Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 56
M ikið er þakklátt að fá stælalaust og hefðbundið stofudrama á ís-lenskt leiksvið. Og mikið er þakk- látt að fá að sjá þetta magnaða og mikilvæga verk í flutningi frábærra leikara. Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleik- húsið Dagleiðina löngu eftir Eugene O‘Neill í afbragðs þýðingu Illuga Jökulssonar. Hann fetar þar í fótspor ekki minni manna en Thors Vilhjálmssonar sem þýddi Long Day‘s Journey into Night sem Dagleiðin langa inn í nótt og var það sýnt í Þjóðleik- húsinu 1982 en áður hafði það birst íslensk- um leikhúsgestum 1959 í þýðingu Sveins Víkings og bar þá hinn ljóðræna og ágæta titil Húmar hægt að kveldi. Leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir hefur ráðist í nokkuð umfangsmiklar stytt- ingar á leikritinu en í viðtali við hana í leik- skrá kemur fram að án styttinga væri þetta fimm tíma sýning. Með hléi tók sýningin um tvo tíma og verður ekki betur séð en styttingarnar séu vel heppnaðar. Án þess að hér gefist svigrúm til að fara í saum- ana á því þá virðist mér í fljótu bragði sem þær komi helst niður á hlutverki Edmund, yngsta syninum og hugleiðingum hans um skáldskap sem óneitanlega gerir þá persónu grynnri en efni standa til. Fyrirmynd Edmunds er einmitt Eugene sjálfur en verkið fjallar um fjölskyldu stór- leikarans Tyrones; konu hans Mary og synina Jamie og Edmund en höfundurinn dró aldrei fjöður yfir að þarna er hann að lýsa sinni eigin fjölskyldu, býsna nákvæm- lega og farið er djúpt – enda skipaði hann svo fyrir um að verkið mætti ekki gefa út né sýna fyrr en eftir dauða sinn. Því hefur ver- ið haldið fram að Eugene O´Neill sé fremsta leikskáld Bandaríkjanna og Dagleiðin langa hans sterkasta verk. Þetta eitt ætti að duga til að ýta við fólki með að láta sjá sig í Kassa Þjóðleikhússins en uppsetningin sjálf spillir sannarlega ekki fyrir. Það er líkt og þessi rulla sé bókstaflega skrifuð fyrir Arnar Jónsson sem er stór- kostlegur í hlutverki James Tyrone. Í raun vantar ekkert nema skallann svo vísað sé í nákvæmar „intrúktsjónir“ höfundarins. Arnar er nú á hátindi ferils síns, ég sá hann sem Lé á síðasta leikári, nú fær hann tæki- færi á að takast á við annað af stærstu hlut- verkum leikbókmenntanna og afgreiðir það með glæsibrag. Guðrún Gísladóttir er hin miðlæga morfínháða móðir, bitastætt hlut- verk sem Guðrún skilar eftirminnilega og á dramatískum nótum. Hilmir Snær Guðna- son og Atli Rafn Sigurðsson leika synina og fara vel með sín hlutverk. Erfitt er að sjá hvernig betur hefði mátt skipa í hlutverkin. Það er líkt og þessi rulla sé bókstaflega skrifuð fyrir Arnar Jóns- son sem er stórkostlegur í hlutverki James Tyrone.  LeikdóMur dagLeiðin Langa í kassa ÞjóðLeikhússins Hádramatískir leik- arar fara á kostum í mögnuðu verki Á stundum finnst manni sem slegið sé á hæstu nótur hins dramatíska í leik (Flosi heitinn Ólafsson hefði kallað það ofleik en vitaskuld vogar maður sér ekki að nota slíkt orð þessu samhengi) – ein snilldin við þetta verk er nefnilega sú að þar er fjallað um botnlausa neyslu og þá ekki síður leikarafjölskyldu, þannig að hvað varðar dramatíska framgöngu eru sennilega skýin þakið í þeim efnum. En, það má sjá fyrir sér að baneitraðar rep- likkur O´Neill nytu sín betur lágstemmd- ari á stundum. Annað, sem er leikstjórn- arlegt atriði og finna má að, er að lögnin var stundum ómarkviss; alkóhólistar eru staðari en svo að þeir rápi ómarkvisst um rýmið þegar víman nær yfirhöndinni... held ég. Mikil kúnst að leika drukkið og dópað fólk. En, án efa á þetta eftir að slíp- ast með fleiri sýningum. Því ekki trúi ég öðru en þessi sýning eigi eftir ganga. Ljós, leikmynd og búningar voru í samræmi við hið hefðbundna stofudrama og með ágætum. Þó náði ég engan veg- inn að tengja við klossuð málverkin af Tyrone sem þekja hliðarveggina; líklega eiga þau að tákna hið þrúgandi karlaveldi sem býr í heimilisföðurnum og er undir- rót alls ills (!?) en fallega stíliseruð lýsing milli atriða, þar sem kastara er varpað á persónur til að undirstrika, þrátt fyrir allt, einsemd þeirra, vann þar blessunar- lega á móti. Jakob Bjarnar Grétarsson Niðurstaða: Eitt mikilvægasta verk leik- bókmenntanna í flutningi nokkurra af okkar allra bestu leikurum. Það hlýtur að mega heita skyldumæting í leikhúsið. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! SVARTUR Á LEIK ER EINNIG SÝND Í MIÐBÆNUM! “MOVES LIKE A SNAKE ON SPEED” -TWITCHFILM SVARTUR Á LEIK (BLACK’S GAME) ENGLISH SUBTITLES GERARD BUTLER MACHINE GUN PREACHER  dagleiðin langa Þjóðleikhúsið – Kassinn Leikstjóri:Þórhildur Þorleifs- dóttir/Leikmynd og búningar: Jósef Halldórsson/Lýsing: Hörður Ágústsson/Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson/ Þýðing: Illugi Jökulsson Irkeindir smygla sér í óútgefna bók Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norð- dahl hefur sagt skilið við Facebook, en vinnur þeim mun betur í væntanlegri skáldsögu sinni Illsku en Eiríkur er búsettur í Finnlandi. Við endur- skriftir handrits skaut irkinu, spjallforriti, upp í koll hans; „IRC spjall á netinu. 1997.“ Og þar sem Eiríkur var á bókasafninu í Ouluháskóla komst hann að því að irkið hafi Finni nokkur að nafni Jarkko Oikarinen fundið upp. „Í Ouluhá- skóla. Þar sem ég sat," skrifar Eiríkur Örn á blogg sitt. „Mér leið skyndilega einsog ég gæti fundið fyrir irkeindunum í loftinu. Einsog þær hefðu smogið inn í mig. Og væru að smygla sér út í bókina mína í von um eilíft líf.“ Ljósmynd/Aino Huo- vio Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Galdrakarlinn í Oz –HHHHH KHH. Ftími Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars. Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Sun 15/4 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Lau 31/3 kl. 14:00 Sun 22/4 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 1/4 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi) Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 aukas Mið 7/3 kl. 19:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 lokas Sýning 7/3 til styrktar UN Women og umræður á eftir. Síðustu sýningar Axlar - Björn (Litla sviðið) Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 lokas Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Lau 24/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 15/4 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 14:30 Sun 18/3 kl. 14:30 Sun 22/4 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 14:30 Sun 1/4 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Lau 3/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Athugið - einungis sýnt í vor! Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 4/3 kl. 13:30 Sun 11/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 11/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 15:00 Lau 10/3 kl. 13:30 Lau 17/3 kl. 13:30 Lau 10/3 kl. 15:00 Lau 17/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Sun 4/3 kl. 19:30 Fim 22/3 kl. 19:30 Fim 8/3 kl. 19:30 Mið 28/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 8/3 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! EFTIR OHAD NAHARIN minus 16 54 menning Helgin 2.-4. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.