Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 12
Forngripir almennings greindir  Þjóðminjasafnið Þjónusta sérfræðinga á sunnudaginn a lmenningi er boðið að koma með gamla gripi til greining-ar hjá sérfræðingum Þjóð- minjasafns Íslands sunnudaginn 4. mars. Að þessu sinni er fólk sérstak- lega beðið að koma með heimasaum- uð föt, skartgripi og annað tengt klæðaburði áður fyrr, en sérfræð- ingar safnsins hafa mikinn áhuga á slíku í tengslum við sýningarnar Tízka – kjólar og korselett, þar sem sjá má kjóla frá árunum 1947-1970, og Handaverk frú Magneu Þorkelsdótt- ur bsikupsfrúar; úrval þjóðbúninga úr smiðju hennar. Einnig er velkomið að koma með annars konar gripi af ýmsum toga. Dagskráin hefst klukkan 14 og lýk- ur klukkan 16 og samkvæmt fenginni reynslu næst að greina um 50 gripi á þeim tíma, að því er fram kemur í til- kynningu Þjóðminjasafnsins. Fólki er því bent á að koma tímanlega og taka númer. Þetta er í tíunda skipti sem safn- ið býður fólki að koma með gripi til greiningar, en þessir greiningardag- ar safnsins hafa verið mjög vel sóttir. Margt skemmtilegt hefur komið í ljós sem er fróðlegt fyrir gesti og um leið gefst starfsmönnum Þjóðminjasafns- ins tækifæri til að sjá áhugaverða gripi sem til eru á heimilum fólks. Einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis og uppruna en starfsmenn meta ekki verðgildi gamalla gripa. Eigendur taka þá með sér aftur að lokinni skoðun. -jh Forngripir greindir af sérfræð- ingum Þjóðminjasafnsins. aðeins fram á sunnudag Lagerútsala! 30-70% afsláttur Bak við Holtagarða!! s tjórn Félags for-stöðumanna ríkis-stofnana krafðist þess á fundi með fulltrú- um kjararáðs að það gætti jafnréttis við launa- ákvarðanir. Tilefnið var uppljóstrun Fréttatímans um að heildarlaun fram- kvæmdastjóra Fríhafnar- innar hefðu lækkað um 85 þúsund krónur þegar kona tók við starfinu að karli. Ósk Ástu Sigrúnar Helgadóttur, umboðs- manns skuldara, um end- urskoðun á launum sínum vegna fárra yfirvinnu- eininga sem henni voru dæmdar þrátt fyrir mikil umsvif, vegur þungt. Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumannanna, segir þá ekki geta metið út frá úrskurðum kjararáðs hvort það mismuni kynjunum við launa- ákvarðanir þar sem forsendurnar fyrir þeim séu óþekktar. Undan því hafi félagið kvartað og er málið nú í skoðun hjá um- boðsmanni Alþingis. Í ályktun félagsins sem afhent var á fundinum skorar félagið á kjararáð að rannsaka skipulega bæði grunnlaun og einingar sem greiddar eru fyrir yfirvinnu og álag sem og greidd hlunnindi og „upp- ræta í kjölfarið kynbundinn launamun meðal forstöðu- manna.“ Magnús segir að fulltrúar kjararáðs hafi fullyrt á fundinum að þessi munur væri ekki gerður á kynjunum. Mikla athygli vakti þegar Fréttatíminn sagði frá því að kjararáð hefði lækkað laun framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar þegar Ásta Dís Óladóttir tók við starfinu. Það ákvað svo að hækka launin til jafns á við það sem Hlynur Sigurðs- son hafði daginn sem það átti að verja ákvörðun sína fyrir kærunefnd jafnréttis- mála. Vörn kjararáðs er að ekki hafi verið búið að lækka laun framkvæmdastjórans að fullu til jafns á við aðra forstöðumenn. Ekki hafi þótt forsvaranlegt að lækka laun Hlyns svo bratt í fyrstu atrennu. gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  launabarátta funduðu með kjararáði Krefjast þess að kjararáð greiði jafnt til kynjanna Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst þess að jafnréttis verði gætt við launaákvarðanir. Í kjölfar frétta Fréttatímans funduðu forstöðumenn og fulltrúar kjararáðs. Forstöðumennirnir gagnrýna að geta ekki borið laun sín saman vegna óljósra viðmiða ráðsins. 13,4% hlutFallið sem kjararáð ákvað að skera laun Fram- kvæmdastjóra FrÍhaFnarinnar niður. Þegar kona tók við starfinu af karli. Kjararáð Fréttatíminn upplýsti að um kjarabaráttu ástu dísar óladóttur við kjararáð og um óánægjuna með störf þess. atvinnulausum fækkar atvinnuleysi hefur minnkað um eitt og hálft prósent milli ára í Hafnarfirði. alls eru tæp átta prósent bæjarbúa án vinnu. Það er hálfu prósentustigi meira en á landinu öllu. alls voru 11.452 atvinnulausir á landinu í janúar. mest var atvinnuleysið á suðurnesjum eða 12,5 prósent, en minnst á norðurlandi vestra – 2,8 prósent. atvinnulausum á suðurnesjum hefur fækkað um tæp tvö prósentustig milli ára. atvinnuleysið á landinu í janúar var 7,5 prósent meðal karla og 6,8 prósent meðal kvenna. - gag victoria’s secret opnar Fríhöfnin opnaði á miðvikudag fyrstu victoria‘s secret verslunina á Íslandi í brottfararrými Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Victoria’s secret er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í smásölu á snyrtivörum og undirfatnaði fyrir konur. á boðstólum er meðal annars victoria‘s secret Beauty-vörulínan ásamt hinum þekktu Bombshell- og vs angel-ilmvötnum, sem slegið hafa í gegn víða um heim. einnig er sérstakt úrval af leður- vörum, töskum, nærbuxum, bolum og öðrum hátísku fylgihlutum frá victoria‘s secret. 10 fréttir helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.