Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 68
B ogi Bjarkar er spenntur til hins ítrasta og kannski er hún á hálum ís. Ég meina,
hvernig ætlar hún að toppa Biophi-
liu á næstu plötu? Því í staðinn
fyrir að koma með „enn eina
Bjarkar-plötuna“ kom snillingur-
inn á Ægisíðunni með feikilega
metnaðarfullt verk og næstum yfir-
þyrmandi flókinn pakka – „móður
allra konsept-platna“. Biophilia er
sem sé ekki eitt stykki plata held-
ur alls konar viðhangandi vesen:
vísindasafn, tónlistarnámskeið
fyrir börn, sérsmíðuð hljóðfæri,
David Attenborough og tölvuleikir
(„öpp“) fyrir hvert lag.
„Framtíð tónlistarútgáfu“ er nú
galað spekingslega en ég er ekki
alveg að kaupa það. Fáir munu
treysta sér í annað eins og það
væri líka hallærislegt að ætla að
apa þetta eftir. Björk var eldklár að
upphugsa þetta gríðarlega flækju-
stig en svo snýst þetta eftir sem
áður allt um ryþma og melódíur.
Þótt umbúðir áttundu meginplötu
Bjarkar séu byltingarkenndar –
og manni finnist maður þurfa að
leggja mikið á sig til að „skilja“
þetta allt saman – er innihaldið
einfalt. Í grunninn er þetta „enn
ein Bjarkar-platan“ og það er auð-
vitað fagnaðarefni.
Þrátt fyrir allt vesenið og flækj-
urnar eru röddin og lögin nefni-
lega það sem allt annað stendur
á – sjálft innihaldið. Röddin er í
fínu lagi og Björk tekur ýmsar
gamalkunnar leikfimiæfingar á
þverslá og dýnu. Lögin tíu á aðal-
útgáfu plötunnar eru misgóð en
heildin sterk. Miðbik plötunnar
(lögin Dark Matter og Hollow)
er eins og svarthol þyngslalegra
„nútímatónlistar“-leiðinda en allt
í kring eru gullfalleg og hrífandi
lög; til dæmis Mutual Core, Virus,
Tunderbolt og besta lag plötunnar,
Cosmogony, sem sýnir að einfald-
leikinn er bestur þrátt fyrir öll
blikkandi ljósasjó. Heildarsvipur
plötunnar er rólegur en Björk set-
ur þó stuðvélina einstaka sinnum
í gang. Drum & bass-fríkát í enda
Crystalline er skemmtilegt upp-
brot og í Sacrifice miðju, eftir þétta
stigmögnun, er kveikt á fjörugri
trommuhrærivél.
Björk er alltaf frámunalega mik-
ið á tánum í sándlegri framþróun
sinni. Björk er aldrei retró heldur
alltaf fúteró. Hún leitar aldrei aftur
heldur alltaf fram. Á meðan flestir
samtímamenn hennar í poppinu
snúast hver um annan er Björk
eigið sólkerfi. Þegar Bjarkarsólin
kemur upp virðist hún alltaf jafn
ný og fersk þótt þetta sé reyndar
sama sólin og kom upp síðast.
Slíkur er máttur náttúruundra.
- dr. Gunni
Plötuhorn dr. Gunna
Umbúðir og innihald
Biophilia
Björk
Stórskemmtileg ævintýrasýning fyrir yngstu börnin
Næstu sýningar:
Laugard. 15. okt. kl. 13.30 og 15.00
Laugard. 22. okt. kl. 13.30 og 15.00
Miðaverð
1.800 kr.
Sími í mið
asölu
5511200
www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
HLINI KÓNGSSON
Sögustund í Kúlunni
LISTMUNA
UPPBOÐ
Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is
10-17
virka daga
10-12
laugardaga
Opnunartímar
Getum enn tekið við verkum fyrir næsta
listmunauppboð okkar.
Áhugasamir hafi samband við Ólaf
í síma 893 9663 eða oli@gasar.is.
Valtýr Pétursson
BorGríki Grjóthörð íslensk GlæPasaGa
Athvarf frá þunglyndi
í Borgríki segir Ólafur sögur þriggja hópa sem lýstur saman af mikilli hörku í undirheimum
Reykjavíkur. Serbneskur bifvéla-
virki missir ófætt barn sitt þegar
meðlimir íslensks glæpahrings
ráðast inn á heimili hans. Lögreglu-
kona á ystu nöf, spilltur yfirmaður
hennar og glæpakóngur sem er að
missa tökin á veldi sínu fléttast síð-
an inn í hefndarleiðangur Serbans.
Ólafur er lítið fyrir að feta slóðir
sem hann hefur áður troðið og við-
fangsefni hans, bæði í heimildar-
myndum og leiknum, eru vægast
sagt fjölbreytt. „Ég spái voðalega lítið
í hvað ég er að gera þegar ég byrja
á verkefnum. Eitthvað inni í manni
sogast bara í einhverja átt og ég nota
alltaf kvikmyndir á frekar eigingjarn-
an hátt. Þegar mig langar að sækja
einhvern heim þá bara fer ég og geri
það,“ segir Ólafur.
„Þarna langaði mig að skoða bæði
þessa undirheima og ofbeldið og allt
sem þessu fylgir. Mig langaði líka
einhvern veginn að reyna að skilja
svona ofbeldi; að komast inn í pers-
ónurnar og kanna af hverju þær gera
það sem þær gera. Síðan spilaði inn
í að hópurinn sem er í kringum mig
og mitt fyrirtæki var bara mjög þung-
lyndur á þessum tíma – út af hruninu
og öllu þessu. Maður var búinn að fá
ógeð á allri umfjöllun og öllu þannig
að við ákváðum bara að fara í fjög-
urra mánaða meðferð í glæpaheimin-
um. Við meðhöfundur minn í þessu,
Hrafnkell Stefánsson, skrifuðum því
þessa sögu og svo var bara stokkið í
þetta. Þannig að þetta var þerapjút-
ískt líka.“
Ólafur leggur mikið upp úr
raunsæi í lýsingum myndarinnar á
skuggahliðum Reykjavíkur og hann
og hans fólk lagðist í umfangsmikla
rannsóknarvinnu. „Ef þetta á að vera
gæðaefni verður það að vera frekar
rétt allt saman. Þannig að við byrj-
uðum í rauninni bara á að rannsaka
þennan heim og alla möguleika sög-
unnar í honum. Lögreglan var okkur
síðan mjög innan handar. Allar deild-
ir. Þeir voru ótrúlega hjálpsamir.
Þegar við vorum búin að klína þessu
öllu saman, fylgdust þeir áfram með
hjá okkur. Við erum líka búin að sýna
alls konar fólki, sem tengist þessum
heimum beint og óbeint, myndina og
það er einmitt sammála um að þarna
hafi tekist mjög vel til hvað varðar
raunsæi. Það er ekki tekið mikið bíó-
leyfi þarna. Þannig lagað.“
Ólafur hefur nú skilað Borgríki af
sér og hefur sjaldan haft jafn lítið fyr-
ir stafni. Hann segir að aldrei þessu
vant sé framhaldið frekar óráðið hjá
sér. „Ég er bara að fara eitthvað til út-
landa. Ætla til Los Angeles í eitthvert
framapot þar og svona.“ -þþ
Ólafur Jóhannesson segir tímabært að
bregða sér aðeins út fyrir landsteinana
enda sé umgjörðin utan um kvikmynda-
gerð á Íslandi orðin svo slæm með
niðurskurði og tilheyrandi fjársvelti.
Ljósmynd Teitur
D vítamín er án efa eitt af þeim fæðubótarefnum
sem hver og einn þarf að taka fyrir almennt
heilbrigði og sem forvörn gegn fjölda sjúkdóma.
Haraldur Magnússon osteópati B.Sc (hons)
frá NOW fyrir börn og fullorðna
D-VÍTAMÍN
Þú færð NOW vörurnar í verslunum um allt land. Nánar á www.yggdrasill.is
64 dægurmál Helgin 14.-16. október 2011