Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 60
 María Birta Fékk sér lokk í vörina Veitingastaðurinn Rub23 hefur notið mikilla vinsælda á Akureyri á síðustu árum og eigendur staðarins eru nú að færa út kvíarnar og opna útibú í Reykjavík eftir viku. Kokk- arnir Einar Geirs- son og Kristján Þórir Kristjánsson festu ekki alls fyrir löngu á hinum rómaða Sjávarkjallara í Aðalstræti sem nú er að breytast í Rub23. Reykvískir matgæð- ingar bíða margir hverjir spenntir, það er þeir sem hafa komist upp á bragðið hjá Einari og Kristjáni norðan heiða og þannig heldur til dæmis Smartlands- stýran á mbl.is, Marta María Jónasdóttir, niðri í sér andanum af eftirvæntingu eftir því að fá úr því skorið hvort sushi-pizza Rub23 komi í bæinn. Rub í Reykjavík Skákstjörnur í Hörpu Margir af sterkustu skákmönn- um heims tefla á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 6. til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri í næstum hálfrar aldar sögu mótsins. Tvö efnilegustu ungmenni heims í skákinni, kínverska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varð heimsmeistari kvenna aðeins 15 ára, og Fabiano Caruana, sem kominn er í 7. sæti heims- listans, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára, mæta til leiks. Þá lætur Bosníumaðurinn Ivan „grimmi“ Sokolov sig ekki vanta en hann er sá erlendi meistari sem unnið hefur flesta sigra á Íslandi. Augu flestra Íslendinga verða svo væntanlega á þeim Hannesi H. Stefánssyni sem sigrað hefur 5 sinnum á Reykjavíkurmótinu og Hjörvari Steini Grétarssyni, efnilegasta skákmanni Íslands. Bolur í frakka Glæpamyndin Svartur á leik var frumsýnd með stæl á fimmtudagskvöld. Myndin er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu rithöfundarins Stefáns Mána. Sá hefur ósköp einfaldan fatasmekk og sést oftast í hlýrabolum sem leyfa útbreiddum húðflúrum hans að njóta sín. Frumsýning myndarinnar var þó nógu hátíðlegt tilefni til þess að rithöfundurinn dreif sig í Kringluna og keypti sér ullarfrakka til þess að skera sig ekki um of úr prúðbúnum hópi frumsýningar- gesta á bolnum. Dagný tekur rosa mikið af kókaíni og ég varð að læra réttu handtökin. María Birta ætlaði að taka sér gott frí frá kvikmyndaleik eftir Svartur á leik en boltinn er byrj- aður að rúlla og hún byrjar í tökum á nýrri mynd Marteins Þórssonar, XL, á sunnudaginn. „Þar leik ég ástkonu Ólafs Darra. Ég gat bara ekki sagt nei við því þegar það bauðst.“ Lét ekki skemma sæta naflann sinn Leikkonan unga og eigandi verslunarinnar Maníu, María Birta Bjarnadóttir, stígur fram sem grjóthörð glæpagella í krimmanum Svartur á leik sem frumsýndur var í gær. Hún lagði ýmsilegt á sig fyrir krefjandi hlutverkið, fékk sér lokk í vörina og saug mjólkursykur upp í nefið (í stað kókaíns). Lokkurinn sem hún skartar í naflanum í myndinni er aftur á móti plat. J á, það má segja að ég sé hörkuglæpakona í myndinni. Ég leik Dagnýju sem stjórnar hálfum fíkniefnamarkaði borgar- innar,“ segir María Birta. „Hún er eiginlega einn af strákunum. Er skvísa en samt alger gaur. Ætli ég hafi ekki fengið hlutverkið út á það að mér er mjög eðlislægt að daðra,“ segir María Birta. Hún vakti fyrst athygli sem leikkona í Óróa árið 2010 og þótti sumum framganga hennar þar djörf en í Svörtum á leik bregður henni fyrir í umtalsvert djarfari senum. „Mér finnst nú fyndið að ég hafi sært blygðunarkennd ein- hverra í Óróa með því að láta sjá í bert bakið á mér. Þú getur séð meira í Sundhöll Reykjavíkur.“ Hún gengur mun lengra að þessu sinni en segir frumsýningu myndarinnar þó leggjast vel í sig. „Ég bjóst við að ég yrði meira stressuð en eftir að hafa séð nýjustu klippin er ég mjög örugg. “ Eins og geta má sér nærri um er ekki tekið út með sældinni að bregða sér í hlutverk undirheima- drottningar og María Birta mátti gera meira en gott þykir í nafni listarinnar: „Ég þurfti að læra að reykja en ég er eiginlega með of- næmi fyrir sígarettureyk. Ég þurfti að reykja hálfa sígarettu á dag í tvo mánuði. Það var alger hryllingur,“ segir María Birta sem ánetjaðist þó ekki óþverranum og er reyklaus í dag. „Svo þurfti ég að taka mjólkur- sykur í nefið. Dagný tekur rosa mikið af kókaíni og ég varð að læra réttu handtökin. Það hefði getað eyðilagt myndina ef ég hefði ekki borið mig rétt að við þetta enda vita svo margir hvernig þetta er gert,“ segir María Birta og skellir upp úr. Svartur á leik gerist í kringum síðustu aldamót þegar bernskur ís- lenskur fíkniefnamarkaður tekur þroskakipp. Í þá daga voru lokkar hverskyns, ekki síst í andliti, tungu og viðkvæmari stöðum, mjög móð- ins og Dagný gefur ekkert eftir og er með lokk i naflanum og vörinni. „Ég er með tvö tattú í myndinni ef ég man rétt og lét gata mig í vörina fyrir myndina. Ég vildi hafa þetta ekta og hafði alltaf langað í þetta gat og hugsaði bara með mér: „Æ, ég geri þetta bara fyrir þessa mynd.“ Gatið sem ég er með í nafl- anum er samt plat. Ég er með það fallegan nafla að ég vildi ekki fórna honum,“ segir María Birta og bætir hlæjandi við að sér hafi verið strítt nokkuð á því að vera til í að leggja andlitið undir en ekki naflann. Gatið í vörinni mun þó tæpast halda sér þar sem hún hefur ekki haft lokk í því síðan tökum lauk og leyfir því að gróa. „Jú, þetta var vont en mér fannst það vera þess virði. Að hafa þetta ekta. Ég á nú líka nokkra kossa í myndinni og það hefði verið erfitt að gera þetta með gervi.“ María Birta segir hlutverkið hafa verið mjög erfitt. „Þetta var góð lífs- reynsla en tók mjög á,“ segir hún og bætir við að sér finnist gott að gera róttækar breytingar á útliti sínu fyrir hlutverk. „Þannig finnst mér ég ekki vera að horfa á sjálfa mig á hvíta tjaldinu en ég vil ekki sjá mig þar. “ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Viðhald húsa Föstudaginn 16. mars gefum við út sérblað í samstarfi við Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins. Þar verður fjallað ítarlega um viðhald húsa, rekstur húsfélaga og allt það sem lýtur að rekstri á húseignum almennt. Leitaðu upplýsinga og tilboða hjá auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða sendu póst á auglysingar@frettatiminn.is sérblað 16. mars  leikhús Dýrin í hálsaskógi Jóhannes og Ævar leika Mikka og Lilla Þ jóðleikhúsið hefur ákveðið sýna Dýrin í Hálsaskógi næsta haust. Þetta staðfestir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri leikhússins, í samtali við Fréttatímann. „Thorbjörn Egner (höf- undur leikritsins) hefði orðið hundrað ára á þessu ári þannig að það er hátíðarmóment og verður engu til sparað,“ segir Ari. Ágústa Skúladóttir mun leikstýra verkinu sem hefur verið vinælasta barnaleikrit landsins allt frá því að það var fyrst frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu árið 1962. Að sögn Ara mun Brynhildur Guð- jónsdóttir leika ömmu mús og Jóhann G. Jóhannsson leika Martein skógarmús. Þá standa yfir viðræður við Örn Árnason um að leika Hérastubb bakara. Aðalhlutverkin eru hins vegar í höndum þeirra Ævars Þórs Benediktssonar og Jóhannesar Hauks Jó- hannessonar. Ævar Þór, sem slegið hefur í gegn í hlutverki Ævars vísindamanns í Stundinni okkar, leikur Lilla klifurmús en Jóhannes Haukur leikur Mikka ref. „Það var á „To do-listanum“ að leika Mikka ref. Ég hlustaði auðvitað mikið á upptökuna með Bessa Bjarna og mun eitthvað litast af því. Ég er að feta í fótspor Bessa, Sigga Sigurjóns og Þrastar Leós og get ekki slegið slöku við ef ég ætla að standast samanburð við þá,“ segir Jóhannes og bætir við að hann sé gríðarlega ánægður með að leika á móti Ævari Þór. „Við höfum starfað saman í Ballinu á Bessastöðum, Heimsljósi og Vesalingunum og það verður gaman að hrella hann.“ -óhþ Þrjár þekktar uppfærslur á Dýrunum í Hálsaskógi 1962 Mikki refur: Bessi Bjarnason Lilli klifurmús: Árni Tryggvason 1993 Mikki refur: Sigurður Sigurjónsson Lilli klifurmús: Örn Árnason 2003 Mikki refur: Þröstur Leó Gunnarsson Lilli klifurmús: Atli Rafn Sigurðsson Jóhannes Haukur og Ævar Þór leika frægustu persónur sem fyrirfinnast á Íslandi í barnaleik- ritum á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu næsta haust. 58 dægurmál Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.