Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 48

Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 48
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is 44 kræsingar Helgin 28.-30. janúar 2011 Franck Millet Sancerre Sau- vignon Blanc Loire, Frakkland, 2009 12,5 % 2.999 kr. Lýsing á vinbud.is: Ljóssítrónugult. Létt fylling, þurrt, sýruríkt. Ljós ávöxtur, grænjaxlar. Ferskt. Elfa: mmmm... mér finnst þetta gott. Ólína: Já mér finnst þetta flott. Það er greip í þessu og ávaxta- keimur. Ég gæti trúað að þetta sé dýrt vín, það er massíft. Laufey: Ég finn eikarkeim og pínu súran keim. Þetta er örugglega gott með mat, sushi og fiski. Moselland Ars Vitis Riesling Þýskaland 8,5% 1.549 kr. Lýsing á vinbud.is: Ljóssítrónugult. Létt fylling, hálf­ sætt, fersk sýra. Epli, pera, læm. Ólína: Þetta er mjög sætt vín, nánast eins og desertvín. Hlýtur að vera Riesling. Laufey: Þetta finnst mér mjög gott. Elfa: Mér finnst þetta ekki gott, bara vont. Alamos Chardonnay Argentína, 2010 13,5% 1.899 kr. Lýsing á vinbud.is: Ljóssítrónugult, meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Melóna, sítrus, pera, eik. Elfa: Nú finn ég miklu betri lykt, eikarkeimur. Þetta er örugglega chardonnay. Gott vín en ég myndi ekki borða sushi með þessu. Laufey: Þetta er eitt- hvað fullorðins, svona fágað og þykkt einhvern vegin. Aðeins of þungt fyrir mig. Ólína: Mér finnst þetta líka þungt og lyktin betri en sjálft vínið. Of mikil eik fyrir mig. Bouchard Pere & Fils Meursault Búrgúndí, Frakkland, 2007 13% 5.530 kr. Lýsing á vinbud.is: Sítrónu­ gult, mjúk meðalfylling, þurrt, ferskt. Epli, sítrus, eik, ljós ávöxtur, mandla. Laufey: Ég get varla lýst þessu, einhver hnetu- keimur í lyktinni. Þetta er of þungt fyrir mig. Ólína: Það er rosa smjör- keimur, þetta er einhver bomba. Þetta er lykt eins og mann langar að finna af víni. Það minnir á silki, rosa fylling í því. Bragðast eins og hunang, mjög gott. Elfa: Já mjög flott vín, greinilega chardonnay, smá ostalykt af því.  HvítvínSSMökkun Hvítvín og kvennahittingur Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku, í verslun okkar eða á kokka.is JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Bollaleggingar Raimat Abadia Blanc de Blancs Spánn, 2010 13% 1.999 kr. Lýsing á vinbud.is: Ljós­ sítrónugult. Létt meðal­ fylling, þurrt, fersk sýra. Melóna, sítrus, pera. Laufey: Þetta er ekki svona þungt. Þetta er bragðmikið, ferskt og mjög gott. Eina fullorðinsvínið sem ég fíla. Ólína: Þetta er ferskt og gott og þurrara megin við strikið. Elfa: Þetta minnir á Chablis. Þetta er svona vín eins og ég drekk. Mjög gott vín. El Coto Rioja Spánn, 2010 12% 1.499 kr Lýsing á vinbud.is: Fölgult, lítil fylling, þurrt, fersk sýra. Léttur ljós ávöxtur, möndlur, jörð Elfa: Svolítið súrt, fengi hausverk af þessu. Þetta er ekki svona vín sem maður myndi segja mmmm... eftir sopann Ólína: Myndi drekka þetta í miklum hita Laufey: Mér finnst þetta ekki gott en jú kannski ískalt í hita H vítvín fá ekki alltaf þá athygli sem þau eiga skilið. Þau eru yfirleitt léttari og ferskari valkostur en rauðvín og henta því vel sem söturdrykkur í kvennahittingi því líkt og bjórinn hefur verið kallaður kalladrykkur þá er hvítvínið sannkallaður skvísudrykkur. Fréttatíminn hefur áður fengið karlmenn til að hjálpa við bjórsmökkun og því var upplagt að fá 3 glæsilegar konur til að hjálpa okkur við að smakka hvítvín. Smökkunin var blind og gerð eftir kúnstarinnar reglum með hjálp vínsérfræðingsins Gunna Palla á Vínbarnum við Kirkju- hvol sem hjálpaði einnig við að velja vínin sem voru allt frá vinsælum og ódýrum upp í fáguð og rándýr. Þær Elfa, Laufey og Ólína smökkuðu hvert vín og lýstu sinni upplifun.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.