Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 10

Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 10
www.baendaferdir.is Sp ör e hf . s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Á bökkum Dónár Fararstjóri: Þórður Höskuldsson Verð: 239.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, lestarferð frá flugvelli í München til Vínar, gisting á hótelum og gistihúsum, morgunverður, 7 kvöldverðir, leiga á hjólum og íslensk fararstjórn. 12. - 21. júní Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 399 PVC mottur 50x80 cm 1.490 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495 aðeins fram á sunnudag Lagerútsala! 30-70% afsláttur Bak við Holtagarða!! Ekkert lóðahallæri í Kópavogi H ver man ekki eftir því þegar barist var um hvern lóðar-skika í Kópavogi, heppnir og útvaldir fengu leyfi til að byggja? Nú er öldin önnur. Þeir sem hafa áhuga geta nú valið um 101 einbýlishúsalóð, 23 raðhúsalóðir, 16 parhúsalóðir og 13 fjölbýlishúsalóðir. Gríðarleg eftirspurn var eftir byggingarlóðum fyrir bankahrun og vegna ákvæða í lóðasamningum hafði fólk skilarétt innan tveggja ára gegn endurgreiðslu og verðbótum. Samkvæmt Viðskiptablaðinu í fyrra þurfti bærinn að greiða út 15,6 milljarða króna, nettó, þar af 14,8 milljarða króna árið 2008. Glað- heimasvæðið, gegnt Smáralind, vó þyngst og endurgreiddi bærinn sam- tals um sex milljarða þar. Upplýsingar um lóðir bæjarins voru lagðar fyrir bæjarráðsfund í síð- ustu viku. Allar eru lóðirnar í Þing- um, Sölum og Kórum. - gag Nóg af götum, engin hús. Mynd/Google earth  Kópavogstún starfsHópur um sKipulag og nýtingu B æjarráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu menning-ar- og þróunarráðs bæjarins um stofnun starfshóps til að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæð- inu. Fréttatíminn greindi í fyrra frá hugmyndum Þorleifs Friðriksson- ar sagnfræðings sem, í samstarfi við nokkrar arkitektastofur, benti á möguleika svæðisins en þar eru fyrir tvær elstu og merkustu bygg- ingar Kópavogs; annars vegar Kópa- vogsbærinn, byggður árið 1903 og Kópavogshæli sem reist var á árun- um 1925-26 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Byggingin hefur ver- ið í niðurníðslu árum saman. Karen E. Halldórsdóttir, formað- ur menningar- og þróunarráðs, seg- ir að til að byrja með verði starfs- hópurinn skipaður og málið því fært á næsta stig, frá umræðu til athafna. Áætlað er að sem breiðastur hópur fari í verkefnið og meðal annars full- trúar frá skipulags-, umhverfis-, lista- og menningarnefnd. Meðal annars verði unnið úr þeim gögnum sem Þorleifur og fleiri hafi safnað en fram kom í máli hans í fyrra að Kópavogstúnið geymdi minjar ís- lenskrar híbýlasögu frá landnáms- tíð og væri því ákjósanlegt svæði fyrir safn um þá sögu. „Aðkoma bæjarins byrjar á teikni- borðinu,“ segir Karen, „en enn er þetta ekki komið svo langt að menn séu farnir að móta sér hugmyndir um hvað verði gert, beðið verði til- lagna starfshópsins. Allir vita að þetta kostar peninga og við verðum að hugsa þetta til langs tíma. Í fjár- hagsáætlun Kópavogs nú er ekkert eyrnamerkt til þessa verkefnis.“ Karen segir að starfsmaður um- hverfissviðs muni vinna með fulltrú- um einstakra nefnda bæjarins að verkefninu. „Þarna er meðal ann- ars elsta hús Kópavogsbæjar og því þarf að sýna viðeigandi virðingu,“ segir hún. „Við þurfum að huga að því hvernig við getum fært þessar byggingar og þessa sögu nær Kópa- vogsbúum.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Byggingarnar og sagan færð nær Kópavogsbúum Hugmynd um safn á Kópavogstúni. Átta eru í kjöri til emb- ættis biskups Átta gefa kost á sér í embætti biskups en framboðsfrestur rann út á hlaupárs- dag, 29. febrúar. Frambjóðendurnir eru: Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, Þórir Jökull Þorsteinsson og Örn Bárður Jóns- son, sóknarprestur í Neskirkju. Nú er kosið í fyrsta skipti eftir nýjum reglum sem hafa í för með sér að mun fleiri en áður hafa atkvæðisrétt. Alls eru 492 á kjörskrá. - jh „Atla é kúðar standi hjá“ Læsi barna og ungmenna hefur verið til umræðu að undanförnu. Menningar- miðstöðin Gerðuberg efnir til ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir laugardaginn, 3. mars frá klukkan 10.30 til 13.30. Erindi Önnu Þorbjargar Ingólfsdóttur, bókmenntafræð- ings og lektors við Háskóla Íslands, höfðar til stafrófsins en rithátturinn er nær talmáli samtímans: „Api, c, d, e, f, g, ettir kemur h, í, k, ellimenn og einnig p. Atla é kúðar standi hjá.“ Aðrir fyrirlesarar eru Ásmundur K. Örnólfsson aðstoðarleik- skólastjóri, Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson og Áslaug Jónsdóttir, myndlistarmaður og rithöf- undur. Aðgangur er ókeypis. - jh WOW air til Salzburg WOW air áformar áætlunarflug til Salzburg í Austurríki næsta vetur í samvinnu við tvær íslenskar ferðaskrifstofur. Flugið hefst seinni hluta desember en flogið verður til Salzburg vikulega á laugardögum fram til loka febrúar, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Salzburg er við norður- hluta Alpanna og því nálægt helstu skíðasvæðum Austurríkis. WOW air hefur áætlunarflug í byrjun júní og verður þá flogið til 14 borga í Evrópu. Félagið notar tvær 168 sæta Airbus 320 vélar sem leigðar eru af félaginu Avion Express. -jh 8 fréttir Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.