Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 66
L eikhúslistamennirnir Sig-urður Skúlason og Benedikt Árnason standa saman að sýningu byggðri á höfundarverki Williams Shakespeare í Þjóðleikhús- kjallaranum. Um er að ræða einleik þar sem leiktexta úr ýmsum verkum Shakespeares, í þýðingu Helga Hálf- danarsonar, er fléttað saman. Þarna er stiklað á stóru, og þá aðallega út frá mannskilningi leikskáldsins fræga. Sigurður stendur á sviðinu, Benedikt leikstýrir. Það er augljóst frá upphafi hvers konar upplifun er hér í boði. Sig- urður bregður sér í heimsþekkt hlutverk leikbókmenntanna og flytur magnaðan texta skáldsins, á sinn kröftuga en hógværa hátt og án nokkurra „hjálpartækja”. Hann gerir þetta af þó nokkurri íþrótt og nýtur sín vel en sýningin öll er mjög fyrirsjáanleg og ég sakna þess veru- lega að þeir félagar skuli ekki leggja meira út af efninu en raun ber vitni. Þetta varð á köflum eins og „best- of”-plata eða lagleg tilvitnanabók – gripir sem eru sannarlega ágætir til síns brúks en rista grunnt. Flestir vita jú að Shakespeare var og er hreint magnað leikskáld, arf- leifð hans er mikilvæg og merkileg – mannskilningur hans einstakur. Stundum þarf að minna á hið aug- ljósa en ég held að hér hafi gullið tækifæri farið forgörðum. Efnivið- urinn er auðugur en listamennirn- ir fara örugga leið og nálgast hann með ópersónulegum silkihönskum. Það er gaman að sjá Sigurð Skúlason á sviðinu en það skilur ekki annað eftir sig en staðfestingu þess sem maður mögulega vissi fyrir: Shake- speare er sígildur meistari og Sig- urður er hæfileikaríkur leikari. Kristrún Heiða Hauksdóttir Upphafning þess augljósa  Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Leikur einn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Höfundar: Sigurður Skúlason og Benedikt Árnason Leikstjóri: Benedikt Árnason  Leikdómur HvíLíkt sniLLdarverk . . . sýnt í ÞjóðLeikHúsinu „Leikurinn gerist árið 1965 og það var ákveðið að halda sig við þann tíma. Leikstjórinn gaf þá skýr- ingu að í nútímanum væri of mikið um farsíma til þess að það yrði sannfærandi að leikurinn gerðist meira og minna í myrkri,“ segir Þóra Karítas sem tók því fagnandi að fá að fara aftur í tímann, ekki síst í klæðaburði. „Mér finnst þetta líka bara svo skemmtilegt tímabil þannig að það kveikti í mér að þetta væri frekar þarna en í núinu.“ Peter Shaffer er öllu þekktari fyrir þyngri og dramatískari verk eins og Equus. „Hann er svo- lítið að gera grín að yfirstéttinni og stéttaskipt- ingu með því að setja fína fólkið í aðstæður þar sem það getur ekki verið alveg jafn fínt og það vill vera.“ Leikurinn gerist í London þar sem ungur, fátækur listamaður og unnusta hans fá ríkulega antíkhúsmuni að láni án leyfis til að ganga í augun á föður hennar, uppskrúfuðum og stífum ofursta. Fleira fólk bætist í hópinn, meðal annars Þóra Karítas sem mætir óboðin og óvænt í hlut- verki fyrrverandi ástkonu listamannsins. Síðan fer rafmagnið af og í myrkrinu hleðst ruglingur- inn og grínið upp. „Hún er smá tálkvendi,“ segir Þóra. „Hún mætir á svæðið vegna þess að hún áttar sig á því að hún gerði mistök þegar hún hætti með kærast- anum sínum og er komin til að endurheimta hann – ætlar í það minnsta að eyðileggja þetta nýja sam- band fyrir honum.“ Þóra segir glímu leikaranna við að látast vera í myrkri á sviðinu hafa verið mjög áhugaverða og að hún hafi tekið nokkuð á. „Ég bý til dæmis í leikaraíbúð með Árna Pétri Guðjónssyni, Guð- mundi Ólafssyni og Einari Aðalsteinssyni og við erum búin að vera að slökkva ljósin og pæla í hvernig við hreyfum okkur í myrkri. Þar er mað- ur oft alveg fáránlegur, ber hendurnar fyrir sig og dansar eiginlega frekar en gengur.“ Þóra segir myrkrið bjóða upp á gott grín og ýmis skakkaföll en á æfingum hafi verið erfiðast að gleyma sér ekki og horfa beint í augu mótleik- aranna. „Það má ekki vegna þess að í myrkrinu myndi maður horfa aðeins meira til vinstri eða hægri því að maður veit ekki nákvæmlega hvar manneskjan er.“ toti@frettatiminn.is  Þóra karítas Leikur í svörtu kómedíunni Fálmaði sig áfram í myrkri Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, farsann Svörtu kómedíuna eftir Peter Shaffer. Á sviðinu kemur saman hópur reyndra og yngri leikara í fjörugum gamanleik sem gerist að mestu í myrkri þótt sviðið sé upplýst. Þóra Karítas Árnadóttir leikur þar konu sem er til alls vís; hálfgert tálkvendi Þóra Karítas kann vel við sig í múnderingu sjöunda áratugarins enda hrifin af því tímabili. Ljósmynd/Grímur Bjarnason – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 65 89 1 0/ 11 Gildir til 18. október. Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur af Efalex Eflir og styrkir hugsun, einbeitingu, sjón og hormónajafnvægi. Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 14.10. Kl. 22:00 3. aukas. Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn. Fim 20.10. Kl. 19:30 2. sérst. Fös 21.10. Kl. 19:30 3. sér. Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn. Lau 29.10. Kl. 16:00 15. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 16. sýn. Listaverkið (Stóra sviðið) Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fös 4.11. Kl. 19:30 5. aukas. Lau 5.11. Kl. 19:30 6. aukas. Lau 19.11. Kl. 19:30 22. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 21. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 13. sýn. Fim 20.10. Kl. 19:30 3. auks. Fös 21.10. Kl. 19:30 14. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 4. auks. Lau 12.11. Kl. 19:30 20. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn. Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 16.10. Kl. 14:00 38. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 15.10. Kl. 22:00 7. sýn. Lau 29.10. Kl. 22:00 8. sýn. Fös 2.12. Kl. 22:00 Fim 27.10. Kl. 19:30 Frums. Fös 28.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 14.10. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 5. sýn. Mið 19.10. Kl. 19:30 6. sýn. Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 16.10. Kl. 21:00 Frums. Fös 21.10. Kl. 22:00 2. sýn. Lau 22.10. Kl. 22:00 3. sýn. U U U Ö U Ö U U Ö Ö U U Ö Hlini kóngsson (Kúlan) Lau 15.10. Kl. 13:30 Lau 15.10. Kl. 15:00 ATHUGIÐ SÍÐASTA SÝNING! U Sun 30.10. Kl. 19:30 17. sýn. U Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 23. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 24. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 25. sýn. Lau 22.10. Kl. 13:30 Síðasta sýning sunnudaginn 16. október kl. 14 62 menning Helgin 14.-16. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.