sláturgerðarmenn sáttir við sitt. Afrakstrinum var skipt í fernt. Þá fannst loksins verkefni fyrir húsbónda heimilisins sem hafði með lagi komið sér hjá lifrarhakki, mörskurði og blóðblöndun. „Gakktu frá þessu í frystiskápn- um,“ sagði konan og benti mér á keppina sem komu í okkar hlut. „Nú höfum við slátur og rófustöppu reglulega á boðstólum. Þetta er fínn matur og hollur, í hófi að minnsta kosti.“ Ég gerði eins og fyrir mig var lagt. Þröngt var þó í frystiskápnum og erfitt að koma nýmetinu fyrir. „Hvað er þetta sem fyllir neðri hillurnar í skápn- um?“ kallaði ég. Konan kom, skoðaði það sem harðfrosið beið í frystihólfinu, og kvað upp sinn úrskurð: „Ah, þetta er sennilega slátrið sem við tókum í fyrra.“ Vetrarforðinn klár Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL S Te ik ni ng /H ar i VIÐ SELJUM FASTEIGNIR við notum atvinnuljósmyndara til ná því besta út úr eigninni við sýnum eignina og fylgjum tilvonandi kaupendum eftir. við hámörkum verð eignarinnar við fylgjum þér eftir og aðstoðum þig við að finna nýtt heimili á sanngjörnu verði. Þannig veitum við þjónustu alla leið, við seljum fyrir þig og hjálpum þér að finna nýtt heimili Hringdu núna 699 5008Hannes SteindórssonSölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Sími: 510-7900 38 viðhorf Helgin 14.-16. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.