Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 52
48 garðar unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 14.-16. október 2011 L engi vel bjuggum við Íslendingar svo vel að vorin voru vot og oft og tíðum nokkuð hlý. Sólríkustu dagar vorsins voru að sjálfsögðu á meðan skóla- krakkar sátu sveittir yfir skólabókunum en um leið og prófum lauk fór að rigna og rigndi nokkuð samviskusamlega fram yfir 17. júní, sem oft og tíðum batt endahnútinn á vætutíðina með hressilegu slagviðri. Þessar tímar virðast nú heyra sögunni til. Þurrasti árstíminn er nú gjarna vorið og jafnvel hefur legið við að sólskinsstunda- og hitamet hafi verið slegin á sjálfan þjóðhátíðardaginn! Sú breyting sem við höfum orðið vör við á veðurfari hérlendis síðustu árin hefur haft margvíslegar afleiðingar, ekki síst í garðyrkju. Nú er til dæmis hægt að rækta ýmsar tegundir vor- blómstrandi plantna sem alls ekki gekk að rækta fyrir 10-15 árum og má þakka það því að síðustu vor hafa verið mildari og lengri en áður var. Gróðursetningartímabilin Garðyrkjumenn hafa lagað hegðun sína og atferli nokkuð að þessu breytta tíðarfari. Áður fyrr kappkostuðu menn að koma öllum plöntum niður fyrir 17. júní og eftir þann tíma var sölu- tímabili í gróðrarstöðvum hreinlega lokið; þorri plantna var gróðursettur að vori enda gott að planta í vætutíð og hlýindum. Síðustu ár hafa garðyrkjumenn smám saman hætt að gróður- setja plöntur á vorin og farið í að gróðursetja á haustin í staðinn. Í raun er hægt að gróðursetja allt sumarið, svo framarlega sem plönturnar eru ræktaðar í pottum því þá eru þær tilbúnar til gróðursetningar hvenær sem er. Plöntur sem teknar eru upp af beði og eru ýmist berróta eða hnausplöntur er hins vegar best að gróðursetja snemma á vorin áður en þær laufgast eða síðla sumars og fram á haust, eftir að lengdarvexti greina og yfirbyggingar plöntunnar lýkur. Talað er um haustgróður- setningu þegar plöntur eru búnar að ljúka vexti og komnar með haustlit eða búnar að fella laufið að haustinu. Samkvæmt þessu getur tímabil haustgróðursetningar hafist strax upp úr miðjum ágúst, þegar harðgerar plöntutegundir eins og birki ljúka vexti. Kannski væri réttara að tala um síðsumargróðursetningu í þeim tilfellum. Haustgróðursetningar hafa marga kosti í för með sér fyrir garðeigendur og ekki kannski síst fyrir þá sem eru að rækta plöntur í sumarbústaðalandinu sínu og hafa ekki tök á að sinna þeim daglega. Eftir að vöxtur greinanna stöðvast taka ræturnar til við að vaxa fram á haustið og þær halda áfram vexti þar til hitastigið í jarðveginum er komið niður í um það bil 5°C; eftir það leggjast ræturnar í dvala líka. Þetta þýðir að ef plöntur eru gróðursettar snemma í september getur rótakerfið vaxið hægt og rólega í 6-8 vikur fram á haustið, ef tíðin er góð. Með því móti ná plönturnar að festa sig aðeins í sessi fyrir veturinn. Vaxtartímabil Næsta vor hefst vaxtar- tími plantnanna á því að rótakerfið tekur við sér um leið og hitastigið í jarðveginum hækkar. Ræturnar hefja vöxt og fara að taka upp vatn sem er forsenda þess að laufg- un geti átt sér stað. Þessi rótavöxtur getur hafist snemma í apríl í góðu vori en yfirleitt fara garð- eigendur ekki að huga að gróðursetningu fyrr en um miðjan maí. Plöntur sem gróðursettar eru að hausti fara því fyrr af stað á vaxtarstaðnum og geta átt mun lengra vaxtartímabil en ef þær væru gróðursettar að vori. Eftir að plöntur ljúka vexti á haustin falla þær í dvala og það skiptir plönturnar í raun engu máli hvort þær eru í dvala inni í gróðrarstöð eða annars staðar. Eitthvað hefur borið á því að mjög fínlegar greinar geti þornað upp ef veturinn er vindasamur og plönturnar staðsettar á erfiðum stöðum en þetta er í raun ekki bundið við plöntur sem gróðursettar eru að haustinu. Vissulega geta plöntur orðið fyrir skakkaföllum yfir veturinn. Frostlyfting getur verið vandamál á stöðum þar sem gróðursett er í erfiðan jarðveg. Garðyrkjumenn eiga að sjálfsögðu ráð gegn þessum vanda. Hægt er að setja þekjandi efni yfir jarðvegsyfir- borðið kringum plöntuna. Gróðursetning plantna á haustin Frá afhendingu ávaxtatrjáa til félagsmanna.  GarðyrkjufélaG ÍsLands Ræktað með Garðyrkjufélaginu um land allt Þ að er líf í Garðyrkjufélaginu þessa dagana. Það lifir vel í gömlum glæðum þessa 126 ára félags sem nú stendur fyrir nýjungum í ræktun og boðar nýja tíma. Það eru spennandi tímar fram undan í ræktun hér á landi. Ávaxtaverkefnið sem sett var á lagg- irnar í fyrravetur í samvinnu við Land- búnaðarháskólann, komst á flug með afhendingu yfir 1.750 plantna til um 160 félaga úti um allt land, frá Hornafirði og Suðurnesjum til Ísafjarðar, Bjarnarfjarð- ar á Ströndum, Húsavíkur og austur á Hérað. Nú horfir fólk með eftirvæntingu til næstu ára hvernig til tekst. Nýstofn- aður ávaxtaklúbbur gefur klúbbfélögum aftur möguleika á að panta ungar ávaxta- plöntur fyrir 10. október. Þessar plöntur verða til afgreiðslu á vordögum. Um þessar mundir er félagið að kynna nýja möguleika í ræktun berjarunna. Hugmyndin er m.a. að sækja nýjan efni- við til Finnlands til prófunar hér á landi. Reynslan af finnskum rósa- og ávaxta- yrkjum bendir til þess að Finnar búi yfir tegundum og yrkjum sem gætu passað vel fyrir Íslendinga. Sumt er komið frá Rússlandi og annað frá Kanada en á það sammerkt að geta gefið góða upp- skeru við erfið skilyrði. Íslendingar hafa ekki almennt áttað sig á því hve góða möguleika við eigum á þessu sviði og hve heilsusamleg uppskeran er, þökk sé löngum, björtum sumardögum á norð- lægum slóðum. Grenndargarðarnir hafa nú verið starf- ræktir á þrem stöðum á höfuðborgar- svæðinu við vaxandi vinsældir. Leigjend- ur garða ganga að sínum matjurtareitum um lengri tíma ef þeir kjósa og mun fé- lagið fjárfesta í girðingum og verkfærum til að auðvelda umhirðu reitanna. Þá mun félagið áfram veita fræðslu um matjurta- rækt og aðstoða garðleigjendur á staðn- um með góðum ráðum. Akureyrarbær hefur leigt út grenndargarða með góðum árangri. Matjurtaklúbburinn hefur staðið fyrir námskeiðum og fræðslufundum um matjurtarækt og kynnt til sögunnar nýjar tegundir og yrki matjurta. Rósaklúbbur Garðyrkjufélagsins hefur verið starfræktur í níu ár og staðið fyrir tilraunum til að finna heppileg rósayrki fyrir íslenskar aðstæður og aðstoðað meðlimi við innkaup á tegundum og yrkjum sem lítið hafa verið á markaði hérlendis. Það hefur gefist vel og þekk- ing á rósaræktun hefur breiðst hratt út. Nýlega var opnaður rósagarður í Laugar- dal í samstarfi klúbbsins og Reykjavíkur- borgar. Þar er til sýnis fjöldi yrkja sem hafa reynst vel eða lofa góðu. Fram und- an er kynning Rósaklúbbsins á reynslu félaga til þessa fyrir meðlimi Garðyrkju- félagsins og verður almenningi boðið að koma og hlýða á fyrirlestrana. Þar verður margt áhugavert fyrir þá sem vilja kynn- ast drottningu blómanna, rósinni, og skreyta umhverfi sitt. Á næsta ári verður Norræna rósahelgin haldin á Íslandi á vegum klúbbsins. Um 130 manns annars staðar á Norðurlöndum hafa látið í ljós áhuga á að koma. Félagið hefur nú endurreist eða stofnað deildir með félögum sínum á Suðurlandi, Suðurnesjum, í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, í Eyjafirði, á Húsavík, Egilsstöðum og í undirbúningi er endur- reisn deilda á Hornafirði og Ísafirði. Skagfirðingar hafa starfrækt félags- deild um langt árabil sem aldrei hefur lagst út af. Breytingar á samgöngum og endurnýjaður áhugi á heimaræktun sem tengist breytingum á lífsstíl skapar þörf fyrir félagslegan vettvang til fræðslu og miðlunar á góðum efniviði til ræktunar víða um land. Í Garðyrkjufélaginu fjölgar meðlimum ört þessi misserin og greinlegt er að starfsemi þess fellur í frjóan jarðveg – bókstaflega. Glæsilegt, árlegt Garð- yrkjurit fylgir félagsaðild og hefur komið nánast samfellt út frá 1895. Í því birtist mikilvægur fróðleikur um ræktun í takt við þörf á hverjum tíma, og byggir hann ekki síst á eigin reynslu félaga, bæði leikra og lærðra. Fólk getur skráð sig í félagið á heim- síðu þess gardurinn@gardurinn.is Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands! Skoðaðu kosti þess að vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is Myndarleg hola tilbúin. Mold mokað varlega að rótum plöntunnar. Plantan komin á sinn stað, vökvuð og tilbúin fyrir veturinn. Haustgróðursetning í sumarbústaðalandinu. Vænn skammtur af hús- dýraáburði í fötu. Jóhann Pálsson afhjúpar upplýsingaskilti við opnun Rósagarðs í Laugardal 21. júlí, 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.