Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 41
Helgin 2.-4. mars 2012 viðhorf 39 Hver safnar mestum áheitum og verður „Mottan 2012”? Hvaða motta verður valin „Fegursta Mottan 2012”? Verið með í Mottumars Skráið ykkur til leiks - safnið mottum og áheitum. Það er til mikils að vinna, bæði í einstaklings- og liðakeppni. Hlustið á Virka morgna á Rás2. Veglegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í mars. Duglegir keppendur geta m.a. unnið flugmiða með WOW air. www.mottumars.is V ið endurreisn atvinnulífsins er mikilvægt að efla fjárfestingu en hún eykur verðmætasköpun og fjölgar atvinnutækifærum. Við hrunið urðu 70 prósent innlendra fyrirtækja gjald- þrota og því dró mikið úr fjárfestingum en nú horfir til betri vegar þegar endur- skipulagning skulda fyrirtækjanna er að mestu lokið, hagvöxtur uppá 2,5 prósent orðinn viðvarandi og eftirspurn neytenda er smátt og smátt að aukast. Sérstaklega er eftirsóknarvert að auka erlenda fjár- festingu en hún færir verðmæti inní landið og stækkar þannig þjóðarkökuna. Einangrunarhyggja stjórnmálamanna Fjölmargar hindranir eru hins vegar í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. Starfshópur iðn- aðarráðherra sagði í nýlegri skýrslu að óstöðugleiki í íslensku efnahagslífi, gjaldmiðilsáhætta og inngrip stjórnvalda og stjórnmálamanna, séu á meðal þeirra atriða sem erlendir fjárfestar setja helst fyrir sig. Við jafnaðarmenn teljum frjáls viðskipti landa á milli séu eftirsóknarverð og því viljum við stuðla að erlendri fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Mikilvægt er að tryggja skýrt og einfalt lagaumhverfi sem at- vinnulífið getur treyst á og kemur í veg fyrir afskipti stjórnmálamanna af einstökum verkefnum. Rétt eins og það er ekki stjórnmálamanna að „skapa störf“, heldur skapa umgjörð fyrir atvinnulífið til að skapa verðmæti og þannig störf, eiga stjórnmálamenn að skapa ramma um erlenda fjárfestingu og láta svo af afskiptum sínum af einstaka verkefnum. Alltof oft hafa stjórnmálamenn spilað á strengi þjóðernishyggju, og varað við erlendum áhrifum í gegnum frjáls viðskipti, þegar í raun þeir tala fyrir efnahagslegri einangrun landsmanna. Þannig nota stjórnmálamenn í dag nota sömu orðræðu og kollegar þeirra gerðu á síðari hluta 20. aldar þegar andstæð- ingar aðildar Íslands að EFTA og síðar EES samn- ingnum sögðu vegið að efnahagslegu sjálfstæði lands- ins með afnámi hindrana í viðskiptum og fjárfestingum á milli landa. Sagan segir aðra sögu. Samningarnir tveir mörkuðu þáttaskil í nútímavæðingu og efnahags- legri uppbyggingu Íslands. Frekari opnun viðskipta landa á milli mun þannig styrkja atvinnu- og efnahagslíf Íslands. Hvers konar fjárfesting? Að mati jafnaðarmanna á erlend fjár- festingu að rýma við stefnu okkar í um- hverfismálum. Erlend fjárfesting á að vera þekkingarmiðuð og byggjast á styrkleik- um lands og þjóðar. Hún á að bjóða uppá mikinn innlendan virðisauka þannig að mikil verðmæti verði eftir í íslensku sam- félagi og hún á að skapa verðmæt störf, leiða af sér nýja þekkingu og efla innlendar rann- sóknir og þróun. Bein erlend fjárfesting á einnig að geta leitt af sér möguleika fyrir innlend fyrirtæki sem birgjar eða þjónustuaðilar og hún á að skila miklum skatttekjum í sameiginlega sjóði okkar. Hún á þannig að ýta undir fjölbreytileika atvinnulífsins og falla vel að ímynd landsins. Sem dæmi um atvinnugreinar þar sem Ísland hefur samkeppnisforskot og getur laðað til sín erlenda fjárfestingu má nefna í koltrefjum og efnaferlum, í minkarækt og við uppbyggingu risagróðurhúsa. Þá eru miklir möguleikar í gagnaverum, tölvuleikjafram- leiðslu og líftækni. Nú er mikilvægt að Ísland geri bragarbót og freisti þess að laða til sín með markviss- ari hætti beina erlenda fjárfestingu. Verkefni jafn- aðarmanna næstu misserin er að ljúka gerð stefnu um beina erlenda fjárfestingu á Íslandi, einfalda lagarammann og minnka flækjustigið. Þannig verði hægt að fjölga erlendum fjárfestingaverkefnum, færa verðmæti inn til landsins og skapa áhugaverð störf. Ef tekst að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf í anda stefnu í umhverfismálum, á ekki að skipta neinu hvort fjár- magnið til uppbyggingar sé í formi innlends eða erlends eiginfjár. Endurreisn Af hverju erlenda fjárfestingu? Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Rétt eins og það er ekki stjórnmálamanna að „skapa störf“, heldur skapa umgjörð fyrir atvinnulífið til að skapa verðmæti og þannig störf, eiga stjórnmálamenn að skapa ramma um erlenda fjárfestingu og láta svo af afskiptum sínum af einstaka verkefnum. LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI Hulda Björk Garðarsdóttir · Gissur Páll Gissurarson / Þóra Einarsdóttir · Garðar tHór CortEs áGúst ólafsson · Hrólfur sæmundsson · jóHann smári sævarsson HErdís anna jónasdóttir · BErGÞór Pálsson HljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason · lEikstjóri: jamiE HayEs lEikmynd: Will BoWEn · BúninGar: filiPPía Elísdóttir · lÝsinG: Björn BErGstEinn Guðmundsson föstudaGinn 16. mars kl. 20 - frumsÝninG lauGardaGinn 17. mars kl. 20 - 2. sÝninG lauGardaGinn 31. mars kl. 20 - 3. sÝninG sunnudaGinn 1. aPríl kl. 20 - 4. sÝninG lauGardaGinn 14. aPríl kl. 20 - 5. sÝninG föstudaGinn 20. aPríl kl. 20 - lokasÝninG miðasala í HörPu oG á WWW.HarPa.is 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.