Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 42
40 bækur Helgin 2.-4. mars 2012  RitdómuR ListgiLdi samtímans Jón B. K. Ransu Óbærilegur léttleiki eftir Milan Kundera er kom- inn út á kilju en hún hefur verið ófáanleg um skeið. Sagan kom út 1984 og í íslenskri þýðingu tveimur árum síðar í þýðingu Friðriks Rafnssonar. KundeRa á KiLJu  RitdómuR nútímaheimiLið í mótun eftiR aRndísi s. áRnadóttuR B reytingar á híbýlaháttum Íslend-inga frá aldamótum 1900 til loka viðreisnar 1970 eru viðfangsefni Arndísar S. Árnadóttur í bókinni Nútíma- heimilið í mótun. Arndís varði doktorsrit- gerð sína í júní í fyrra og um svipað leyti kom hún á prenti á vegum Háskólaútgáf- unnar. Þetta er stórt rit, 330 síður með skrám, nokkuð myndskreytt en hefði vís- ast mátt innihalda miklu meira af mynd- um til skýringar og upplýsingar. Í ritinu er í fyrsta sinn með heildstæðum hætti tekið á fagurfræðilegum og pólitískum áherslum og breytingum sem verða á heimilisháttum hér á landi; hvernig skipulega er unnið að því að endurvekja fornættaða hugmynd í húsateikningum og húsgagnateikningum sem víða um lönd er kennd við Arts and Craft og fyrst verður vart hér á landi 1907 í þýðingum á skrifum Ellen Key – sænskrar framfara- konu en Helgi Valtýsson birti ritgerð hennar um heimilisfegurð í Skólablaðinu í átta pörtum það ár. Key var undir áhrif- um John Ruskin og William Morris. Hulu svipt af híbýlakosti Arndís sýnir síðan fram á hvernig hug- myndir um fegurð og notagildi ryðja sér til rúms á fleirum en einu sviði hins íslenska gripsvits; annars vegar með endurvakningu í því sem við höfum lengst af kallað heimilisiðnað sem um síðir þróaðist í listiðnað og hinsvegar hvernig tækniframfarir lögðu undir sig verkstæðisframleiðslu sem mátti um síðir lúta í lægra haldi fyrir innflutningi við inngöngu okkar í Fríverslunarsamband Evrópu. Þetta var þótt hugvit og menntun væri í þann mund komið á það stig að íslensk framleiðsla var ekki drepin þótt hún væri lögð í dróma. Það er sérkennilegt að lesa jafn vel unnið rit um stóran og mikilvægan þátt íslenskrar listsköpunar, sem Arndís rekur í samhengi við erlenda þróun með afar sannfærandi hætti, með sterkum til- vísunum í erlenda fræðiumræðu, á sama tíma og við lítum fimm binda útgáfu Listasögu þar sem nánast allt sem Arndís tekur til er útilokað: Húsgagnahönnun, innanstokksskraut, vefnaður, leirlist og útskurður. Verk Arndísar er í himinhróp- andi mótsögn við hið einangraða hugtak sem lagt er til grundvallar íslenskri lista- sögu Ólafs Kvaran og samstarfsmanna hans. Arndís rekur líka með ítarlegri heim- ildakönnun sinni að íslensk hönnunar- saga á sér langan aðdraganda, er hluti af kviku umræðu í Evrópu, sem byggir á róttækri lýðræðislegri fagurfræði og rímar í tíma við það sem er að gerast í ná- grannalöndum okkar. Rit hennar er þann- ig byltingarkennt tillegg í söguskoðun um íslenskan nútíma og færir okkur heim sanninn að sambandsleysi milli greina í íslensku fræðasamfélagi er ríkt og skaðar þekkingu á mörgum sviðum um ein- angrun þjóðarinnar í fagurfræðilegu til- liti. Hér var sem sagt í gangi gróskumikil en dreifð umræða um hönnun og betra líf með nútímalegum viðmiðum og kröfum um bætta samfélagshætti til handa öllum þorra fólks. Eitt merkilegasta rannsóknaverk liðins árs Nútímaheimilið í mótun er mikilvægt rannsóknarverk og kallar á róttæka end- urskoðun á hugmyndum okkar um hvað gekk hér á. Það storkar þeim almennu úrtöluröddum þess efnis að hér hafi verið einangrað samfélag í fagurfræðilegum skilningi. Verkið byggir á yfirgripsmikilli og vandaðri heimildarýni, það er styrkt gögnum úr nýrri fjölþjóðlegri umræðu um hönnun og hlutverk hennar á liðinni öld; víst hefði útgefandi mátt leggja ríkari áherslu á myndefni, bæði með stærri myndflötum sem víða eru smærri en spaltaefni. Mikil bót er á að prenta neðanmáls- greinar og athugasemdir neðanmáls í stað þess að hrúga þeim í kafla aftast í verkinu eins og tíðkast víða um þessar mundir. Verkið er tvímælalaust eitt merkilegasta rannsóknarverk sem hér kom út á liðnu ári og vekur furðu að það skuli ekki hafa komið til álita í viðurkenn- ingum fræða og bókmenntasamfélags- ins eftir áramótin. Verkið er læsilegt, vel undirbyggt í formlegri uppsetningu verka af vísindalegum toga og mun þegar fram líða stundir skipta sköpum í þeirri endur- skoðun sem það hlýtur að leiða af sér. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Byltingarkennt innlegg Komið er nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 2012. Meðal efnis má nefna grein eftir Salvöru Nordal formann Stjórnlagaráðs þar sem hún segir frá störfum ráðsins, setur það í samhengi við störf Þjóðfundar og Stjórnlaganefndar og veltir fyrir sér umræðunni sem þarf að fara fram um breytingar á stjórnarskránni. Hallgrímur Helgason skrifar fjöruga grein um Guð- rúnu frá Lundi og Dalalíf; Jón Karl Helgason ræðir þá Jónas og Bjarna en Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar snarpa grein um óeirðirnar í London og orsakir þeirra. Allmikið er um skáldskap í heftinu: Ljóð eftir Gerði Kristnýju, Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur og Eyvind, sögur eftir Einar Má Guðmundsson, Guðmund Brynjólfsson og Rúnar Helga Vignisson. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifar um nýútkomna listasögu, Árni Berg- mann um nýjar bækur þar sem þeir Elías Mar og Þórður Sigtryggsson koma við sögu og Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallar ítarlega um þríleik Jóns Kalmans. -pbb Fyrsta TMM ársins Lífsins blómasystur – hannyrðakonur af Svaðastaðaætt eftir Ingu Arnar er fallega brotin og ríkulega myndskreytt útgáfa frá Byggðasafni Skagfirðinga sem margar hagar hendur vildu komast yfir og fletta sér til skemmtunar og yndisauka. Inga gerir þar grein fyrir hannyrðahefð fjögurra kynslóða kvenna sem ættaðar eru frá Svaðastöðum. Bókin er ríflega hundrað síður og þar er handverk kvennanna sett í samhengi við heimilis- iðnað í Skagafirði, tóvinnu, klæðnað kvenna, útsaumshefðir og iðnsýningar. Ritinu fylgir heimildaskrá og ítarleg og vönduð myndaskrá . Inga er þjóð- fræðingur og að auki fata- og textílkennari. Ritið fæst í öllum betri bóka- verslunum og á Minjasafni Skagafjarðar. -pbb Hannyrðafræði  Listgildi samtímans Jón B. K. Ransu Eigin útgáfa, 104 síður, 2011. Jón B. K. Ransu myndlistarmaður og fyrrum gagnrýnandi hefur tekið saman inngangskver á mannamáli um samtímalist á Ís- landi, eins og hann kallar það. Verkið er snoturlega útgefið, myndskreytt nokkrum dæmum til stuðnings erindi höfundar sem hann lýsir svo: „...mér fannst vanta bók á íslensku sem fjallar um listgildi samtímans.“ Kverinu skiptir hann í fáa stutta og skorinorða kafla sem bera yfirskriftina: Sagan, Hug- myndafræðin, Markaðsfræðin, Hið fagra, Hið háleita og Hið gróteska. Það er rétt hjá höfundinum að umræða um listir hér á landi er harla skammt á veg komin. Þar ræður ekki fámennið, íslenskt menntakerfi hefur á liðnum áratugum skilað okkur fjölda menntaðra einstak- linga sem eru flestir hæfir til að halda hér úti virkri umræðu, mætti ætla, ef þorið vantaði ekki. Þar kann návígið að hamla mönnum, þrengslin neyða menn til þagnar. Fyrir bragðið er umræða um listir fábreytt, helst bundin meðvirkum inngangstextum til skýringar á framferði einstakra listamanna og tengist þá sýningarhaldi, svokölluðum dómum um einstaka sýningar og söguleg, gagnrýnin yfirlitsverk eru fátíð. Myndlistin er þannig sett á háan stall og gerð tor- tryggileg í upphrópunum manna sem litla þekkingu hafa á eðli hennar, tilgangi og erindi. Þar er ekki síst um að kenna skóla- og menntakerfi sem hefur alger- lega brugðist að koma á framfæri lágmarksþekkingu á listum yfirleitt. Inngangsrit sem skrifað er af skýrri hugsun og einlægum vilja til að rjúfa þau höft sem myndlistin er sett í er því kærkomið. Hvort það megnar að koma hreyfingu af stað í okkar fábreyttu og fjörefna- snauðu listumræðu skal ósagt látið. Aðkoma höf- undarins og það almenna gildi sem verkið hefur ætti að vera innspýting í almenna opinbera umræðu um listir yfirleitt. Því margt í köflunum á ekki aðeins við um myndlist, heldur listir almennt og þá einkum hvernig listir hafa verið markaðsvæddar sem afþrey- ing. -pbb Inngangur um listirnar  nútímaheimilið í mótun Fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900-1970 Arndís S. Árnadóttir Háskólaútgáfan, 230 blaðsíður, 2011. 108 NÚTÍMAHEIMILIÐ Mynd 12. Samkeppni um húsgögn fyrir stofu í sveit 1939. 3. verðlaun Helgi Hallgrímsson. Mynd 13. Samkeppni um húsgögn fyrir stofu í sveit 1939. 2. verðlaun Jónas Sólmundsson. Tillaga Jónasar Sólmundssonar, sem önnur verðlaun hlaut, bar aftur á móti ögn „sveitalegri“ blæ sem minntu á einföld bændahúsgögn í nágrannalöndunum. 109 HLUTIRNIR SEM SKAPA HEIMILIN Mynd 14. Jónas Sólmundsson. Vinnuteikning, stólar. Handíða- og myndlistaskólinn (1943–1947). Nokkrar heimildir finnast þó um notkun teikninga Jónasar sem fyrirmynda á næstu árum. Þær voru til dæmis notaðar í bændadeild Handíðaskólans fljótlega eftir stofnun skólans (1939) þar sem vinnuteikningar hans af húsgögnunum voru fyrirliggjandi og nemendur smíðuðu eftir þeim.48 Ekki er vitað hve lengi var smíðað eftir teikningum hans í skólanum, en á Landbúnaðarsýningunni sem haldin var í Reykjavík sumarið 1947 sýndu nemendur Handíða- og myndalistaskólans húsgögn af sömu gerð fyrir „setustofu á sveitabæ“ sem sett var upp á sýningunni. Í sýningarskrá kemur fram að teikningar af húsgögnunum hafi tveir kennarar skólans, þeir Kurt Zier og Gunnar Klængsson, gert í samráði við Jónas Sólmundsson.49 Stefán Jónsson teiknari gat þess nokkru síðar í grein í Dansk Kunsthåndværk að teikningarnar hafi verið til sölu en viðtökurnar því miður ekki verið eins og vænst var og lítið selst af þeim.50 En verðlaunahúsgögn Jónasar frá 1939 voru líka tengd við „þjóðlegan stíl“ eins og sést í kynningu á þeim sem fór fram í „sýningarstofum Íslenzkrar ullar“ árið 1941, en þar er þeim lýst á eftirfarandi hátt: Þau eru smíðuð úr ljósum viði, en stólar klæddir heimaofnu áklæði. Eru þau einkar lagleg, íburðarlaus en traust, og svo einföld að gerð, að ekki er ólíklegt, að þeir, sem handlagnir eru og eitthvað hafa lært að smíða, geti gert þau sjálfir, ef teikning eru fyrir hendi, en hana geta menn fengið hjá Teiknistofu Búnaðarbankans.51 48 Vinnuteikningar af húsgögnunum sem sjást á fjarvíddarteikningunni, þ.e. setbekkur, stóll, armstóll, borð og skatthol og undirritaðar af Jónasi Sólmundssyni og merktar Handíða- og myndlistaskólinn hafa varðveist. Í vörslu höfundar. 49 Landbúnaðarsýningin 1947. Sýningarskrá, bls. 31–32. Ljósmyndaplötur (gler) af sýningargripunum frá Handíða- og myndlistaskólanum fyrir Landbúnaðarsýninguna voru varðveittar í Bókasafni Myndlista- og handíðaskóla Íslands (frá september 1999 Bókasafn Listaháskóla Íslands). Vonandi eru þær þar enn. 50 Stefán Jónsson, „Kunsthåndværk fra Island“, bls. 63. 51 „Húsgögn í þjóðlegum stíl“, bls. 9. Með fylgir ljósmynd af húsgögnum Jónasar. Opna úr bókinni Nútímaheimilið í mótun. Jón B. K. Ransu. Nútímaheimilið í mótun er tvímælalaust eitt merkilegasta rannsóknarverk sem hér kom út á liðnu ári. Verk Arndísar er í himinhrópandi mót- sögn við hið einangraða hugtak sem lagt er til grundvallar íslenskri listasögu Ólafs Kvaran og samstarfsmanna hans. www.noatun.is Fermingar- veislur Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! pantaðu veisluna þína á 2100 á mann Verð frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.