Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 38
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Nú er rétti tímiNN til að kaupa sér fataskáp! • Margar gerðir • Glæsilegir fataskápar á afslætti • Ýmsir uppröðunarmöguleikar • Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti fataskápaDaGar um HelGiNa Opið um helgina laugardag: 10-16 sunnudag: 11-14Margir möguleikar Ætlað samþykki Líffæragjafir – taktu afstöðu Á Íslandi eiga tugir manna það líf sitt að þakka að hafa fengið ígrætt líf-færi, og við sumum sjúkdómum er ekki til önnur meðferð en líffæraígræðsla. Langir biðlistar eru eftir líffærum, og eðli máls samkvæmt geta ekki allir sjúklingar lifað biðina af. Flestir vilja gefa ... en aðstandendur neita Ef lesandinn skoðar hug sinn er eins líklegt að hann sé einn af þeim 80 til 90 prósentum sem samkvæmt skoðanakönnunum vilja gefa líffæri eftir sinn dag. Engu að síður blasir við sú staðreynd, að á Íslandi neita aðstandendur líffæragjöf í 40 prósent tilfella. Löggjaf- inn gengur einnig út frá því að hinn látni hafi neitað líffæragjöf nema hann hafi skráð sig sem líffæragjafa eða aðstandendur heimili líffæragjöf. Þetta kallast upplýst samþykki. Ætlað samþykki felur hins vegar í sér að gert er ráð fyrir að hinn látni hafi gefið samþykki sitt til líffæra- gjafar nema hann hafi látið annað í ljós, annað hvort með formlegum hætti eða gegnum ættingja. Ættingj- ar verða því áfram ávallt spurðir áður en til brottnáms líffæra kemur. Þetta er sú leið sem Norðurlandaþjóð- irnar og flestar Evrópuþjóðir hafa farið. Undantekn- ingar eru Ísland og Danmörk. Ætlað samþykki í bland við fræðslu Lágt hlutfall líffæragjafa hjá sumum þjóðum helst í hendur við hátt hlutfall neitunar af hálfu ættingja. Erf- itt getur verið að rýna í ástæður þessa, enda er hugur hins látna til málsins oft óþekktur. Þó er freistandi að leiða að því líkur, að geri löggjafinn ráð fyrir sam- þykki frekar en synjun muni slíkt gera aðstandendum auðveldara um vik en ella að samþykkja líffæragjöf á erfiðri stund. Ætlað samþykki er þó eitt og sér ekki ávísun á umbætur. Sem dæmi um breytileika meðal svip- aðra þjóða, er að tíðni líffæragjafa í Noregi er um 70 prósent hærri en í Svíþjóð miðað við fólksfjölda, þótt báðar þjóðirnar búi við löggjöf um ætlað samþykki. Þá má nefna Spán, þar sem markvisst átak og upp- lýsing til almennings í kjölfar innleiðing- ar ætlaðs samþykkis varð þess valdandi að þar er nú hæst hlutfall líffæragjafa í Evrópu. Viðhorfsbreyting getur bjargað mannslífum Með aukinni umræðu og lögleiðingu reglunnar um ætlað samþykki má vonast til að hlutfall neitunar ættingja lækki. Í dag neita ættingjar líffæragjöf í 40 prósentum tilfella hér á landi, og ef það hlutfall næst niður í 10 til 20 prósent, gæti slíkt bjargað þremur til fimm mannslífum á ári. Þörfin eykst ár frá ári meðan framboð hefur staðið í stað. Almenningur jafnt sem Alþingi þurfa því að taka afstöðu sem fyrst. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS HJARTA – eða hjartalokur – vegna alvarlegrar hjartabilunar af völdum ýmissa sjúkdóma eða afleiðinga meðfæddra hjartagalla. LIFUR vegna lifrarbilunar eða krabbameins í lifur. GARNIR vegna garnabilunar, einkum þegar næringargjöf í æð hefur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér. HORNHIMNUR til að bæta alvarlega sjónskerðingu. HÚÐ vegna alvarlegra brunasára eða annarra alvarlegra sára. ÆÐAR vegna æðaskemmda. SINAR vegna sinaskaða. BEIN einkum til að stuðla að gróningu erfiðra brota. NÝRU vegna nýrnabilunar á lokastigi. Nýru eru þau líffæri sem oftast eru grædd í menn. BRIS vegna sykursýki 1 (insúlínháðrar sykursýki). LUNGU vegna lokastigs lungnasjúkdóms af ýmsum toga. Ýmist er annað lungað eða bæði í senn grædd í sama einstakling. Helstu líæri og ver sem hægt er að gefa til ígræðslu Opið málþing SÍBS um líffæragjafir verður haldið á Grand Hotel Reykjavík, þriðjudaginn 6. mars kl 15-17. Fyrirlesarar eru: Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala-Háskólasjúkra- húsi, Pål Dag Line yfirlæknir líffæraflutninga á Háskólasjúkrahúsinu í Osló, og Troels Normann Mathisen starfsmaður samtaka líffæraþega í Noregi og hjarta-, lungna- og lifrarþegi. 36 viðhorf Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.