Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Síða 56

Fréttatíminn - 30.12.2011, Síða 56
Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 201256 tíska Tímalaus tíska á áramótunum Ótrúlegt hvað tíminn líður. Enn eitt árið hefur nú flogið frá okkur og erum við nú komin að því að fagna nýjum áfanga í lífi okkar. Áramóta- brjálæðið er handan horns og við þykjumst vera tilbúin í að sprengja okkur yfir í næsta ár. Spariklæðnaðurinn er rifinn úr hillunum og gerum við okkur klár í að fagna fagmannlega í okkar fínasta pússi með nánustu fjölskyldu og vinum með kampavín í annarri og stjörnu- ljós í hinni. Svo virðist sem þetta kvöld hafi yfir sér að bera tímaleysi þegar tískan er annars vegar. Ár hvert eru það einkum glamúrlegir pallíettukjólar fyrir stelpurnar og smókingjakkaföt fyrir strákana sem gilda. Það skiptir eiginlega ekki hvaða ár er eða áratugur. Svo virðist sem þessi sér- staki áramótafatnaður muni aldrei víkja fyrir einhverju öðru þetta tiltekna kvöld. Andlits- málning kvennanna er óhefðbundnari en venjulega og skvetta þær glimm- erfarðanum framan í sig í stíl við kjól- inn. Himinháir hælar verða svo fyrir valinu án þess að kvenþjóðin taki nokkurt tillit til veðurs eða aðstæðna. Þetta virðist svo vera síðasti dagurinn til að belgja sig út af hátíðarmat hjá flestum. Margir landsmenn strengja áramótaheit; lofa sér því að léttast um nokkur kíló og reynast reglulegir gestir í líkamsræktar- stöðinni. Ég veit ekki alveg hvaðan þessi siður kemur upprunalega, en eitt er víst að hann er ekkert voðalega áreiðanlegur – ára- mótaheit flestra virðast eiga það sammerkt að þau eru brotin fyrr en seinna. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Nú, þegar við erum á lokaspretti þessa árs, keppast snyrtivörufyrirtækin við að kynna nýju snyrtivörulínurnar sem væntanlegar eru á nýju ári. Tískurisinn Chanel er eitt þessara fyrirtækja en á dögunum var nýja vorlínan þaðan kynnt; Harmonie de Prin- temps – sem er sumarleg og sæt lína. Hún er bleiktóna og samanstendur af varalitum, augnskuggapalléttu, kinnalitum og þremur fallegum tegundum naglalakks sem heitir eftir sumarmánuðunum. Chanel-naglalakk virðast alltaf fá mestu athyglina þess sem finna má í snyrtivörulínu fyrirtækisins hverju sinni og ekki skrítið því naglalakk þaðan er jafnan valið naglalakk ársins. Falleg og björt sumarlína frá Chanel Hin 53 ára gamla Madonna undirbýr nú markaðssetningu á nýjasta ilmi sínum Truth or Dare sem er væntanlegur á markað í apríl. Innblástur við gerð ilmsins fær söngkonan frá móður sinni en markmið Madonnu er að fanga líkamslykt hennar í ilmvatnsglas. Auglýsingaherferð ilmsins átti að hefjast fyrir alvöru í næstu viku en lykilauglýsingin lak út á veraldarvefinn fyrr í vikunni. Þar má sjá söngkonuna ofurfótó- sjoppaða og nakta en ilmurinn er felldur inn í myndina. Ekki hefur sést mikið af söngkonunni síðustu misseri og segja sumir tískuspekúlantar þetta örvæntingarfullt hróp Madonnu á athygli. Fangar líkamslykt móður sinnar Alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið Revlon kynnti á dögunum tvær nýjar snyrtivörulínur sem unnar voru í samstarfi við leikkonurnar Emmu Stone, 23 ára, og Oliviu Wilde, 28 ára. Emma tók að sér að hanna fjölbreytilega varaliti sem samanstanda af varalitum úr allri litaflórunni. Olivia Wilde fór aðra leið og hannaði aðeins dökka augn- skugga sem einkennast af glamúr og glæsileika. Báðar línurnar eru væntanlegar í byrjun árs í verslanir Revlon og á veraldarvefinn og fylgir sögunni að þessar snyrtivörur verði á sanngjörnu verði. Fjölbreytilegir varalitir og dökkir augnskuggar Emma Stone. Olivia Wilde. Sigrún Svanhvít Kristinsdóttir 20 ára Kjóll: Kiss Sokkabuxur: Oriblu Skór: Fókus „Mér finnst kjóllinn mjög glamúrús og áramótalegur. Maður getur aldrei verið með nóg að glimmeri og glamúr á áramótunum. Kjólinn keypti ég í Kiss og hann er með opið bak sem mér finnst mjög töff.“ Aldís Sif Bjarnhéðins- dóttir 21 árs Kjóll: H&M Sokkabuxur: Oriblu Skór: Bianco „Þessi kjóll sem ég keypti í H&M finnst mér mjög sætur og skemmtilegur. Fallegt snið á honum og fallegur litur. Fannst hann upplagður fyrir áramótin.“ Fjölbreytileg áramótatíska Ástrós Erla Benediktsdóttir 20 ára Skór: Manía Sokkabuxur: Vila Pils: Götumarkaður Blússa: Spúútnik Hálsmen: Six Armbönd: Fatamarkaður „Ég kýs að vera í litríkum fötum á áramótunum. Finnst það eiga vel við alla litina sem við sprengjum upp með rakettunum. Hálsmenið finnst mér einnig passa vel við þetta kvöld. Fín föt á nýju ári.“ Veronika Ómarsdóttir 20 ára Skór. Gallerí Ozone Sokkabuxur: Oriblu Kjóll: Dúkkuhúsið Skyrta: Gallerí Ozone Skinn: Kolaportið „Þetta eru þægileg föt sem eru mátulega glamúrus fyrir áramótin. Feldinn valdi ég sér- staklega til þess að halda á mér hita í köldu veðrinu.“ Fimm stúlkur opnuðu fataskápinn sinn fyrir Fréttatímanum og frumsýndu áramótadressið í ár. Áramótatískan virðist vera fjölbreytileg, skemmtileg og allt virðist vera leyfilegt. María Rún Baldurs- dóttir 21 árs Skór: Einvera Buxur: Forever21 Bolur: Kalda Hálsmen: Forever21 „Persónulega finnst mér of mikið að klæðast stuttum glanskjólum í kuld- anum. Ég vil frekar klæða mig í þægileg en töff föt sem passa vel við mig sjálfa. Þessar buxur sem ég fékk í Forever21 eru krúttlegar og passa vel við rokkaða skóna.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.