Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 30.12.2011, Qupperneq 18
Icesave-lögin felld úr gildi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði svokölluðum Ice- save-lögum staðfestingar 20. febrú- ar. Þjóðin gekk því til atkvæða- greiðslu um lögin 9. apríl. Úrslit kosninganna urðu þau að 69.462 kjósendur sögðu „já“ eða 40,2 prósent en „nei“ sögðu 103.207 eða 59,8 prósent. Lögin voru þar með felld úr gildi. Þau voru um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga sem undirritað- ir voru í London í desember 2010, svonefnda Icesave-samninga. Þeir fjölluðu um ábyrgð íslenska ríkis- ins á endurgreiðslu Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins vegna kostnaður ríkjanna tveggja af greiðslu innstæðutryggingar til viðskiptavina í útibúum Lands- banka Íslands hf í Bretlandi og Hol- landi. Eftirlitsstofnun EFTA ákvað í framhaldi þessa, nú í desember, að leggja mál Íslands fyrir EFTA- dómstólinn. Samkvæmt tilskipun- inni bar Íslandi að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til hvers Ice- save-sparifjáreiganda að lágmarki sem nemur 20 þúsund evrum. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá Stjórnlagaráð afhenti forseta Al- þingis, Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur, frumvarp að nýrri stjórnar- skrá 29. júlí. Í því er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna. Sam- kvæmt frumvarpinu geta tíu af hundraði kjósenda krafist þjóðar- atkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt og tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Kosningakerfið er tekið til heildarendurskoðunar. Fram kem- ur að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt. Meðal annarra nýmæla frumvarpsins er að for- seti sitji ekki lengur en þrjú kjör- tímabil og enginn ráðherra getur gegnt sama embættinu lengur en í átta ár. Þá kýs Alþingi sér forsætis- ráðherra með beinni kosningu í kjölfar þingkosninga. Sé alþingis- maður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og varamaður tekur sæti hans. Eldgos í Grímsvötnum Eldgos hófst í Grímsvötnum 21. maí. Gosmökkurinn náði 20 kíló- metra hæð. Nokkur röskun varð á flugi innanlands vegna goss- ins. Erlendis var austurhluta loftrýmis Grænlands lokað um hríð. Þá var skoskum og norður- írskum flugvöllum lokað. Loft- rými yfir norðausturhluta Dan- merkur var lokað auk þess sem flugvöllum í Hamborg, Berlín og Bremen var lokað. Flugum- ferð komst þó fljótt í eðlilegt horf og röskunin var miklu minni en varð í kjölfar gossins í Eyja- fjallajökli árið 2010. Þjóðvegi eitt yfir Skeiðarársand var lokað frá 21. til 24 maí. Gosið hafði engin teljandi áhrif á bókanir ferða- manna og tjón ferðaþjónustunn- ar var lítið. Fréttir ársins Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, miklu betur þekktur sem Mugison, er óumdeildur gleðigjafi ársins. Hann hefur lyft geði drjúgs hluta landsmanna með tónlist sinni og tónleikahaldi á árinu og segja má að hann sé kominn á þann stall að geta talist ástmögur þjóðarinnar. Mugison hefur ásamt föður sínum keyrt Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði áfram með miklum glæsibrag síðastliðin ár og þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja leggja leið sína vestur til þess að skemmta sér undir fjölbreyttu tónleikahaldi. Mugison gaf út hljómplötuna Haglél í haust. Hann hélt útgáfutónleika þann 1. október í troðfullri Frí- kirkjunni þar sem hann heillaði mannskapinn með tónlist og gríni. Platan hefur selst í bílförmum og af sinni eðlislægu hógværð og ljúfmennsku ákvað Mug- ison að þakka fyrir sig með því að bjóða til ókeypis tónleika undir lok ársins. Færri komust að en vildu í Hörpu þegar Mugison steig á stokk en hermt er að þeir sem fengu miða verði ekki samir eftir magnaða upplifunina. Gleðigjafi ársins Framhald á næstu opnu 18 fréttir ársins Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.