Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 44
42 heimili Helgin 2.-4. mars 2012 Hannaðu fermingarkortið á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is NÝR END URB ÆTT UR VEF UR Ævintýrið um Snöhettu Noregur kemur ekki fyrstur upp í hugann þegar fjallað er um Skandinavíska hönnun. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru oftar nefnd í því samhengi en síðustu ár hefur norsk hönnun sótt hressilega í sig veðrið. V elgengni norsku arkitektastofunnar Snöhettu hefur verið ævintýraleg undanfarin ár. Nú stend-ur yfir sýning á verkum hennar á Kjarvalstöðum en henni lýkur sunnudaginn 4. mars svo nú eru síðustu forvöð fyrir Íslendinga að njóta hennar. Stofan var sett á laggirnar 1989 og hefur því verið starfrækt í 33 ár. Samtímis hefur hún vaxið og dafnað og hefur nú bækistöðvar í New York í Bandaríkjunum svo og í Osló í Noregi. Snöhetta hefur ávallt verið þekkt fyrir sérstaka nálgun í verkum sínum en þar spilar heildarumhverfið og upplifunin stóran þátt. Enda eru 25 prósent starfs- manna stofunnar landslags- eða innanhúsarkitektar. Það sem gerir Snöhettu einstaka er þessi samhæfing mismunandi þátta svo að heildarupplifunin lukkist sem best. Vegna þessa þá vinnur þessi stofa mörg framtíðar- og rannsóknarverkefni og er áhugavert að sjá hvernig þeir vinna með þætti svo sem siðferði og ábyrgð. Þeir blanda félagslegri ábyrgð, viðskipta og umhverfisþáttum inn í vinnuferlið í samræmi við heimspeki sína svo úr verður ekki bara bygging heldur heildræn sýn. Það verk sem kom Snöhettu rækilega á kortið var hönnun óperuhússins í Osló. Haldin var samkeppni árið 1999 og af 240 innsendum tillögum varð tillaga Snöhettu hlutskörpust. Bygging óperunnar hófst sama ár og þar spila saman sterkir grunnþættir sem endurspeglast í vali á bygg- ingarefninu. Skjannahvítur marmari töfrar gesti sem aðalbyggingarefni að utanverðu en þegar inn er komið þá heillar listavel útfærð innanhúshönnunin úr eik og gerir hvern mann orðlausan. Byggingin stendur inni í Oslóarfirðinum og það nálgast hugleiðslu að sitja fyrir utan hana og horfa út á fjörðinn á fallegum degi. Húsið er ótrúlegt listaverk og er enginn svikinn af því að heimsækja það. Og ævintýri Snöhettu halda áfram. Í dag, eftir að hafa unnið flestar viðurkenningar og verðlaun sem til eru í bransanum, halda þau áfram að hanna sem aldrei fyrr. Verkefni eins og til dæmis menningarmiðstöð Saudi-Arabíu er einungis eitt af röð spennandi verkefna sem þau hafa sinnt síð- ustu ár. Listasöfn, rannsóknarsetur og fleira víðs vegar um heiminn er á afrekaskrá þessarar spennandi stofu og lengist listinn stöðugt. Eitt nýjasta verkefni þeirra er sérstaklega áhugavert þó svo fari ekki mikið fyrir því en norsku hreindýra- samtökin fólu Snöhettu að teikna útsýnis- og fræðslu- byggingu í þjóðgarðinum á Dovrefjalli sem liggur í 1.250 metra hæð yfir sjávarmáli. Svæðið er þekkt fyrir villt dýralíf en einnig sögusagnir sem tengjast menn- ingu og sögu Noregs. Gestastofan, sem er einungis 75 fermetrar, fellur ákaflega vel inn í umhverfið og er frá- bært dæmi um góða hönnun þar sem fullt tillit er tekið til umhverfisins. Snöhetta er einungis á byrjunar- reit og á eflaust eftir að skila af sér einstökum perlum til komandi kyn- slóða Hægt er nálgast upplýsingar um Snöhettu á slóðinni www.snoarc.no og með því að kíkja á Kjarvalsstaði. Gestahús norsku hreindýrasamtakanna. Ljósmynd/Ketil Jacobsen Óperan í Ósló. Byggingin er ótrúlegt listaverk og er enginn svikinn af því að heimsækja hana. Ljósmynd/Jens Passoth  TímamóT Fertugur á árinu Tripp Trapp undrið F lestir, ef ekki allir, þekkja barnstólinn sem nefndur er Tripp Trapp. Þar sem hönnun hans er fertug í ár eru miklar lík- ur á að mörg ykkar hafa notað slíkan stól í æsku og noti enn fyrir komandi kynslóðir. Það var einmitt ung- ur norskur faðir, að nafni Peter Opsvik, sem hannaði stólinn fyrir son sinn Thor. Hann vildi að sonurinn gæti set- ið til borðs með fjöl- skyldunni á matmáls- tímum í sömu hæð og aðrir f jölskyldumeð- limir og úr varð hönn- unin á Tripp Trapp. Stokke-fyrirtækið í Noregi hóf fram- leiðslu á stólnum og fór salan frekar hægt af stað. En þegar norska sjónvarpið fjallaði um stólinn árið 1974 hófst sig- urganga þessa fyrsta barnastóls sem var í réttri hæð við eldhúsborðið. Það sem gerir stólinn einstakan, líkt og margir þekkja sem hafa notað gripinn, er að hann vex með barninu. Það þýðir að hægt er að stilla stólinn eftir lengd og stærð barnsins til þess dags sem barnið er fullvaxið. Og stóllinn er ekki bara sniðugur í notkun heldur er hann einnig þaulhugs- aður í framleiðslu. Í dag er þessi stóll mest seldi barnastóll í heimi og hafa selst yfir sex milljónir eintaka frá því framleiðsla hófst. Óteljandi eftir- líkingar hafa birst en horfið jafnskjótt aftur af markaðnum enda er Stokke þekkt fyrir að vinna markvisst gegn slíkri framleiðslu. Þó svo að stóllinn haldi nokkurn veginn sínu upprunalega útliti þá hafa aukahlutir bæst við í áranna rás. Stóllinn er, og mun óumdeilanlega vera, eitt mest selda hús- gagnið frá Noregi og er líklega ein þekktasta hönnunarvaran þaðan. -sh Stokke-stóllinn eftir Peter Opsvik. Uppfinningin sem allir þekkja  arkiTekTúr norðmenn á heimsmælikVarða Ostaskerinn er apparat sem finnst á borðum allra lands- manna. En ekki þekkja allir til uppruna ostaskerans sem má rekja til Noregs en það var norski smiðurinn Thor Bjørklund sem fann upp þetta undratæki. Árið var 1927 og á heitum sumardegi reyndi Thor að skera oststykki í þunnar sneiðar með misjöfnum árangri, fyrst með hníf og síðar með sög. Ekki gekk það vel og daginn eftir reyndi hann aftur með hefli sem hann notaði á við. Það gekk vel en var ekki sérstaklega hentugt svo hann reyndi aftur með þunnu stálblaði sem hann beygði. Það gekk aftur á móti vel og gerði hann nokkur eintök til að gefa vinum og nágrönnum sem leist vel á hugmyndina. Seinna sama ár fékk Thor einkaleyfi á hugmyndinni sem nú er til og notuð um allan heim og við þekkjum sem osta- skera. -sh s á hönnunarhópur sem hefur vakið hvaða mesta athygli fyrir norska hönnun er teymi sem kallar sig Norway says. Það samanstendur af þremur ungum hönnuðum, þeim: Torbjørn Anderssen, Espen Voll og Andreas En- gesvik, sem tóku sig saman og sýndu lokaverkefni sín saman í Mílanó árið 2000. Vorsýningin í Mílanó þykir góður stökkpallur fyrir unga upprennandi hönn- uði og þetta ár var árið þeirra. Þetta unga og spenn- andi teymi þótti sýna hvað væri að gerast í hönnun í Noregi og félagarnir hlutu bæði mikla umfjöllun og verkefnin streymdu inn í kjölfarið. Norsk hönnun hafði fram að þessu þótt óspennandi, þung- lamaleg og litlaus. Í mótsögn við það þá þótti hönnun Norway says einföld, fersk og litrík og fengust þeir aðallega við hönnun heim- ilishluta en einnig tæknihluta svo sem mp3 spilara. Blómatími þeirra var óumdeilanlega frá 2000 til 2005 en þá hlutu þeir sérstaka viðurkenn- ingu frá Norsku hönn- unarmiðstöðinni. Samstarf þeirra Torbjørns, Espens og Andreas endaði þó, sem mörgum þótti miður, og gátu félagarnir ekki komið sér saman um hver skyldi eiga nafnið.Var Norways says því lagt niður og starfa þeir nú sjálfstætt með eigin stofur. -sh Piparkvörn úr viði fyrir Muuto. Skemmtilega einfalt ljós fyrir danska fyrirtækið Muuto.  HönnuarTrío slógu í gegn í mílanó Noregur segir Sigga Heimis sigga@siggaheimis.com HÖNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.